Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1991, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.01.1991, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 15 þar sem næmi (sensitivity) er skilgreint sem a/(a + c), sértæki (specificity) d/(b + d), jákvætt forspárgildi a/(a + b) og neikvætt forspárgildi d/(c + d). Ennfremur voru til samanburðar tekin nefkokssýni eingöngu til ræktunar frá 45 bömum (21 stúlka og 24 drengir) á aldrinum níu mánaða til sex ára (meðalaldur 2.5 ár) sem komu til aðgerða á háls-, nef- og eymadeild Borgarspítala í mars og apríl 1989 (einkum ísetningar »röra« í hljóðhimnur og/eða nefeitlatöku). Ekkert bamanna hafði bráða miðeymabólgu við sýnistöku. Foreldrum var gerð grein fyrir tilgangi og eðli rannsóknarinnar og veittu þeir samþykki sitt til þátttöku bams síns. Rannsóknin var samþykkt af starfs- og siðanefnd Borgarspítala. í þessari greinargerð er fjallað um niðurstöður bakteríuræktana eingöngu, en samanburður á árangri lyfjanna tveggja verður kynntur annars staðar. Staðtölulegt mat var lagt á niðurstöður með kí-kvaðrat (chi-square) prófi með leiðréttingu Yates (StatView 512+, BrainPower Inc., Calabasas, Califomia). Marktækt frávik var miðað við p<0.05. NIÐURSTÖÐUR Frá miðeymasýnum 75 barna af 159 (47%) uxu 84 sjúkdómsvaldar og skiptust þeir eftir tegundurn skv. mynd 1. Frá sýnum 84 bama ræktuðust annað hvort engir sýklar eða eðlileg húðflóra. Algengustu sýkingavaldar voru S. pneumoniae og H. influenzae og ollu þeir tæplega 80% sýkinga þar sem sýkill greindist 9 (9%) Sýklar I miöeyra / 34 (41%) Mynd. Sýklar sem greindust í miðeyrnasýnum 75 barna af 159 og skipting þeirra eftir tegundum (fjöldi og prósentur, N=84). ■ S. pneumoniae □ H. influenzae □ B. catarrhalis 0 S. aureus □ S. pyogenes ■ Peptococcus É1 E. coli □ A. calcoaceticus ■ P. aeruginosa □ C. alhicans á annað borð. Frá átta sýnum ræktuðust fleiri en einn sýkill og var oftast um S. pneumoniae með B. catarrhalis eða H. influenzae að ræða eða í fimm tilvikum. Stungið var á báðum hljóðhimnum 35 bama og ræktuðust engir sýklar frá 11 þeirra; í 16 tilvikum fannst sýkill í öðru miðeyra en enginn í hinu; sami sýkill greindist í báðum miðeyrum í sjö tilfellum (H. influenzae fimm, S. pneumoniae tvö) en mismunandi sýklar í hvoru miðeyra fundust eingöngu hjá einu bami. Hljóðhimnur 31 bams (19%) voru brostnar, og hjá tveimur bömum höfðu báðar brostið. Frá einungis 10 þessara 33 eyma (30%) greindust sjúkdómsvaldandi sýklar, en hjá hinum ræktaðist annað hvort ekkert eða eðlileg húðflóra (Corynebacteriae, S. epidermidis). Af H. influenzae stofnum frá miðeyra framleiddu níu (28%) /3-lactamasa en hinsvegar allir B. catarrhalis stofnanna (alls sex). Niðurstöður ræktana úr nefkoki bamanna 148 með bráða miðeymabólgu eru dregnar saman í töflu I og bomar saman við nefkoksræktanir bamanna 45 sem ekki höfðu sjúkdóminn. Sýkt böm voru mun líklegri að bera sýkil í nefkoki (91%) en þau sem ósýkt voru (64%, p<0.001). Algengastir sýkla í nefkoki voru S. pneumoniae, B. catarrhalis og H. influenzae, og voru sýkt böm marktækt líklegri að hafa S. pneumoniae og H. influenzae í nefkoki sínu en ósýkt (p<0.001 og <0.05). Ennfremur var líklegra að frá sýktu bömunum ræktaðist fleiri en einn sýkill úr nefkoki (108 börn, 73%) en þeim ósýktu (18 böm, 40%, p<0.001). Af Tafla I. Sýklar frá nefkokssýnum 148 barna meö bráða miöeyrnabólgu (hópur I) og 45 barna í samanburðarhópi án miðeyrnabólgu (hópur II, sjá texta). Hópur I (N=148) Hópur II (N=45) Sýkill n % n % P S. pneumoniae .85 (57) 13 (29) <0.001 H. inttuenzae .78 (53) 16 (36) <0.05 B. catarrhalis .80 (54) 20 (44) e.m.* S. aureus ..8 (5) 1 «1) e.m. S. pyogenes ..3 (2) 0 (0) - N. meningitidis ..1 (1) 0 (0) - Moraxella sp ..2 (1) 0 (0) - P. fluorescens . .0 (0) 1 «1) - Enginn vöxtur/eðlileg flóra .14 (9) 16 (36) <0.001 * ekki marktækt

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.