Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1990, Side 14

Læknablaðið - 15.09.1990, Side 14
332 LÆKNABLAÐIÐ margs konar og/eða óljós einkenni ásamt félagslegum og sálrænum vandamálum eigi ekki að fá meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu (tafla II, Q41). A myndum 6 og 7 má sjá nánar álit lækna á hverjir eigi að annast fólk með þessi vandamál. Eins og fram kemur á myndunum og í töflu II eru læknar almennt sammála því að heimilislæknar eigi að sinna fólki með óljós einkenni. UMRÆÐUR Hugtakið »heildræn yfirsýn yfir vandamál sjúklinga« er ekki skilgreint sérstaklega. Vel má vera að allir læknar telji slíka yfirsýn vera mikilvæga í sinni sérgrein eins og bent hefur verið á (6). Sé sú skoðun rétt virðast sérgreinafélög samt leggja mjög mismunandi skilning í þetta hugtak. Við samanburð á mikilvægi félagslegra og líffræðilegra þátta var í fyrstu fullyrðingunni (Ql) notað orðalagið »engu að síður mikilvægt«. I næstu fullyrðingu (mynd 1), sem var annars svipuð og almenns eðlis, var lögð meiri áhersla á félagslegu þættina en þá líffræðilegu með orðinu »mikilvægara«. I næstu fullyrðingum þar á eftir var athyglinni beint að vissum sérgreinum. Læknar eru sammála um það að sálræn og félagsleg vandamál séu almennt mikilvægir þættir eigi síður en líkamlegir, en andstæðumar aukast eftir því sem fullyrðingamar verða beinskeyttari. Þessi rannsókn staðfestir að heimilislæknar leggja mikla áherslu á að greina vandamál sjúklings samtímis í líkamlegu, geðrænu, sálrænu og félagslegu samhengi, sem er í samræmi við hugmyndafræði greinarinnar (4). Einnig kemur fram að þeir leggja meiri áherslu á þessi viðhorf til lækninga og heilsuvemdar en hin fagfélögin, einkum þegar vandamálið lýtur að viðkomandi sérgrein svarenda. Svipaðar niðurstöður fengust einnig í sambærilegri rannsókn í Svíþjóð (2). Niðurstöðumar styðja tilgátuna um það að fagfélög hafi ólík viðmiðunarmörk að leiðarljósi við úrlausnir viðfangsefna. Sjúklingar með áberandi félagsleg og geðræn vandamál eru oft krefjandi og erfiðir (7). Þessi viðfangsefni eru almennt talin í »minni« metum en önnur verkefni, svo sem ungbama- og mæðravemd. Það er því viss hætta á því að þessir hópar sjúklinga lendi utangarðs í þjóðfélaginu, þar með talið í heilbigðiskerfinu. Væri svo í raun, þýddi lítið að státa af hugmyndum um heildræna yfirsýn. Hulth (8) hélt því fram árið 1979, að sinna ætti sjúklingum með margs konar óljós einkenni, félagsleg og sálræn vandamál annars staðar en í heilbrigðiskerfinu. Þessi rannsókn sýnir að íslenskir læknar eru ekki sammála þessu. Svipaðar niðurstöður fengust líka meðal sænskra lækna (2). Rannsóknin staðfestir ennfremur að heimilislæknar telja það í sínum verkahring (100% sammála) að taka þessi verkefni að sér. Einnig kemur fram að læknar í öðmm sérgreinum eru almennt sammála því að heimilislæknar annist þessa sjúklinga. Tilgátan um það að fagfélög vilji ógjaman fást við viðfangsefnin sem eru »minna« metin í samfélaginu virðast því ekki eiga við um heimilislækna eða þá að heimilislæknar hafa annað mat á þýðingu þess að sinna þessum sjúklingahópum. Við tölfræðilegan samanburð ber að hafa í huga að hluti útreikninga getur orðið marktækur af hreinni tilviljun vegna fjölda þeirra atriða sem rannsökuð eru (mass- significance phenomenon). Ekki er óeðlilegt, að í jafn fjölmennri stétt og læknastéttinni séu menn með ólíkar skoðanir á hlutunum. Könnun þessi sýnir að læknar hafa mismunandi viðhorf til faglegra hluta og fer það mjög eftir sérgreinum. Þessi faglegi skoðanamunur getur auðveldlega leitt til ágreinings eða deilna og vonandi má nýta þessar niðurstöður til þess að ræða þau mál nánar innan stéttarinnar áður en til slíks kemur. ÞAKKIR Rannsókn þessi var gerð með styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla íslands. Höfundar vilja færa þátttakendum í könnuninni bestu þakkir. SUMMARY Nort-Physical Territoriality in Health Care Organizations in Iceland II. Earlier studies on territories and territorial behaviour have mainly dealt with physical territories in man and animals. Recently, research has also been focused on conceptual or non- physical territoriality, based on groups with special education, the professions etc.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.