Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1991, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.01.1991, Qupperneq 40
32 LÆKNABLAÐIÐ með heilbrigðis- og tryggingamál ásamt sjávarútvegsmálum. Ekkert starfslið fluttist frá þeim ráðuneytum sem áður höfðu annast málaflokkana, þ.e. dóms- og kirkjumálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, en Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti, var settur til að gegna ráðuneytisstjórastarfi hins nýja ráðuneytis ásamt starfi sínu í félagsmálaráðuneyti og gegndi hann því til 31. ágúst 1970. Fyrstu starfsmenn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins voru Páll Sigurðsson, læknir, er skipaður var ráðuneytisstjóri frá 1. september 1970, Jón Ingimarsson, lögfræðingur, er skipaður var skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra og Ragnhildur E. Þórðardóttir, fulltrúi og síðar deildarstjóri. Síðar um haustið var Fjóla Haraldsdóttir ráðin ritari og síðar deildarstjóri. Ráðuneytið hafði í byrjun ekkert húsnæði en haustið 1970 flutti það í leiguhúsnæði að Laugavegi 172 (Hekluhús) ásamt sjávarútvegsráðuneyti sem Eggert G. Þorsteinsson veitti einnig forstöðu, svo sem fyrr sagði. 2. RÁÐHERRAR 1970 - 1990 OG STARFSLIÐ Fyrsti ráðherra heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins var Eggert G. Þorsteinsson. Á árinu 1971 var Sveinn Jónsson skipaður fulltrúi til að annast tryggingamál og Ingibjörg R. Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skipuð fulltrúi og síðar deildarstjóri og nú skrifstofustjóri til að sjá um hjúkrunar- og heilsugæslumál. Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur og síðar sjávarútvegsráðherra, var lausráðinn starfsmaður ráðuneytisins við áætlanagerð á árunum 1970 til 1972. Ný ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar tók við völdum 14. júlí 1971. Magnús Kjartansson varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í því ráðuneyti og fór einnig með iðnaðarmál. Magnús lagði fljótt mikla áherslu á að ráðuneytið flytti úr leiguhúsnæðinu í Hekluhúsinu í Amarhvol, þar sem hann hafði skrifstofu, og var það gert á árinu 1972. Fyrsti aðstoðarmaður ráðherra í ráðuneytinu var ráðinn 1971. Var það Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, og starfaði hún alla ráðherratíð Magnúsar. Á þessum ámm fékkst heimild til að ráða þrjá nýja starfsmenn. Þá vom ráðin Þómnn Klemensdóttir, hagfræðingur, fulltrúi, Almar Grímsson, lyfjafræðingur, fulltrúi og síðar deildarstjóri og nú skrifstofustjóm, og Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur, fulltrúi og síðar deildarstjóri og nú skrifstofustjóri. Við þessa fjölgun starfsmanna reyndist upphaflegt húsnæði í Amarhvoli of lítið, og var ráðuneytið um tíma starfandi á þremur stöðum í Amarhvoli. Ný ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar tók við völdum 28. ágúst 1974. Matthías Bjamason varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fór jafnframt með sjávarútvegsmál. Matthías réð sér aðstoðarmann, Einar Ingvarsson, og höfðu báðir aðsetur í sjávarútvegsráðuneytinu við Lindargötu. Húsnæðismálum ráðuneytisins var nú þannig komið að ekki varð við unað og var sett upp útibú í leiguhúsnæði að Skólavörðustíg 46. Þangað flutti starfsemi lyfjamáladeildar og áætlunardeildar ráðuneytisins, en þeirri deild veitti þá Jón Sæmundur Sigurjónsson forstöðu. Þá var skólayfirlæknir með starfsaðstöðu þar. Skólayfirlæknir var Öm Bjamason, en hann tók til starfa 1974 og var jafnframt ráðgjafi ráðuneytisins í sambandi við heilsugæslumálefni. Ymis önnur starfsemi tengd ráðuneytinu var þama einnig til húsa. Ný ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar kom til valda 1. september 1978. Magnús H. Magnússon gegndi þar starfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ásamt starfi félagsmálaráðherra og hafði hann aðsetur í því ráðuneyti. Magnús réð sér aðstoðarmann, Georg Tryggvason, lögfræðing, og hafði hann aðsetur í útibúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á Skólavörðustíg. Árið 1979 varð Ingólf J. Petersen, lyfjafræðingur, deildarstjóri, og síðar skrifstofustjóri lyfjamála í stað Almars Grímssonar, sem fór til starfa hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í Kaupmannahöfn. Almar kom aftur til starfa í ráðuneytinu árið 1982 en varð þá deildarstjóri alþjóðamála. Tvískipting ráðuneytisins milli aðalstöðva í

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.