Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 45

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 215 Landspítalans er nú hægt að mæla gentamísín, netilmísín og vankómýsín með þessum hætti (Abbot TDX ®, flúrskautunar ónæmismæling, fluorescence polarisation immunoassay). Mælingin tekur aðeins nokkrar mínútur og nægir að fá um 100^1 af sermi. Eftirlit með skömmtun sýklalyfja. Nauðsynlegt er að gæta þess að sýklalyf nái nægjanlegum styrk á sýkingarstað til þess að útrýma sýklum án þess að valda eiturverkunum. Til þess að lyfjamælingamar gefi réttar upplýsingar verður að hafa í huga lyfjahvarfafræði viðkomandi lyfs. Venjulega er rétt að bíða með að mæla styrk lyfs í sermi þar til það hefur náð samvægi (steady state) eftir um það bil fjóra helmingunartíma. Þá þarf að mæla hæsta og lægsta styrk þess, það er toppstyrk (peak level) og lágstyrk (trough level). Til að mæla lágstyrk er sýni tekið rétt fyrir áætlaða næstu gjöf. Erfiðara er að ákvarða hvenær lyf nær hæsta styrk. Sé lyfið gefið í einu lagi (bolus) í æð er oftast miðað við að taka sýni 30 mínútum eftir gjöf, en 60 mínútum eftir gjöf sé það gefið í vöðva. Sé lyfið látið renna inn á 30-60 mínútum er mælingin gerð 15- 30 mínútum eftir að innrennsli lýkur. Þurfi að mæla mesta styrk lyfs sem gefið er um munn er oft miðað við 2(-4) klst. eftir gjöf. (Tafla II). SERUMÞYNNINGAPRÓF (Serum bactericidal Ievels) Við meðhöndlun ákveðinna sýkinga er mikilvægt að í blóði náist nægjanlegur styrkur til þess að drepa sýkingarvaldinn. Þá eru notuð bakteríudrepandi lyf eða lyfjablöndur. Dæmi um sýkingar þar sem talið er æskilegt að meðferð sé sýkladrepandi eru hjartaþelsbólga af völdum baktería og langvinn beinígerð (chronic osteomyelitis). Til að kanna hvort bakteríudrepandi styrkur hafi náðst, einkum þegar notuð eru fleiri en eitt lyf, eru gerð serumþynningapróf. Þá er tekið blóð rétt fyrir gjöf sýklalyfs og aftur þegar búast má við hæsta styrk sýklalyfs í blóðinu. Blóðið er síðan sent á þá sýklarannsóknadeild sem hefur einangrað og geymt sýkingarvaldinn. Sýkingarvaldinum er þar sáð í þynningaröð af sermi sjúklingsins og það síðan sett í hitaskáp. Eftir 16-20 klst. eru þynningamar skoðaðar með tilliti til gruggs (vaxtar). Hæsta þynning sem sýnist tær er sú þynning sem hamlar vexti (serum inhibitory level, stundum kallað Schlichter’s test, en mikilvægari upplýsingar gefur sú þynning sem drepur vöxt, serum bactericidal level). Til að finna þá þynningu, sem drepur vöxt, þarf að sá úr þynningunum á sama hátt og gert er þegar mælt er LBS. Ekki er hægt að gera serumþynningapróf nema tekist hafi að einangra sýkingarvaldinn. Nauðsynlegt er að biðja sýklarannsóknadeild um serumþynningapróf með sólarhrings fyrirvara, svo hægt sé að taka fram sýkingarvaldinn og sá í fljótandi æti, sem er þá tilbúið til sáningar í þynningaraðimar, þegar serum sjúklings Tafla II. Yfirlit um lyfjahvarfafræði og æskilegan blóðstyrk nokkurra sýklalyfja. Samvægi náö2 Æskilegur styrkur1 Lægsti Hæsti Útskilnaöur Gentamísín Nýburar ~10-45 klst Börn ~2.5-12.5 klst Fullorðnir: <30 ára ~2.5-15 klst >30 ára ~7.5-75 klst. <2mg/l’ 5-12mg/l 90% um nýru Netilmísín Sbr. gentamísín <2mg/l' 5-12mg/l 90% um nýru Amikasín Sbr. gentamísín <5mg/l 15-25mg/l 90% um nýru Vankómýsín 20-30 klst. 5-10mg/l 20-40mg/l >90% um nýru Klóramfeníkól 10-35 klst. <5mg/l 10-25mg/l4 Lifur og nýru 1. Styrkur mældur í blóöi á þeim tímum sem sagt er frá í texta. 2. Miöað er viö samfellda lyfjagjöf á sama skammti, og eölilega nýrnastarfsemi. 3. Æskilegt er aö lágstyrkur gamals fólks (t.d. >60 ára) sé sem næst 0. Til aö ná toppstyrk 5-12 þarf þvi aö gefa lyfiö sjaldnar, t.d. tvisvar á dag. 4. Erfitt er aö tímasetja hæsta styrk, sem getur veriö allt aö 2 klst. eftir gjöf í æö. Æskilegt aö taka fleira en eitt sýni á milli skammta til aö hægt sé aö ákvaröa hæsta skammt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.