Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 345-9 345 Vigfús Magnússon 1), Tryggvi Asmundsson 2), Hrafnhildur Kristjánsdóttir 3), Agla Egilsdóttir 4), Eggert Gunnarsson 4) RANNSÓKNIR Á FELLIPRÓFUM, LUNGNAEINKENNUM OG LUNGNASTARFSEMI HJÁ ÐÆNDUM í TVEIMUR LANDBÚNAÐARHÉRUÐUM Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Sjúkdómar tengdir heyi hafa vafalaust hrjáð bændur á Islandi frá því að menn fóru að safna heyforða til vetrarins. Sveinn Pálsson lýsti fyrstur manna einkennum heysóttar á prenti (I) og er það líklega elsta, þekkta prentaða heimild um sjúkdóminn (2,3). Um nokkurt skeið hafa farið fram rannsóknir á vegum Landlæknisembættisins á sjúkdómum tengdum heyi og hefur verið gerð grein fyrir þeim annars staðar. Þar er einnig greint frá stöðu þekkingar á sviði þessara sjúkdóma (4). Tilgangur þessarar rannsóknar var: 1. Áð rannsaka tíðni jákvæðra felliprófa gegn örverum, sem taldar eru valda heysótt hjá bændum. 2. Að kanna tíðni einkenna frá öndunarfærum hjá bændum. 3. Að mæla öndunargetu þeirra með blástursprófum (spirometri). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Valin voru tvö héruð annars vegar Víkurumdæmi (A-Eyjafjallahreppur í Rangárvallasýslu og öll V-Skaftafellssýsla) og hins vegar fimm nyrstu hreppar í Strandasýslu í Hólmavíkurhéraði. Þessi tvö svæði voru valin vegna ólíks veðurfars og heyskapar- og búskaparhátta. Úrkoma í þessum héruðum er ólík og miklu meiri í Víkurumdæmi, þar sem hún er 2-4000 mm á ári, en í Strandasýslu 1-2000 mm. Mun seinna vorar í Strandasýslu og vegna þess hve sumrin eru þar stutt gátu óþurrkar eyðilagt allan heyfeng. Síðastliðna áratugi hafa því Strandamenn Frá 1) Heilsugæslustöö Seltjarnarness, 2) lyflækningadeild Landspítalans, 3) Heilsugæslustöð Kirkjubæjarklausturs, 4) Tilraunastöö Háskólans aö Keldum. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Vigfús Magnússon. í nyrstu hreppum sýslunnar verkað nær allan heyfeng sinn í vothey, en það litla þurrhey, sem gefið er, er annað hvort aðkeypt eða þurrkað við bestu skilyrði. Þrátt fyrir votviðri verka bændur á Suðurlandi mest í þurrhey. Búskaparhættir eru líka ólíkir að því leyti, að á Ströndum er fyrst og fremst stunduð sauðfjárrækt, en í Víkurumdæmi blandaður búskapur með megináherslu á kúabú. Strandamenn eru því væntanlega lítið í heyryki, en Sunnlendingar allmikið, sérstaklega eftir óþurrkasumur. í úrtaki voru allir íbúar sem töldu landbúnað aðalatvinnu í þjóðskrá. Fyrst var öllum þátttakendum sent bréf þar sem könnunin var kynnt og sagt í fáum orðum frá fyrirkomulagi hennar. í Víkurumdæmi fór síðan einn höfunda (HK) heim á bæ til viðkomandi, lagði fyrir spumingalista byggðan á spumingalista British Medical Research Council um einkenni frá öndunarfærum (5) og við hann bætt spumingum um einkenni frá öndunarfærum tengd vinnu í heyi. Einnig var spurt um heyverkunaraðferðir, framkvæmt öndunarpróf á Vitalograph, PEFR á Wright Mini Peak Flow Meter, mældur blóðþrýstingur, hæð og þyngd og loks tekið blóð fyrir fellipróf. Á Ströndum voru vinnubrögð í meginatriðum þau sömu, nema þar unnu fleiri á vettvangi (HK, AE, TÁ, VM) og ekki var farið heim á alla bæi vegna tímaþrengdar, en fólki stefnt á heilsugæslustöð eða í skólahús þar sem því var við komið. Blóðsýni voru skilin að kveldi og sermið fryst. Fellipróf voru gerð á Tilraunastofu Háskólans að Keldum gegn M. faeni, T. vulgaris og A. fumigatus með aðferð Ouchterlonys (6). Antigen voru fengin frá Greer Laboratories, Lenoir, North Carolina, USA. Niðurstöður voru færðar inn á diskling á Reiknistofu Háskólans. Við staðtölulega útreikninga var notuð kí-kvaðrat aðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.