Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 58
228 LÆKNABLAÐIÐ og fyrir þá sem leita þurftu til embættisins að njóta þekkingar og dómgreindar þessa einstaka stillingar- og menningarmanns sem Benedikt var. Aðalstarf Benedikts var að sjá um ritun og ritstjóm á Heilbrigðisskýrslum og öðrum ritum embættisins. Meðal annars vegna vinnu við útgáfu á þessum ritum var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild Háskóla íslands á 75 ára afmæli Háskólans. Benedikt var hógvær maður og sóttist síst allra er ég hefi þekkt eftir upphefð og frama. Það þurfti til dæmis að beita hann fortölum til þess að fá hann til að ljá Heilbrigðisskýrslum nafn sitt. Hann var gagnrýninn en gagnrýnin byggðist eingöngu á veikleika verksins. Honum var einnig ljóst að það er unnt að sleppa við gagnrýni með því að segja ekki neitt og gera ekki neitt. Benedikt starfaði sem embættismaður mestan hluta ævinnar og var búinn bestu kostum embættismanns en trúlega stóð hugur hans meira til skólamála og fræða enda sýndi hann í verki að maðurinn verður aldrei of gamall til þess að læra. Hann var sílesandi og í orðsins fyllstu merkingu las hann fram í andlátið. Hann lést á Landspítalanum 10. janúar 1990. Ég færi Maj-Lis, dætrum hans, bamabömum og tengdasyni vinar- og samúðarkveðjur. Olafur Olafsson landlæknir

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.