Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 50

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 50
368 LÆKNABLAÐIÐ rannsóknastofa Stefáns Jónssonar, sem var fyrsti paþólóginn hér. Hann sagði upp og fór til Danmerkur og seinna kom Dungal í húsið, en hann var nú fluttur á Barónsstíginn. Eg sagði þeim að ég gæti ekki lifað á mínum kennaralaunum og ég hefði alltaf hugsað mér að hafa klíníska rannsóknastofu sem tekjulind, því það var klárt mál að enginn lifði á þeim launum, sem prófessor voru ætluð, enda sagði Guðmundur Thoroddsen, en hann var dekan þegar ég var beðinn um að fara út, að þessi laun væru ekki til að lifa af. Rannsóknastofan var líka notuð fyrir verklega kennslu, sem var aðallega í bíókemíu, þ.e. þessar algengu klínísku rannsóknir lækna, bæði þvag- og blóðrannsóknir. Það var uppistaðan í kúrsunum sem ég hafði. I rauninni var það labóratoríið sem stóð undir þessari kennslu því háskólinn lagði eiginlega ekki annað til en húsnæðið, ljós og hita. Ég hafði aðstoðarfólk, sem annaðist hluta af rannsóknunum. Ég fékk svo peninga á fjárlögum til þess að kaupa rannsóknatæki. Ég man ekki hvort það voru eitthvað um 2000 krónur. Þetta var á kreppuárunum alræmdu og það var mikill vandi að fá að flytja nokkuð inn. Það þurfti alls kyns leyfi fyrir innflutningnum. - Þurfti fyrst að fá peninga frá ríkinu og síðan að sækja um leyfi til innflutnings ? Já, innflutningsleyfi fékkst og ég fékk tækin, og sótti um að yfirfæra peningana í gjaldeyri og þar stóð hnífurinn í kúnni, því þrátt fyrir að ríkið væri búið að veita innflutningsleyfið, ætlaði ekki að ganga vel að fá að borga. Þetta endaði með því að ég keypti tækin í gegnum Bie & Bemdsen en Bie var eitthvað skyldur Fontenay, sem þá var sendiherra Dana hér. Bie spurði hvort hann mætti ekki skrifa sendiherra og biðja hann að liðka fyrir þessu og fá peningana yfirfærða. Hann gerði það og þá gaf Kaaber sig í gjaldeyrisnefndinni og peningamir voru yfirfærðir til að borga tækin. Þetta var talsvert umstang. Með þessum tækjum byrjaði ég á klínískum rannsóknum. Ég gerði samning við sjúkrasamlagið um að taka að mér rannsóknir fyrir það og að læknar gætu vísað til mín algengustu klínískum rannsóknum. í sambandi við það setti ég upp verklega kennslu fyrir þá sem vom í bíókemíu og fýsíólógíu og þó aðallega bíókemíu. Þetta voru títeranalýsur og klínískar analýsur sem læknir eða héraðslæknir að minnsta kosti, átti að geta gert. Þetta miðaði að því, að menn gætu bjargað sér í þessum klínísku rannsóknum og fengið verklegan skilning á því sem lá að baki hverri rannsókn. - Og tækin sem þú keyptir ? Það voru bara þessi algengustu. Dýrasta tækið var Van Slyke loftpumpa sem var þá alveg nýkomin á markaðinn í Danmörku. Þetta var með fyrstu tækjunum sem gerð voru. Sá sem lét Stmer heildsölufyrirtæki útbúa tækið hét Kirk og hafði verið hjá Van Slyke í Ameríku. Á því gerði ég til dæmis allar úrea analýsur og súrefnisbindingsanalýsur í sambandi við standardíseringu á hæmoglóbínmælingum. Hitt aðaltækið var Pulfrich fótómeter frá Zeiss. Ég held að Bjami Konráðsson læknir sé ennþá með það tæki. Hann setti upp sína eigin stofu þegar ég hætti og keypti Pulfrich tækið. Við notuðum það mikið, allar kólorímetrísku analýsumar voru gerðar á því tæki. Þetta er ágætur fótómeter. Mynd 4. Handsnúin skilvinda frá Laugarnesspítala, sveifin sem snúið var með hefur glatast. (Safnnr.: NS-412).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.