Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1990, Page 28

Læknablaðið - 15.09.1990, Page 28
346 LÆKNABLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir þátttöku í rannsókninni. A svæði A (Víkurumdæmi) náðist í 99,1% úrtaks, en 84% á svæði B (Ströndum). Aðeins tveir einstaklingar sem til náðist neituðu að taka þátt í rannsókninni, sinn á hvoru svæði. Tafla II sýnir aldurs- og kyndreifingu á báðum svæðum. Greinilega var um mjög sambærilega hópa að ræða. Tafla III sýnir heyverkunaraðferðir. Lítið var um votheysverkun á svæði A, en hún var mikil á svæði B. Tafla IV sýnir lungnaeinkenni. Enginn munur var á þessum einkennum, nema bændur í Strandasýslu voru síður mæðnir við gang á jafnsléttu. Tafla V sýnir einkenni eftir vinnu í heyryki og niðurstöður felliprófa gegn M. faeni. Enginn munur var á milli hópanna á tíðni hósta eða mæði eftir vinnu í heyi. Hins vegar höfðu menn á Ströndum mun sjaldnar sögu um hitaköst. Jákvæð fellipróf gegn M. faeni voru mjög algeng á svæði A en mun sjaldgæfari á svæði B og var sá munur marktækur. Aðeins fimm einstaklingar höfðu jákvæð fellipróf gegn A. fumigatus og höfðu þrír þeirra einnig jákvæð fellipróf gegn M. faeni. Enginn reyndist hafa jákvæð fellipróf gegn T. vulgaris. Tafla VI sýnir fylgni milli lungnaeinkenna og jákvæðra felliprófa gegn M. faeni. Aðeins reyndist marktæk fylgni milli jákvæðra felliprófa og mæði við gang á jafnsléttu. Tafla VII sýnir fylgni milli einkenna eftir vinnu í heyryki og jákvæðra felliprófa. Lítils háttar fylgni reyndist milli hósta og jákvæðra felliprófa, en mikil fylgni sótthita eftir vinnu í heyi og jákvæðra felliprófa gegn M. faeni. Tafla VIII sýnir reykingasögu þessara tveggja hópa. Reyndist hún mjög áþekk. Tafla IX sýnir fylgni milli reykinga og jákvæðra felliprófa gegn M. faeni. Þeir sem aldrei höfðu reykt reyndust oftar hafa myndað mótefni gegn M. faeni og reyndist sá munur marktækur. Tafla X sýnir niðurstöður úr öndunarprófum eftir svæðum. Þátttakendur á svæði A voru oftar með óeðlileg öndunarpróf en á svæði B. Table I. Participation in Study Area A Area B Cohort 328 150 Examined 325 (99,1%) 126 (84.0%) Table II. Age and sex distribution Area A Area B Total Male Female Male Female Number 284 41 98 28 451 Mean age (years) 52.0 47.2 49.3 47.5 50.7 S.D. (years) 18.0 17.1 18.0 12.4 17.7 Range (years) 17-87 21-81 16-83 27-77 16-87 Table III. Silage more than half of harvest Area A Area B (n=325) (n=126) N Percentage N Percentage 11 3,4 117 92,9 Table IV. Pulmonary symptoms Area A Area B (n=325) (n=126) N % N % P Cough 3 months per year 40 12.3 18 14,3 N.S. Phlegm 3 months per year 37 11,4 18 14,3 N.S. Dyspnea walking on level ground 44 13,6 7 5.6 <0.05 Wheezing most days 9 2,8 3 2,4 N.S. Table V. Symptoms after haydust exposure and precipitin tests (M.faeni). Area A Area B N % N % P Cough Shortness of 62 19.1 18 14.3 N.S. breath 46 14.2 17 14.5 N.S. Fever Positive 60 18.5 10 7.9 <0.01 precipitins 237 72.9 29 23.0 <0.001

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.