Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 46

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 46
216 LÆKNABLAÐIÐ berst. Virkni sumra sýklalyfja í sermi minnkar við geymslu. Ber því að forðast að geyma serum sjúklingsins lengur en nauðsyn krefur. Gildi serumþynningaprófa er nokkuð umdeilt. Við bakteríu-hjartaþelsbólgu er venjulega miðað við að á tíma toppstyrks (peak) drepist bakterían í þynningunum 1:8-1:16, og á tíma lágstyrks (trough) í þynningunum 1:4- 1:8 (8,9). Við beinígerð er talið mikilvægt að á tíma lágstyrks drepi sermið bakteríuna að minnsta kosti í tvöfaldri þynningu (1:2). Mikilvægi lágstyrks við meðhöndlun beinígerða er vegna þess tíma, sem það tekur sýklalyfið að komast á sýkingarstaðinn. Vitað er að margar bakteríur framleiða mikið magn af lausgerðum hjúp eða slími, sem umlykur þær og vemdar gegn sýklalyfjum og vömum líkamans (10). Ekki ætti að nota serumþynningaprófið eitt sér til að ákvarða hvort meðferð sé fullnægjandi, heldur einungis til að gefa vísbendingu um hvort serumið sé nægjanlega bakteríudrepandi. Þrátt fyrir fullnægjandi serumþynningapróf gæti þurft að grípa inn í með skurðaðgerð og eins gæti sjúklingurinn læknast með ófullnægjandi serumþynningapróf. Serumþynningaprófið ætti að framkvæma tveimur til fjórum dögum eftir að meðferð hefst og endurtaka síðan ef sjúklingur er settur á lyf til inntöku í stað stungulyfja, eða ef breytt er um sýklalyf. LOKAORÐ A sýkladeildum eru af nauðsyn settar ákveðnar vinnureglur um hvaða næmispróf skuli gera á sýklum ræktuðum úr innsendum sýnum. Slíkt er að sjálfsögðu einföldun, en oftast fær starfsfólk sýkladeilda takmarkaðar upplýsingar um sjúklingana á beiðnum um sýklarannsókn. Æski læknir þess að fá rannsóknir gerðar, sem falla utan vinnureglna, verða upplýsingar þess eðlis að koma fram á rannsóknarbeiðni. Komi fram á beiðni að sjúklingurinn sé á sýklalyfi sem ekki er venja að gera næmispróf fyrir, er því næmisprófi bætt við (geti lyfið verkað á viðkomandi sýkil). Nauðsynlegt er að hafa í huga að næmir sýklar, á stöðum þar sem flæði sýklalyfs er gott og góður styrkur næst, drepast mun fyrr en á stöðum þar sem sýklalyf á ekki góðan aðgang. Einnig eru sum lyf góð til að útrýma sýkingu, en lakari eða óhæf til að útrýma eða hreinsa sömu sýkla af slímhúðum. Til að þjónusta sýkladeilda nýtist sjúklingum sem best er nauðsynlegt að læknar fylgist með nýjungum í sýklafræðinni. Sýklafræðin er fag í örum vexti og snertir allar sérgreinar. Einungis með skynsamlegri notkun sýklalyfja getum við haldið áfram að lækna alvarlegar bakteríusýkingar. HEIMILDIR 1. Atkinson BA. Species incidence and trends of susceptibility to antibiotics in the United States and other countries: MIC and MBC. In: Lorian V, ed. Antibiotics in Laboratory Medicine, 2nd ed. Baltimore: Williams & Wilkins, 1986: 995-1162. 2. Working party of the British Society for Antimicrobial Chemotherapy. Breakpoints in in-vitro antibiotic sensitivity testing. J Antimicrob Chemother 1988; 21: 701-10. 3. Nordiska lakemedelsnámnden. Nordisk lákemedelsstatistik 1981-1983, del 1, Uppsala: NLN, 1986. 4. Reeves D. Sulphonamides and trimethoprim. Lancet 1982; ii: 370-3. 5. Garrod LP, Waterworth PM. A study of antibiotic sensitivity testing with proposals for simple uniform methods. J Clin Pathol 1971; 24: 779-89. 6. Krause PJ, Owens NJ, Nightingale CH, Klimek JJ, Lehmann WB, Quintiliani R. Penetration of amoxicillin, cefaclor, erythromycin-sulfisoxazole and trimethoprim-sulfamethoxazole into the middle ear fluid of patients with chronic serous otitis media. J Infect Dis 1982; 145: 815-21. 7. Dette GA. Vergleich der Gevebegangigkeit von Erythromycin. Infection 1979; 7: 129-45. 8. Eykyn SJ. The role of the laboratory in assisting treatment - a review of current UK practices. J Antimicrob Chemother 1987; 20 Suppl. A: 51-64. 9. Stratton CW. Serum bactericidal test. Microbiol Rev 1988; 1: 19-26. 10. Gristina AG, Oga M, Webb LX, Hobgood CD. Adherent bacterial colonization in the pathogenesis of osteomyelitis. Science 1985; 228: 990-3. TIL FREKARI FRÓÐLEIKS Lorian V. Antibiotics in Laboratory Medicine. 2. útgáfa, Baltimore: Williams & Wilkins, 1986. Lennette EH, Balows A, Hausler WJ, Shadomy HJ. Manual of Clinical Microbiology. 4. útgáfa. Washington: American Society for Microbiology, 1985. Mandell GL, Douglas RG, Bennett JE. Principles and practice of Infectious Diseases. 2. útgáfa. New York: Churchill Livingstone, 1984. Greenwood D. Antimicrobial Chemotherapy. London: Balliére Tindall, 1983.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.