Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1990, Page 26

Læknablaðið - 15.09.1990, Page 26
344 LÆKNABLAÐIÐ einkaaðilum og ekki skiptir máli hvort það eru læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrar heilbrigðisstéttir, sem hlut eiga að máli. í Noregi hafa verið í gildi frá árinu 1987 sérstakar reglur um skaðabætur til sjúklinga, sem verða fyrir tjóni. Þeim er einungis ætlað að gilda í þrjú ár á meðan beðið er eftir sérstakri löggjöf um skaðabætur til sjúklinga og sjúklingatryggingar. Bótaréttur samkvæmt hinum norsku reglum er mun takmarkaðri en bótaréttur samkvæmt sænsku og finnsku reglunum. Þannig eru til dæmis bótareglumar í Noregi takmarkaðar við tjón sem verða á sjúkrahúsum, sem annast líkamlega sjúkdóma. Þær ná því til dæmis ekki til tjóna sem verða á geðsjúkrahúsum eða einkastofnunum lækna (8). Með lögum nr. 74 frá 31. maí 1989 um breytingu á almannatryggingalögum nr. 67/1971 var lagður grunnurinn að rétti íslenskra sjúklinga til tryggingabóta vegna tjóns við læknismeðferð án tillits til sakar. Þótt löggjöf þessi sé ef til vill um margt ófullkomin er hún vonandi upphafið að því að hér taki gildi fullkomnari reglur eða löggjöf um bótarétt sjúklinga og þá í samræmi við það sem hefur verið að gerast í þessum efnum á Norðurlöndum.jAð lokum vil ég þakka aðstandendum Læknablaðsins fyrir framtak þeirra að halda þennan fund og Læknablaðinu sjálfu óska ég velfamaðar um ókomna tíð. HEIMILDIR 1. Nygaard N. Skade og ansvar. 3. útg. Bergen, 1985: 413. 2. Vilhjálmsson Þ. Ábyrgð lækna. Læknaneminn 1972; 2: 8. (Sérprentun). 3. Bjömsson A. Skaðabótaréttur. Reykjavík, 1986: 54. 4. Andersen K. Skadeforvoldelse og erstatning. 3. útg. Oslo, 1976: 177, 183. 5. Pálsson V. Um refsiábyrgð Iækna. Úlfljótur 1980; 3: 113 og áfram. Sjá ennfremur (1); 418-20. 6. Trolle J. Risiko og skyld i erstatningspraxis. 2. útg. Kaupmannahöfn, 1969: 146-7. 7. Forsikringstidende 1989; 1/2: 46-8, 1989; 5: 38-9. 8. Bull KS. Midlertidig ordning med pasientskade- erstatning. Erfaring etter ett ár. Lov og Rett 1989; 6: 244-5.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.