Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1990, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.09.1990, Qupperneq 8
328 LÆKNABLAÐIÐ er mun lægri meðal þeirra miðað við hópinn í heild. Það virðist því vera nærtækt að álykta, að eitthvað í umhverfi bænda valdi því að þeir fái röntgeneinkenni um lungnaþembu án þess að reykja. Lengi hefur verið vitað um atvinnusjúkdóma meðal bænda og er heymæði þar einna best þekkt (6). Frekar lítið hefur verið ritað um lungnaþembu sem atvinnusjúkdóm hjá bændum þó að vísu hafi verið minnst á það í tengslum við »farmer’s lung« (7,8). Þess ber að geta í sambandi við þessar niðurstöður að greining á lungnaþembu hefur lengi verið mikið til umræðu innan læknisfræðinnar, og sú aðferð að greina þennan sjúkdóm á röntgenmyndum einungis á bæði sína mótmælendur og áhangendur. Til eru þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að greina lungnaþembu með vissu nema með post-mortem rannsókn, þar sem gerð er vefsteyping á lungunum. Allnokkrar rannsóknir hafa þó sýnt að undir réttum skilyrðum sé hægt að fá mjög gott samræmi milli röntgengreiningar á lungnaþembu og greiningar með post-mortem rannsókn (9). Loftskiptapróf (CO diffusionspróf) hefði getað hjálpað til að greina lungnaþembu hjá þessum sjúklingum, en var ekki fáanlegt hér á landi á þeim tíma er rannsóknin var gerð. ÞAKKIR Kærar þakkir til Sigrúnar Sigurðardóttur, Sigurðar H. Sigurðssonar og Sveindísar Hermannsdóttur fyrir aðstoð við gagnaöflun. Sérstakar þakkir fær Brjánn A. Bjamason fyrir aðstoð við tölvuúrvinnslu gagna. SUMMARY It has been noted for a long time that among patients admitted to Vifilsstaðir Hospital have been many farmers with severe emphysema without any smoking history. This study was undertaken to explore the relationship between farming and smoking history and X-ray criteria for emphysema. Patients were selected for this study from admissions during the period 1975-1984 on the basis of chest x-rays which were judged by two of the authors (TA and HH) for signs of emphysema by the method described by Sutinen et al. Patients’ charts were reviewed and history of farming and smoking recorded. Spirometric results were also recorded and total lung capacity measured as described by Harris et al. A total of 852 chest x-rays were examined and 228 patients were found to have x-ray criteria that indicated the presence of emphysema. The results show that 30,3% of patients were farmers or ex-farmers which is proportionally very high compared to the total population of Iceland. Beside that 58% of farmers and ex-farmers in the patients’ group had a history of smoking as compared to 94% of non-farmers. The results indicate that farmers may be exposed to some environmental factor other than smoking that causes them to develop x-ray signs of emphysema. HEIMILDIR 1. Sutinen S, Christoforidis AJ, Klugh GA, Pratt PC. Roentgenologic criteria for the recognition of nonsymptomatic pulmonary emphysema: correlation between roentgenologic findings and pulmonary pathology. Am Rev Respir Dis 1965; 91: 69-75. 2. Harris TR, Pratt PC, Kilbum KH. Total lung capacity measured by roentgenograms. Am J Med 1971; 50: 756-62. 3. Goldman HI, Becklake MR. Respiratory function tests. Normal values at median altitudes and prediction of normal results. Am Rev Tub 1959; 79: 457-67. 4. Reykingavenjur íslenskra karla á aldrinum 41-68 ára. Hóprannsókn Hjartavemdar 1974-76. Reykjavík: Hjartavemd, rit C XXIII, 1983. 5. Reykingavenjur íslenskra kvenna á aldrinum 34-61 ára. Hóprannsókn Hjartavemdar 1968-69. Reykjavfk: Hjartavemd, rit a XXV, 1982. 6. Rafnsson V, Magnússon- G, Johnsen S. Skýrsla læknis um meintan atvinnusjúkdóm. Læknablaðið 1983; 69: 172-4. 7. Mindell AJ. Roentgen Findings in Farmer’s Lung. Radiology 1970; 97: 341-6. 8. Barbee RA, Callies Q, Dickie HA, Rankin J. The long- term prognosis in farmer’s lung. ARRD 1968; 97: 223- 31. 9. Pratt PC. Role of conventional Chest Radiography in Diagnosis and Exclusion of Emphysema. Am J Med 1987; 82: 998-1006.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.