Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76; 329-33
329
Hjalti Kristjánsson 1), Jóhann Ág. Sigurðsson 1), Guðjón Magnússon 1), Leif
Berggren 2)
SKOÐANIR LÆKNA Á STARFSSVIÐUM
SÉRGREINAII
Heildræn yfirsýn og óvinsæl viöfangsefni
ÁGRIP
Á síðustu árum hefur orðið mikil fjölgun
lækna í vissum sérgreinum, meðal annars í
heimilislækningum. Með aukinni sérmenntun
telja heimilislæknar að þeir eigi að sinna
vissum verkefnum sem áður hafa verið í
höndum annarra sérfræðinga. Þetta hefur
leitt til nokkurrar óvissu um það hvað sé
sjúklingum fyrir bestu og deilna innan
stéttarinnar um verkaskiptingu. Þessi grein er
önnur í röðinni af fimm um skoðanir lækna
á starfssviðum sérgreina og tilhneigingu
til vallhöslunar (non-physical territorial
behaviour) (1,2,3). Hér verður einkum fjallað
um heildræna yfirsýn og afstöðu til óvinsælla
verkefna.
INNGANGUR
í heimilislækningum er lögð á það áhersla
að greina vandamál sjúklinga samtímis
í líkamlegu, geðrænu, félagslegu og
sálrænu samhengi (holistic view) (4,5).
Bent hefur verið á, að þessi áhersla á
heildaryfirsýn vandmála sé ekki einskorðuð
við heimilislækningar, heldur eigi við um
aðrar greinar læknisfræðinnar (6). Til þess
að athuga þessi atriði nánar voru settar fram
eftirfarandi tilgátur:
* Fagfélögin hafa ólíkar viðmiðanir að
leiðarljósi við úrlausn viðfangsefna.
* Fagfélög vilja ógjaman fást við þau verkefni
sem eru »minna« metin í samfélaginu og
leitast við að beina þeim til annarra (2).
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Árið 1988 var sendur út spumingalisti með 65
spumingum til 185 lækna í sjö sérgreinum.
Frá 1) læknadeild Háskóla íslands / heimilis- og
félagslæknisfræöi, 2) Nordiska Hálsovárdshögskolan,
Gautaborg. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhann Ag.
Sigurðsson.
Table I. Total agreement scores for different specialities
and statistical comparisons for statements Q1 and in fig
1 (Q2), fig 2 (Q16), fig 3 (Q23), fig 4 (Q30) and fig 5
(Q36).
Agreement scores
Q1 Q2 Q16 Q23 Q30 Q36
General Practitioners 98 89 82 73 76 71
Pediatricians 89 66* 26* 43* 26** 51
Geriatricians 100 69 56 25* 25** 44
Gynaecologists 95 62** 44* 54 24** 61
Psychiatrists 100 75 54* 56 41** 51
Oto-laryngologists .. 86 63* 47* 45* 32** 73
Internists 88 65* 35* 33* 30** 60
*p<0,05, **p<0,01 compared to General Practitioners.
Heimtur í heild vom 81%. Efnivið og
aðferðum hefur áður verið lýst (1).
Við tölfræðilegan samanburð var notað kí-
kvaðratpróf (p<0.05 var talið gefa marktækan
mun).
NIÐURSTÖÐUR
Heildrœn yfirsýn (holistic view). Læknar vom
almennt sammála, að ekki sé síður mikilvægt
við meðferð sjúklinga að skoða vandamál
þeirra frá sálrænu og félagslegu sjónarmiði
en líffræðilegu (tafla I, Ql). Þó var marktækur
munur á stigagjöf háls-, nef- og eymalækna
annars vegar og heimilislækna hins vegar.
Á myndum 1-5 sést nánar álit lækna á því,
hvort heildræn yfirsýn sé álíka mikilvæg
eða mikilvægari en sérþekking í einstökum
sérgreinum. Eins og sjá má á mynd 1 leggja
heimilislæknar meiri áherslu á umhverfi og
lifnaðarhætti en sérþekkingu, þegar læknar
vilja stuðla að heilbrigðara lífemi sjúklinga.
Mynd 2 sýnir skoðanir lækna á mikilvægi
þekkingar á umhverfi og félagslegum
aðstæðum bama borið saman við sérþekkingu
á bamasjúkdómum í ungbamaeftirlitinu.
Heimilislæknar leggja sem fyrr meiri áherslu
á félagslegar aðstæður en aðrar sérgreinar.