Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 17

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 335-7 335 Baldur Tumi Baldursson UPPHENGING Á AFTURSVEIGÐU LEGI VEGNA SÁRSAUKA VIÐ SAMFARIR Aögeröir framkvæmdar á Sjúkrahúsi Akraness 1983 til 1985 INNGANGUR Innri sársauki við samfarir (dyspareunia) er algeng kvörtun hjá konum sem Ieita til kvensjúkdómalækna. Með innri sársauka er átt við sársauka í kviði og grindarholi sem kemur við eða strax á eftir samförum. Innri sársauki við samfarir er sameiginlegt einkenni margra sjúkdóma. Oft valda því eftirköst sýkinga í innri kynfærum og grindarholi svo og legslímuvilla (endometriosis) (1), blóðríki í grindarholi (pelvic congestion) (2) og fleira. Stundum finnst engin líffærafræðileg orsök. Aftursveigt leg er einnig talið geta orsakað sársauka við samfarir (1), en er annars algengt fyrirbæri og yfirleitt meinlaust eða eðlilegt. í þessari grein er fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á árangri aðgerðar sem nefnist upphenging á legi (ventrisuspensio uteri), hjá konum sem höfðu verki og sársauka, sem talið var að rekja mætti til aftursveigðs legs. Höfundi er ekki kunnugt um, að áður hafi verið ritað um árangur slíkra aðgerða hér á landi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á árunum 1983 til 1985 framkvæmdi sami kvensjúkdómalæknir upphengingu á legi hjá 44 konum á Sjúkrahúsi Akraness. Sömu aðferð var beitt við allar aðgerðimar, svokallaðri upphengingu á legi að hætti Ohlshausen (3), og var aðgerðin framkvæmd í gegnum lftinn kviðskurð (Pfannenstiel) (3). Sterkur silkisaumur var festur í sívalaband legs (ligamentum teres uteri) báðum megin um það bil tvo sm frá leghomi og þau saumuð við fell (fascia) beins kviðvöðva og legið þannig bundið fram. Lífhimnan framan á Frá Sjúkrahúsi Akraness. Lykilorö: Dyspareunia, retroflection of the uterus, ventrisuspension of the uterus. leginu var særð á tveimur stöðum á svæði um það bil fimm mm í þvermál. Ef eggjastokkur virtist geta verið valdur að einkennum konunnar með legu sinni í endaþarms- og legkvos (excavatio rectouterina) var honum lyft upp. Opum sem mynduðust við aðgerðina og virtust geta skapað þarmaklemmu var lokað. Samvextir vom losaðir ef ástæða þótti til. Þótt upphenging að hætti Ohlshausen sé upphaflega ekki hugsuð fyrir konur sem eiga eftir að ganga með bam (3), gerir smæð sáranna á leginu og lengd saumanna frá leghominu það að verkum, að sú frábending er ekki fyrir hendi með ofangreindri aðferð. Til þess að athuga árangur aðgerðarinnar var farið yfir sjúkraskýrslur ofangreindra fjörtíu og fjögurra kvenna. Ur voru valdar konur, þar sem aðalmarkmið aðgerðar var að gera upphengingu á legi og reyndust þær 38 talsins. Þeim tilfellum var sleppt, þar sem upphengingin var tiltölulega lítill hluti af mikilli samvaxtaskurðaðgerð. Þar voru yfirleitt fleiri en tvö líffæri samföst og upphenging gerð í lok aðgerðar til að reyna að forðast að leg og hliðarlíffæri yxu föst niður í endaþarms- ög legkvos. Einhverjir samvextir komu samt fyrir í mörgum aðgerðum og voru aðgerðimar flokkaðar niður á eftirfarandi hátt: Fyrsta stig taldist er engir samvextir sáust, annað stig ef fínir samvaxtastrengir voru til staðar sem mátti greiða í sundur með fingri og allt sem var talið meira en annað stig taldist þriðja stig. Þegar búið var að vinna úr sjúkraskrám var ofangreindum hópi kvenna sendur spumingalisti einu til þremur árum eftir aðgerð og var um fjölvalsspumingar að ræða. Þar sem þurfti að lýsa mismunandi stigum verkja til dæmis sársauka við samfarir, voru valkostimir: Enginn, lítill, miðlungs- og mikill verkur. I fyrmefndu dæmi var lítill verkur skilgreindur sem verkur sem litlu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.