Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 50
220
LÆKNABLAÐIÐ
við þau vandkvæði, sem búast má við hjá
þessum sjúklingum. Því er mikilvægt að gerð
sé könnun á því, hvemig til hafi tekist við
lækningar sjúklinga með bráða kransæðastíflu,
einkum til þess að sjá hvort að einhverju leyti
megi bæta þá meðferð og umönnun sem gefin
hefur verið. Einnig kann að vera mikilvægt
að bera árangur saman við það sem aðrir hafa
skýrt frá og athuga hvort breytingar á venjum
varðandi umönnun og nýjungar í meðferð hafi
þau áhrif sem ætlast var til.
Varðandi samanburð á meðferðarárangri
miðað við önnur sjúkrahús og önnur
lönd ber þó að gæta þess að oftast er um
afturvirkar rannsóknir að ræða og oft
stuðst við sjúkdómsmat, sem kann að vera
mismunandi á ólíkum stöðum. Einnig kunna
aðstæður á ýmsan hátt að vera frábrugðnar
milli meðferðarstaða og því full ástæða til
varúðar í túlkun á ýmsum atriðum, þegar
slíkur samanburður er gerður. Rétt þykir þó
að gera samanburð á þeim rannsóknum á
horfum sjúklinga með bráða kransæðastíflu á
íslenskum sjúkrahúsum, sem birtar hafa verið í
Læknablaðinu á undanfömum árum.
I töflu II má sjá samanburð á dánarhlutfalli
sjúklinga meðan á sjúkrahúsvist stendur
og kemur þar í ljós, að eklci er vemlegur
munur, þegar þetta atriði er skoðað nema hvað
horfumar á Landakoti á árunum ’76 - ’80
virtust heldur betri en í hinum rannsóknunum.
Niðurstöður þessar eru að mörgu leyti lítið
Tafla I: Útskriftarlyf og afdrif.
Lyf Fjöldi Látnir
Betablokkari 70 16
Kalsíumblokkari 34 5
ACE blokkari 6 2
Nítröt 90 31
Fúrosemíð 55 29
Klórtíasíð 9 2
Dígoxín 15 8
Amíódarón 16 4
Blóðþynningarlyf 21 3
frábrugðnar rannsóknum í nágrannalöndum
okkar (11). Niðurstöður sem þessar þarf
einnig að skoða í ljósi þeirra aðstæðna sem
sjúklingum eru búnar á sjúkrahúsdeildunum.
Varðandi Fjórðungssjúkrahúsið er ekki um að
ræða sérhæfða hjartagjörgæsludeild heldur em
eins og áður sagði tvö herbergi sérbúin inni á
venjulegri lyflækningadeild og er sjúklingum
þar sinnt ásamt með öðrum sjúklingum
deildarinnar. Hins vegar er möguleiki að hafa
sjúklinga á almennri gjörgæsludeild, þar sem
viðbúnaður er öllu meiri og fjöldi starfsfólks
miðað við fjölda sjúklinga meiri. Það má
þó segja, að þar sé heldur ekki um sérhæfða
hjartagjörgæslu að ræða.
Nokkur atriði úr niðurstöðum okkar teljum
við ástæðu til að draga fram. Meðalaldur
sjúklingahópsins var tiltölulega hár og
hærri en yfirleitt gerðist í hinum íslensku
rannsóknunum. Það voru einnig hlutfallslega
fleiri konur og eldri. Dánarhlutfall kvenna
var einnig hærra en karla og legutími lengri
og kann þetta að hluta til að skýrast af
hærri aldri. Hár aldur sjúklingahópsins kann
einnig að skýra að nokkru, hversu margir
höfðu fengið kransæðastíflu áður (40%),
en það er hærra en gerðist í fyrrgreindum
rannsóknum. Einnig var athyglisvert, hversu
margir sjúklingar höfðu háþrýsting (53%) og
sykursýki (18%). Fáir fengu segaleysandi
meðferð með streptókínasa, sérstaklega
miðað við það, að allstór hópur kom inn
á sjúkrahúsið innan þeirra tímamarka, sem
þessi meðferð er yfirleitt miðuð við. Kann hér
að valda óhófleg varkámi, en einnig ströng
beiting aldursmarka. Sennilega er ekki ástæða
til svo strangs vals á sjúklingum miðað við
það, hversu hættulítil þessi meðferð virðist
vera.
Fróðlegt verður að bera síðari tíma uppgjör
saman við það sem hér hefur verið lagt
fram, þegar meiri reynsla verður komin á
ofangreinda meðferð. Við afturvirka rannsókn
kemur óhjákvæmilega í ljós ófullkomin
skráning í skýrslur, enda þótt gott samræmi
Tafla II: Dánarhlutfall sjúklinga með kransæðastíflu á íslenskum sjúkrahúsum.
Létust Lsp. 66-68 Lsp. 69-70 Bsp. 56-68 Bsp. 72-75 Ldk. 66-75 Ldk. 76-80 Ldk. 81-85 FSA 84-86
Karlar......................... 18.5% 20.8% 25.5% 22.1% 19.3% 14.3% 12.4% 15.2%
Konur.......................... 33.3% 30.8% 35.0% 20.7% 28.7% 21.9% 23.6% 26.2%
Samtals........................ 21.0% 23.4% 28.7% 21.8% 22.1% 16.4% 18.0% 19.3%