Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1991, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.01.1991, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 3-11 3 Jón J. Jónsson (1, 2, 6), Guðmundur M. Jóhannesson (3), Nikulás Sigfússon (4), Bjarki Magnússon (5), Bjarni Þjóðleifsson (6), Sigmundur Magnússon (3) JÁRNBÚSKAPUR FULLORÐINNA ÍSLENDINGA: TÍÐNI JÁRNSKORTS OG JÁRNOFHLEIÐSLU INNGANGUR Arfgeng jámofhleðsla var áður álitin sjaldgæfur sjúkdómur sem fannst í 0,005% sjúklinga sem lagðir voru á sjúkrahús, og í 0,015% dauðsfalla á spítölum (1). í nýlegum, ítarlegum rannsóknum hefur tíðnin reynst mun hærri. Fjölskyldurannsóknir í Utah, Bandarikjunum (2) og Brittany í Frakklandi (3) áætluðu tíðni erfðavísa fyrir sjúkdóminn nálægt 0,05, þ.e. 0.25% einstaklinga væri arfhreinn hvað varðar erfðavísi sjúkdómsins. Þessar niðurstöður eru svipaðar og fundist hafa við krufningu í Skotlandi (4). Olsson og félagar könnuðu tíðni arfbundinnar jámofhleðslu meðal 623 sænskra karla á aldrinum 30-39 ára og fundu að 0,5% þeirra höfðu sjúkdóminn (Q=0,069) (5). Jámmælingar hjá 11.065 blóðgjöfum í Utah (6) sýndu svipaða tíðni arfbundinnar jámofhleðslu og rannsóknir meðal þjóða af vestur-evrópskum uppruna (7-9). Um 15 sjúklingar með arfbundna jámofhleðslu höfðu verið greindir á íslandi (10), þegar þessi rannsókn hófst. Ef gert er ráð fyrir svipaðri tíðni sjúkdómsins hér og nefndar nýjustu erlendar rannsóknir gefa til kynna ættu að vera þó nokkrir einstaklingar með ógreindan sjúkdóm meðal fullorðinna Islendinga. Tíðni blóðleysis má líta á sem einn af mælikvörðum almenns heilbrigðisástands þjóðar (11). Tíðni jámskortsblóðleysis gefur til kynna næringarástand (12) og er einnig Frá (1) Department of Laboratory Medicine and Pathology, University of Minnesota, (2) rannsóknastofu í blóömeina- og meinefnafræði, Landspítala, (3) rannsóknastofu í blóðmeinafræöi, Landspítala, (4) Hjartavernd, (5) Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi, Barónsstig, (6) lyflækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Bjarni Þjóöleifsson. til marks um gæði fmmheilbrigðisþjónustu þar sem þetta ástand er auðgreinanlegt og læknanlegt (13). Nokkrar rannsóknir um jámbúskap íslendinga hafa verið birtar. Júlíus Sigurjónsson áætlaði jáminnihald fæðu og mældi B-hemóglóbín í 15 bömum og 76 fullorðnum í þéttbýli og sveitum á ámnum 1930-40 og taldi blóðleysi vegna jámskorts ekki algengt (14). Theódór Skúlason og Guðmundur Georgsson rannsökuðu tíðni og orsakir blóðleysis fyrir 30 ámm (4013 sjúklingum sem komu á lyflækningadeild Landspítalans (15). I þessum valda hópi vom 8,8% karla og 14,3% kvenna með jámskortsblóðleysi (B-hemóglóbín < 128 g/1 og meðalmagn B-blóðrauða í blóðkomum < 27 pg). Laufey Steingrímsdóttir rannsakaði nýlega 198 böm á aldrinum 10-11 ára í Reykjavík (16) og fann blóðskort hjá 10% bamanna (B-hemóglóbín < 120 g/1). Ekkert þeirra hafði samt ótvíræð merki um jámskort. Hjá Hjartavemd hefur B-hemóglóbín verið mælt hjá 2955 körlum og 2333 konum á aldrinum 34-61 árs, á tímabilinu 1967 til 1969 (17). Tíðni blóðleysis (B-hemóglóbín < 130 g/1 í körlum og < 120 g/1) var 2,5% hjá körlum og 9,9% hjá konum. Mælingar á jámi voru ekki gerðar í þessari rannsókn. Á íslandi eru engar reglugerðir í gildi um jámbætingu matvæla. Megnið af hveiti og kommat er innflutt frá Bandaríkjunum og inniheldur sömu jámbætingu og tíðkast þar. Ekki er vitað um kannanir á jáminnihaldi matvæla á íslandi í dag. Þessi rannsókn var framkvæmd til að kanna tíðni jámskorts og jámofhleðslu meðal fullorðinna íslendinga í þéttbýli og sveitum. í löndum þar sem arfbundin jámofhleðsla er eins algeng og nýlegar rannsóknir gefa til kynna (2-9) er nauðsynlegt að kanna hvaða afleiðingar jámbæting á fæðu hefði fyrir jámbúskap íslendinga í dag.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.