Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1991, Side 39

Læknablaðið - 15.01.1991, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 31-47 31 Páll Sigurðsson HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 20 ÁRA 1970-1990 1. STOFNUN OG VERKEFNI Það liðu 25 ár frá stofnun íslenska lýðveldisins þar til Stjómarráð íslands fékk sérstök lög um starfsemi sína, þ.e. um starfsemi æðstu stjómar ríkisins. Fram til þess tíma starfaði Stjómarráðið samkvæmt lögum um æðstu umboðsstjóm íslands frá 1903 og lögum um breytingar á þeim lögum frá 1917 og 1938 svo og konungsúrskurðum um skiptingu mála milli deilda Stjómarráðsins frá 1917 og 1922. Lög um Stjómarráð íslands nr. 73/1969 vom því verulegt nýmæli, og með þeim var starfsemi Stjómarráðsins sett í fastari og að sumu leyti þrengri skorður en áður. Ekki er ljóst hve langan tíma frumvarpsgerðin tók en Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, mun hafa ráðið mestu um efni frumvarpsins og haft Jónatan Hallvarðsson, hæstaréttardómara með í ráðum við frumvarpssmíðina. Með lögunum sem öðluðust gildi 1. janúar 1970 urðu verulegar breytingar á ýmsum þáttum í stjómsýslu ráðuneyta og má nefna þessar: 1. Ráðuneytum var fjölgað í þrettán. Þar að auki voru Ríkisendurskoðun og Fjárlaga- og hagsýslustofnun gerð að ráðuneytisígildum. 2. Ráðuneyti varð að vera óskipt undir stjóm eins ráðherra. 3. Ráðherra fékk heimild til að ráða sér aðstoðarmann í ráðuneytið, persónulegan, pólitískan deildarstjóra, sem hætti starfi um leið og ráðherrann. 4. Heimild var veitt til að skipa einn af deildarstjórum ráðuneytisins skrifstofustjóra og staðgengil ráðuneytisstjóra. 5. Ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar og deildarstjórar skyldu forsetaskipaðir og æviráðnir. Með lögunum fjölgaði ráðuneytunum. Eitt hinna nýju ráðuneyta var heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Fram til 1970 höfðu heilbrigðismál og tryggingamál verið vistuð hjá ýmsum ráðuneytum. Enginn ráðherra virðist hafa borið embættisheitið heilbrigðisráðherra eða tryggingamálaráðherra fyrir árið 1970. Lengst af vom heilbrigðismál vistuð hjá þeim ráðherra sem fór með dóms- og kirkjumál en tryggingamál hjá þeim ráðherra sem fór með félagsmál, að minnsta kosti eftir að það ráðherraheiti var upp tekið. Alls fóru 33 ráðherrar með þessa málaflokka á tímabilinu 1904 til 1969. Sama dag og lög um Stjómarráð tóku gildi 1. janúar 1970 tók gildi auglýsing um staðfestingu forseta Islands á reglugerð um Stjómarráð Islands. I 7. gr. auglýsingarinnar segir: »Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fer með mál, er varða: 1. Almenn heilbrigðismál, heilsugæslu og heilsuvemd. 2. Læknaskipan. 3. Embætti landlæknis og Læknaráð Islands. 4. Sjúkrahús og heilsuhæli. 5. Hjúkmnar- og elliheimili. 6. Lyf og lyfsala. 7. Eiturefni og hættuleg efni. 8. Afengisvamir og bindindisstarfsemi. 9. Hvers konar tryggingar og vátryggingarstarfsemi. 10. Tryggingastofnun ríkisins.« Enda þótt þetta sé stutt upptalning án skýringa er ljóst, að frá byrjun vom felld undir ráðuneytið öll heilbrigðismál og tryggingamál, hverju nafni sem þau nefnast. Svo sem fyrr sagði tóku lögin gildi 1. janúar 1970. í samræmi við það var 31. desember 1969 birt auglýsing um skiptingu starfa ráðherra í hinu nýja ráðuneyti Bjama Benediktssonar, forsætisráðherra, sem tók við völdum 1. janúar 1970. I þessu ráðuneyti var Eggert G. Þorsteinssyni falið að fara

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.