Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 325-8 325 Sigurður Heiðdal, Tryggvi Ásmundsson, Hrafnkell Helgason ÍSLENSKIR BÆNDUR FÁ RÖNTGENTEIKN UM LUNGNAÞEMBU ÁN ÞESS AÐ REYKJA INNGANGUR Því hefur lengi verið veitt athygli að á Vífilsstaðaspítala hafa komið bændur með lungnaþembu á háu stigi án þess að hafa nokkum tíma reykt. Alþekkt eru hinsvegar tengsl lungnaþembu og tóbaksreykinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna fylgni röntgeneinkenna um lungnaþembu og tóbaksreykinga hjá fólki er stundað hefur búskap og bera saman við samskonar hóp sem ekki hefur unnið við búskap. Einnig var gerður samanburður á lungnastarfsemi þessara hópa. AÐFERÐ Könnunin var afturvirk. Teknar voru fram röntgenmyndir af lungum allra sjúklinga er lögðust inn á Vífilsstaðaspítala á árunum 1975-1984 og útskrifuðust með sjúkdómsgreininguna lungnaþemba, langvinn berkjubólga, astmi, heymæði og/eða örvefsmyndun í lungum. Tveir höfunda (TA,HH) dæmdu myndimar óháð hvor öðrum og notuðu aðferð Sutinen et al (1) til að greina hvort um lungnaþembu væri að ræða. Röntgeneinkenni sem farið var eftir til að ákvarða hvort viðkomandi hefði lungnaþembu voru þessi: 1) Lág og flöt þindarstaða á mynd sem tekin er aftan frá. 2) Blöðmr eða æðarýrð á mynd sem tekin er aftan frá. 3) Aukið bil aftan brjóstbeins (>2,5 cm) á hliðarmynd. 4) Lág og flöt þindarstaða á hliðarmynd. Til þess að teljast hafa lungnaþembu þurfti hver sjúklingur að hafa að minnsta kosti tvö Frá lyflækningadeild Landspítala og Vífilsstaöaspítala. Fyrirspurnir bréfaskipti: Siguröur Heiödal. ofangreindra einkenna jákvæð. Aðeins í ellefu tilvikum bar dómum á myndum ekki saman. Þetta var rætt og komist að samkomulagi um hvemig flokka skyldi myndimar. Einnig var heildarlungnarýmd (Total Lung Capacity, TLC) mæld eftir röntgenmyndum með planímetríu eftir aðferð Harris et al (2), og viðmiðunargildi fyrir heildarlungnarýmd ákvörðuð samkvæmt aðferð Goldman og Becklake (3). Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám um atvinnusögu, reykingasögu og öndunarpróf þessara lungnaþembusjúklinga. Þar sem upplýsingar í sjúkraskrám reyndust ónógar, var hringt í viðkomandi sjúklinga eða nána aðstandendur ef sjúklingar voru látnir. Varðandi reykingasögu vora eftirfarandi skilgreiningar notaðar: 1) Reykir. Hefur reykt að minnsta kosti einn vindling á dag eða tilsvarandi magn af öðram tóbaksvörum í eitt ár og reykir innan eins mánaðar fyrir dagsetningu sjúkraskrár. 2) Hefur reykt. Sá sem hefur reykt að minnsta kosti eins og að ofan getur, en hætti meira en einum mánuði fyrir dagsetningu sjúkraskrár. 3) Aldrei reykt. Sá sem uppfyllir hvoragt ofangreindra skilyrða. Varðandi atvinnusögu vora þeir taldir stunda eða hafa stundað búskap sem störfuðu við landbúnað sem aðalstarf við innlögn eða höfðu unnið slík störft í að minnsta kosti tíu ár eftir tvítugt. Blásturspróf var framkvæmt með Vitalograph. Valin voru gildi við seinustu útskrift þar sem sjúklingar voru í besta mögulega ástandi. Athuganir á, hvort fólki, sem stundað hafði búskap, væri hættara við að fá röntgeneinkenni um lungnaþembu, en fólki,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.