Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 47

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 365 Mynd 2. Jón Steffensen prófessor viö Zeiss smásjá sem var upphaflega í eigu Bjarna Sæmundssonar náttúrufræöings. (Safnnr.: NS-311) Fyrir milligöngu Árna Friörikssonar fiskifræöings og Steffensens keypti Háskóli íslands gripinn af erfingjum Bjarna. Smásjáin var notuð á rannsóknastofu Steffensens í áraraöir. Myndin er tekin í húsnæöi Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi sem um tíma var notað undir muni Nesstofusafns. lengur fékk ég fýsíólógíu eftir Winton & Bayliss frá Englandi. Eins fór með anatómíu. Guðmundur kenndi hér Broesike og ég kenndi þá bók fyrst, en þegar Þýskaland lokaðist tók ég Grays anatómíu á ensku. í tópógrafíu var notuð þýsk bók eftir Coming. Hún var þýdd á ensku líka en við notuðum þýsku útgáfuna. Bækumar entust dálítið því þær gengu kaupum og sölum. Stúdentum var bent á ákveðnar bækur í kennslu, en þeir voru náttúrulega sjálfráðir hvaða bækur þeir notuðu, svo framarlega að þær væru frambærilegar. Flestar kennslubækur eru þannig að þær fjalla um flest þau atriði sem kennarinn fer í. Það var líka talsvert breytilegt á mínum námsárum, hvaða kennslubók stúdentar notuðu, til dæmis í medisín. Að vísu fór kennarinn aðallega eftir einhverri ákveðinni bók, en maður var ekki bundinn við það sjálfur, gat lesið hvaða bók sem var. - Geturðu sagt okkur tildrögin að því að þú gerðist prófessor í anatómíu ? Það var óvænt. Eg var mikið til búinn að fá það sem þurfti í sérfræðingsviðurkenningu í medisín og sestur að á Akureyri. Ég praktíseraði þar í tæpt ár. Þá sagði Lárus Einarsson upp. Hann var búinn að undirbúa sig undir anatómíu í Þýskalandi og átti að taka við af Guðmundi Hannessyni þegar hann hætti. Lárus kom heim þegar Guðmundur var ennþá í embætti og það var ekki þægilegt, því prófessorslaun voru ekki mikil og aðstaða faktískt engin, hvað þá að laun fengjust fyrir aðstoðarkennara. Það var engin laboratorí aðstaða og Lárus var aðallega að rannsaka taugakerfið og litunaraðferðir í sambandi við taugafrumur. Til að liðka til fékk hann stöðu sem aðstoðarlæknir á Kleppi og dálitla laboratorí aðstöðu. Þetta var ekki æskileg aðstaða fyrir mann sem var búinn að fullnuma

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.