Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1990, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.09.1990, Qupperneq 40
358 LÆKNABLAÐIÐ breyting á svefntíma við 13 ára aldur (mynd 1). Svefntími var eins og vænta mátti mjög háður aldri og reyndist vera nokkum veginn línulegt samband milli svefntíma og aldurs á aldursskeiðinu 1-20 ára, eins og sýnt er á mynd 1. Lína sem dregin er í minnstu femingsfjarlægð frá aldurs- og svefntímahnitum hefur hallatöluna 14 mínútur/ár og eftirfarandi formúla lýsir áætluðum svefntíma miðað við aldur: Svefntími (í mínútum) = 730 - (aldur x 14), R2=0,754. Staðalfrávik frá aðhvarfslínu var 43,5 mínútur. Ekki var marktækur munur á heildarsvefntíma drengja og stúlkna (unpaired t test p=0,653). Svefnmál vom einnig háð aldri (mynd 2), en rismál (mynd 3) virðast nánast óháð aldri, lárétt lína liggur innan óvissumarka aðhvarfslínunnar (95% öryggismörk hallatölu - 0,02 og 1,48). Meðalrismál eru kl 8:45 (staðalfrávik 53,8 mínútur). Svefnmál eru breytileg eftir dögum vikunnar, þannig fara böm seinna að sofa á föstudags- og laugardagskvöldum. Hjá bömum innan 10 ára aldurs er þessi munur þó innan við hálf klukkustund, en eftir það eykst munurinn smám saman með aldri upp í um það bil eina og hálfa klukkustund hjá 15 ára og eldri. Meðal unglinga eru svefnmál nokkum veginn jafn sein föstudags- og laugardagskvöld, en hjá fullorðnum eru þau mun seinni á laugardagskvöldum (8). Rismál fylgja nokkuð náið svefnmálum, og seinkar um helgar um svipaðan tíma og svefnmálum seinkar. Ekki var marktækur munur á drengjum og stúlkum að því er varðar svefnlengd, rismál og svefnmál. Svefnerfiðleikar. Af svörum kemur fram að 7% bama eiga oft erfitt með að sofna og 21,3% stundum. Um 1,3% unglinga eiga oft erfitt með að sofna, en 15% stundum. Mat á þessum þáttum er mjög huglægt og líklega breytilegt eftir aldri og eftir afstöðu foreldra til þess hvað telst vandamál. A mynd 4 sést hversu erfitt foreldrum reynist að koma bömum í rúmið. Greinilegt er að þetta er mest vandamál á aldrinum 5-9 ára. Þungsvefn. Vandamálið að sofa of þungt, þannig að erfitt sé að vekja mann, er algengt Me&alsvefntími eftir aldri Aldur Mynd 1. Meðalsvefntími í einni viku, táknað með punkti fyrir hvem einstakling og aðfallslínu sem dregin er í minnstu femingsfjarlægð frá þeim. Meöalsvefnmál eftir aldri Mynd 2. Meðalsvefnmál í einni viku, táknað með punkti fyrir hvem einstakling og aðfallslínu sem dregin er í minnstu femingsfjarlægð frá þeim. meðal unglinga og 13,9% þeirra telja að þetta sé oft vandamál hjá sér, og er þetta álíka algengt í öllum aldurshópum unglinga, 13,3% segjast oft vera syfjaðir á daginn. I spumingalistunum kom fram að 16% bama svæfu stundum eða oft svo þungt að erfitt væri að vekja þau. Vœta rúm. Tíðni þess að væta rúm (enuresis) lækkar ört með aldri (mynd 5). Það er hins vegar athyglisvert að nokkur hópur (5-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.