Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1990, Side 54

Læknablaðið - 15.09.1990, Side 54
372 LÆKNABLAÐIÐ - Er eitthvað sem þér er sérstaklega minnisstætt úr kennslunni sjálfri, sem þú vildir segja okkur frá ? Það lögðust alveg niður dissectionir í seinna stríðinu. Það voru þó einstaka tilvik. Eg man að minnsta kosti eftir einum manni, sem var búinn að ánafna Háskólanum jarðneskum leifum sínum, en svo dó hann bara að sumri til og við höfðum ekki líkgeymslu og gátum því ekki nýtt þetta. Seinna voru teknar upp Skotlands- og Englandsferðir. Bretar hafa getað fengið nóg af líkum. Þar eru margir sem ánafna háskólum sitt cadaver eftir sinn dag og þeir hafa aldrei verið upp á innflutning á líkum komnir eins og mikið var um á Norðurlöndum. - Voru flutt inn lík á Norðurlöndum ? Já, frá Indónesíu og Indlandi. Bein og beinagrindur sem eru í verslunum eru aðallega frá þessum löndum. - Er þetta ekki allt orðið úr plasti núna ? Jú, en þeir eru líka með bein og þau hafa sjálfsagt ekki öll verið vel fengin. - Þú hefur svo þurft sjálfur að velja þér eftirmann þegar að því kom á sama hátt og j»ert var með þig. Eg baðst lausnar því ég var þá orðinn dálítið illa haldinn af astma, en féllst á að kenna áfram meðan Hannes Blöndal var að ljúka sémámi og meðan kennt var eftir báðum reglugerðunum. - Voru ekki aðrir sem höfðu áhuga á að leggja þetta fyrir sig en Hannes Blöndal ? Það veit ég ekki, en alla vega, Hannes var áhugasamur, það var eiginlega fyrir hans tilstilli að krufningarkúrsamir byrjuðu í Skotlandi. Hann sýndi faginu mikinn áhuga og satt að segja held ég að þessi prófessorsstaða hafi ekki verið mjög eftirsóknarverð eins og að henni hefur verið búið. - Hvernig var með þínar vísindarannsóknir? Þú lentir í því að fara að skoða bein í beinauppgreftri. Já, það var nú stuttu eftir að ég kom að háskólanum, nánar tiltekið 1939, sem ég tók þátt í samnorrænu arkeólógísku verkefni. Það voru menn hér frá öllum Norðurlöndunum og fékk hver sinn skika eða hver sinn bæ. Grafnar voru upp bæjarrústir í Borgarfirði og í Þjórsárdal. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður stóð fyrir þessu og annaðist sjálfur uppgröftinn á Skeljastöðum en þar reyndist vera gamall kirkjugarður. Hann fékk mig til þess að rannsaka bein og beinagrindur og þar með dróst ég inn í þetta. Hjá honum höfðu safnast saman bein við haugfundi og voru geymd á safninu, en höfðu aldrei verið rannsökuð neitt. Ég vildi fá eitthvert samanburðarmateríal, og tók öll beinin á safninu til að bera saman við Skeljastaðabeinin. Ekki þar fyrir að aðalrannsóknir Guðmundar Hannessonar voru mannamælingar fyrir utan hygíenurannsóknimar hans. Þetta féll Mynd 7. Skál notuð til framleiðslu á smyrslum, saman. Skálin var í varöveislu Michael Lars Lund trúlega komin frá Nesapóteki fyrir 1835. Lyf og apótekara sem safngripur, en erfingjar hans færöu fylliefni voru sett í skálina, hún síðan hituð í ofni þar Nesstofusafni gripinn. (Safnnr.: NS-512) til efnin bráðnuðu og unnt var að blanda þeim vel

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.