Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 39

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 357-61 357 Guðmundur I. Sverrisson, Helgi Kristbjarnarson KÖNNUN Á SVEFNHÁTTUM ÍSLENSKRA BARNA INNGANGUR Hér á landi og annars staðar hefur lengi verið talið að hæfiiegur svefn væri bömum mikilvægur til vaxtar og þroska. Það er þvf merkilegt hve lítið er vitað um raunverulegar svefnvenjur barna og breytileika þeirra meðal hinna ýmsu þjóða (1). Itarlegustu rannsóknir hingað til á svefnvenjum barna hafa verið gerðar í Svíþjóð (2), en einnig hafa verið gerðar kannanir í Bandaríkjunum (3,4), Sviss (5) og víðar (6). I því skyni að fræðast nánar um svefnvenjur barna hér á landi var gerð könnun á vegum geðdeildar Landspítalans, þar sem forráðamenn 600 barna fengu senda spurningalista um svefnvenjur barna sinna og voru einnig beðnir að halda svefnskrá. Enn fremur voru 350 unglingum 13-20 ára sendir svipaðir listar til útfyllingar. AÐFERÐIR Valið var úrtak 600 bama á aldrinum 1-12 ára með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Könnunin fór fram veturinn 1985 og bárust flest svörin í febrúar þegar skólastarf var með eðlilegum hætti. Spumingalisti og svefnskrá voru send forráðamanni barnsins í pósti. Einnig voru send bréf til 350 unglinga á aldrinum 12-20 ára og voru þeir valdir á sama hátt. Síðan var sent eitt ítrekunarbréf til þeirra sem ekki svöruðu. Á spumingalistanum voru 24 spurningar sem flestum var hægt að svara með því að merkja við einn af valkostunum »aldrei«, »sjaldan«, »stundum« eða »oft«. Spurningamar í listanum fjölluðu um hvort barnið svæfi á daginn, hvort erfitt væri að koma því í rúmið, hvort erfitt væri að vekja það á morgnana, Frá geðdeild Landspitalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Helgi Kristbjarnarson. Tafla I. Taflan sýnir svarhlutfall könnunarinnar. Börn Unglingar Sent út 600 350 Nýtanleg svör 426 245 Svarhlutfall 71,0% 70,0% hvort það vaknaði snemma, hryti, gnísti tönnum, talaði í svefni, ræki upp óp í svefni, pissaði undir eða svitnaði í svefni. Spurt var hvort bamið horfði mikið á myndbönd, hvort mikill hávaði væri í umhverfi, hvort bamið svæfi eitt í herbergi og um líðan bamsins á kvöldin og morgnana. Einnig var spurt um háttatíma bamsins miðað við háttatíma foreldra. Svefnskrá geðdeildar Landspítalans var notuð, þessari svefnskrá hefur áður verið lýst (7), en hún er blað sem hægt er að merkja á svefntíma hverrar nætur í eina viku. Niðurstöðumar eru síðan lesnar beint inn á tölvu. Gagnavinnsla fór fram á þann hátt að niðurstöður úr spumingalistum og svefnskrám voru færðar í eina skrá sem síðan var sundurgreind með staðtöluforritunum SPSS-PC og StatViewII. NIÐURSTÖÐUR Svarhlutfall var eins og t’ram kemur í töflu I. Skipting milli drengja og stúlkna var nokkuð jöfn, 52,2% svaranna var frá drengjum og 47,8% frá stúlkum. Dreifing í aldurshópum var einnig viðunandi. Minnsti árgangshópurinn var 27 en sá stærsti 43 einstaklingar. Ekkert samband var milli svarhlutfalls og aldurs. Svefntími. Við útreikninga á svefntíma var gögnum frá foreldrum barna 12 ára og yngri slegið saman við upplýsingar frá unglingunum sjálfum þótt þar sé nokkur aðferðafræðilegur munur á, en ekki kemur fram nein veruleg

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.