Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 18

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 18
336 LÆKNABLAÐIÐ máli skipti, en mikill verkur gerði samfarir ómögulegar. Miðlungsverkur var þar á milli. Sama skilgreining var notuð annars staðar þar sem hún átti við. Spurt var um eftirfarandi: 1. Innri verki við samfarir 2. Tíðaverki 3. Bakverki 4. Aðra verki neðst í kviði 5. Hversu lengi einkennin hefðu varað 6. Tilvísunarform 7. Verki eftir aðgerð 8. Hvort konan væri ánægð eða óánægð með aðgerðina 9. Hvort og hversu mikið einkennin hefðu minnkað 10. Verki af sama tagi sem komu seinna meir 11. Síðari aðgerðir á kviði Tölfræðileg úrvinnsla: Beitt er svokölluðu formerkisprófi (sign test) (4), á svör við spumingum 8 og 9, til að meta hvort niðurstöður þær sem lutu að árangri aðgerðarinnar væru tölfræðilega marktækar. Um áttundu spumingu var sett fram núlltilgátan: »Helmingur kvennanna voru óánægðar með aðgerðina« og um þá níundu var hún: »Helmingur hafði verri, sömu eða aðeins svolítið minni einkenni eftir aðgerð en fyrir aðgerð«. NIÐURSTÖÐUR Með því að senda spumingalistann út tvívegis bárust svör frá 32 konum af 38 sem höfðu fengið hann sendan. Langflestar kvennanna sem svöruðu höfðu farið í aðgerð vegna mikilla verkja við samfarir, eða 27 af 32, fjórar höfðu haft miðlungsverki og ein litla verki (tafla). I aðgerð reyndust samvextir fyrsta stigs vera hjá 13 konum, annars stigs hjá 14 og þriðja stigs hjá fimm. Tafla: Einkenni fyrir aðgerð Kvartanir Engar Litlar Meöal Miklar Alls Sársauki viö samfarir 1 4 27 32 Aörir verkir í kviöi 5 4 13 10 32 Verkir samfara blæöingum... 7 5 10 10 32 Verkir í baki.. 16 4 7 5 32 Af 32 voru 29 ánægðar með aðgerðina (p<0,005). Tuttugu og ein kona taldi einkenni sín hafa horfið við aðgerðina og voru 18 þeirra með mikla verki við samfarir fyrir aðgerð. Atta konur töldu einkennin hafa minnkað mikið, en þrjár töldu verkinn óbreyttan eða verri eftir aðgerð (p<0,005) (sjá tölfræðilega úrvinnslu). Sex konur lýstu samskonar verkjum sem komu aftur, þar af fjórar miklum verkjum. Af þeim voru þrjár á þriðja stigi, tvær á öðru stigi og ein á fyrsta stigi við flokkun samvaxta í aðgerð. Af 32 konum voru 23 undir þrítugu, meðalaldur var 26,6 ár og meðal tímalengd einkenna fyrir aðgerð var 3,1 ár. Þrjár konur fóru í kviðarholsspeglun á rannsóknartímabilinu. Þess má geta að samkvæmt sjúkraskýrslum bilaði upphengingin hjá tveimur konum, í báðum tilfellum eftir bamsburð. Ekki var spurt um þetta í spumingalistanum, né heldur athugaður fjöldi fæðinga eða fyrri aðgerðir. UMRÆÐA Markmið rannsóknarinnar var aðallega að meta árangur aðgerðar gegn aftursveigðu legi ef það var talið valda sársauka við samfarir. Út frá niðurstöðunum má álykta að þessi aðgerð eigi rétt á sér þegar ábendingin er »sársauki við samfarir sem kenndur er aftursveigðu legi«. Ljóst er að langflestar kvennanna töldu sig hafa fengið einhvem bata og 21 þeirra eða um 70% voru algerlega verkjalausar eftir aðgerðina. Tuttugu og níu konur eða 90% voru ánægðar með aðgerðina. Samantektir á svipuðum aðgerðum annars staðar sýna álíka útkomu (5,6) og stinga nokkuð í stúf við almennar athuganir á sársauka við samfarir, þar sem mjög oft er mest lagt upp úr sálrænum þáttum (7,8). Mesta athygli vekur þó hve lítið er gert af því að rannsaka þennan kvilla þótt mörgum aðgerðum sé beitt gegn honum og tiltölulega mikið skrifað um hann. í tölvuleit í október 1989 fundust 15 almennar- eða yfirlitsgreinar um efnið (1,7,9-21). Aðeins fundust fjórar rannsóknir (22-25) þar sem lýst var frumrannsóknum á innri sársauka við samfarir. Aðrar greinar fjölluðu um athyglisverð tilfelli, skeiðkrampa (vaginismus), sársauka við samfarir eftir bamsburð, tíðahvörf og fleira.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.