Læknablaðið - 15.01.1991, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ
21
1
Mynd 2. Gasgreiningarferill fyrir kannabissýni. Toppur
nr. 1 er kannabídíól, nr. 2 tetrahýdrókannabínól, nr. 3
kannabínól og nr. 4 viðmiðunarefnið metýltestósterón.
Hœð toppanna er hlutfallsleg við magn kannabínóíða í
sýninu.
y=-0.00024998+0.0041024x
Mynd 3. Myndin sýnir línulegt samband milli þéttni
tetrahýdrókannabínóls í mœlilausnum og hlutfallslegrar
topphæðar þess við metýltestósterón. Jafna ferilsins er
sýrtd efst á myndinni. Hlutfallsleg topphæð (R) er reiknuð
þannig: R = topphæð tetrahýdrókannabínólsltopphœð
metýltestósteróns.
50 -|
40 -
Ár
Mynd 4. Myndin sýnir árlegan fjölda jákvœðra
kannabissýna, sem rannsökuð voru í Rannsóknastofu t
lyfjafræði á tímabilinu 1969-1988.
að ákvarða magn tetrahýdrókannabínóls í
sýninu var mæld topphæð þess (toppur nr.
2) og topphæð metýltestósteróns (toppur
nr. 4) á pappír ritans. Því næst var reiknuð
hlutfallsleg hæð þess miðuð við topphæð
metýltestósteróns. Að lokum var reiknuð
aðhvarfslína fyrir sambandið milli þéttni
tetrahýdrókannabínóls og hlutfallslegrar
topphæðar tetrahýdrókannabínóls í
samanburðarsýnunum eins og sýnt er á
mynd 3. Jafna ferilsins var svo notuð til þess
að reikna út magn tetrahýdrókannabínóls í
sýnunum. Greiningarmörk aðferðarinnar voru
um 1-2 mg af tetrahýdrókannabínóli í grammi
sýnis.
NIÐURSTÖÐUR
Af þeim 404 sýnum, sem bárust til rannsóknar
á tímabilinu, reyndust 368 vera jákvæð,
þ.e. innihalda kannabínóíða og þar á meðal
tetrahýdrókannabínól. Voru 263 þeirra
flokkuð sem hass, 67 sem marihúana
og 18 sem hassolía. Önnur jákvæð sýni
(reykjarpípur, fræ o.fl.) voru 20. Dreifing
jákvæðra sýna eftir árum er sýnd á mynd
4. Flest urðu þau 42 árið 1973, en fæst
2 árin 1969 og 1970. Niðurstöðutölur
ákvarðana á tetrahýdrókannabínóli (THC)
í hassi, maríhúana og hassolíu, sem gerðar
voru á árunum 1977-1988 eru sýndar í
töflu. Eins og við var að búast var magn
tetrahýdrókannabínóls að meðaltali mest
í hassolíu, því næst í hassi og minnst í
maríhúana. Hlutfallslega mestur breytileiki