Læknablaðið - 15.01.1991, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 13-8
13
Helga Erlendsdóttirl), Einar Thoroddsen2), Siguröur Stefánsson2), Magnús
Gottfreössonl), Haraldur Briem1,3), Siguröur Guömundssonl ,3)
MIÐEYRNABÓLGA - ORSAKIR OG
FORSPÁRGILDI NEFKOKSRÆKTUNAR
ÚTDRÁTTUR
Miðeymabólga (otitis media) er einn
algengasti kvilli sem böm hrjáir, og benda
erlendar og nýleg hérlend rannsókn til að
við þriggja ára aldur hafi um 65-70% bama
fengið bráða miðeymabólgu a.m.k. einu
sinni. Engar kannanir hafa hins vegar farið
fram á orsökum sjúkdómsins hér á landi og
var því athugun þessi gerð. Jafnframt var
leitast við að meta forspárgildi ræktunar frá
nefkokssýni um sýkingarvalda í miðeyra. Til
rannsóknarinnar völdust 159 böm á aldrinum
sex mánaða til tólf ára (meðalaldur tvö ár)
sem leituðu til háls-, nef- og eymadeildar
Borgarspítala á tímabilinu nóvember 1988 til
janúar 1990 vegna bráðrar miðeymabólgu. Var
rannsókn þessi hluti af samanburðarrannsókn
á amoxicillíni og lóracarbef og var gerð í
samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly &
Co. Greining var staðfest með klínískri
skoðun og var sýni tekið til ræktunar með
ástungu á hljóðhimnu (tymphanocentesis)
í öllum tilvikum (á báðum eyrum í 35
tilvikum). Jafnframt var tekið sýni úr nefkoki
148 barna. »Jákvætt« strok frá nefkoki var
skilgreint sem sýni er úr óx sami sýkill og
frá ástungu á hljóðhimnu. Reiknað var næmi
(sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og
neikvætt forspárgildi fyrir þessi tengsl. Eru hér
eingöngu kynntar niðurstöður bakteríuræktana.
Frá 75 af 159 miðeymasýnum (47%) uxu 84
sjúkdómsvaldar og skiptust eftir tegundum
sem hér segir: S. pneumoniae (41%), H.
influenzae (38%), B. catarrhalis (7%), S.
aureus (4%), S. pyogenes (1%), peptococcus
(1%), Gram-neikvæðir stafir/aðrir (7%).
Af H. influenzae stofnum framleiddu 9 (28%)
/3-lactamasa en hinsvegar allir B. catarrhalis
stofnanna. Tilvist sýkils í nefkoki sagði lítt
Frá 1) sýklarannsóknadeild, 2) háls-, nef- og eyrnadeild,
3) lyflækningadeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Siguröur Guömundsson.
fyrir um tilvist sama sýkils í eyra, og var
jákvætt forspárgildi þegar litið var til allra
sýkla einungis 45%. Fyrir S. pneumoniae
reyndist jákvætt forspárgildi vera 29%, fyrir
H. influenzae 36% og fyrir B. catarrhalis 8%.
Algengustu orsakir bráðrar miðeymabólgu
í þessari rannsókn voru S. pneumoniae
og /7. influenzae og er það í samræmi
við aðrar kannanir. Jákvætt forspárgildi
nefkoksræktana er lítið og gagnslaust við
orsakagreiningu sjúkdómsins. Kjörmeðferð
bráðrar miðeymabólgu hefur að dómi flestra
verið penicillín eða ampicillín og skyld lyf.
í þessari rannsókn reyndust hins vegar 27%
greindra stofna vera ónæmir fyrir þessum
lyfjum og bar þar mest á H. influenzae og B.
catarrhalis er framleiddu /3-lactamasa. Virðist
því ef til vill ástæða til að huga að öðrum
lyfjum við upphafsmeðferð miðeyrnabólgu,
t.d. trímetóprím-súlfametoxazól (Primazol®,
Bactrim®, Sulfotrim®) eða amoxicillín-
clavúlanat (Augmentin®), a.m.k. til handa
mjög veikum bömum.
INNGANGUR
Miðeymabólga (otitis media) er einn
algengasti kvilli sem böm hrjáir. Benda
erlendar (1,2) og nýleg hérlend rannsókn
(3) til að við 12 mánaða aldur hafi um 50%
bama og við tveggja og þriggja ára aldur um
65-70% bama fengið bráða miðeymabólgu
a.m.k. einu sinni. Engar kannanir hafa farið
fram á orsökum sjúkdómsins hér á landi,
en bæði austan hafs og vestan hafa þeim
verið gerð góð skil í mörgum rannsóknum
á undanförnum áratugum (4). Bera þar hæst
Streptococcus pneumoniae og Hemophilus
influenzae, en á eftir fylgir Streptococcus
pyogenes auk Branhamella catarrhalis á
sumum svæðum. Því kann að virðast að verið
sé að bera í bakkafullan lækinn þegar gerð
er sérstök athugun á orsökum miðeymabólgu
hér á landi. Hins vegar framleiða um 8-12%