Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 42

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 42
34 LÆKNABLAÐIÐ Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri, féll frá 2. september 1989. Nýr staðgengill ráðuneytisstjóra var ekki ráðinn að nýju fyrr en ári síðar, og tók Guðjón Magnússon, læknir, við því starfi hinn 1. september 1990. Fjölmargir starfsmenn hafa á þessu árabili starfað í ráðuneytinu sem ritarar, afgreiðslumenn og símaverðir um lengri eða skemmri tíma. Starfsmannaheimildir ráðuneytisins nú eru 23,5. Starfsmenn auk þeirra sem fyrr eru taldir eru nú: Sólveig Guðmundsdóttir, lögfræðingur, deildarstjóri, Hrefna Sigurðardóttir deildarviðskiptafræðingur, fulltrúamir Anna Borg, Fjóla Lýðsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gyða Theódórsdóttir og Steinunn Steinsdóttir, ritaramir Gróa Bjamadóttir, Hulda Ólafsdóttir Hall og Þórður Þórsson, skrifstofumaður. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir er ritari ráðherra og Páll Vilhjálmsson er bflstjóri ráðherra. Sigurbjörg Lámsdóttir sér um kaffistofu. Sé litið yfir þetta tuttugu ára tímabil í heild hefur Matthías Bjamason lengst allra gegnt starfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra eða sex ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með málaflokkinn í átta ár því Ragnhildur Helgadóttir var ráðherra í tæp tvö ár. Alþýðubandalag hefur farið með málaflokkinn í sex ár, þar af Magnús Kjartansson í þrjú ár og Svavar Gestsson í þrjú ár. Alþýðuflokkurinn hefur farið með málaflokkinn í þrjú ár, Eggert G. Þorsteinsson og Magnús H. Magnússon, um það bil eitt og hálft ár hvor, og Framsóknarflokkurinn hefur farið með málaflokkinn í þrjú ár, og hefur Guðmundur Bjamason verið ráðherra þann tíma. í þessu yfirliti er ekki reynt að eigna ráðherrum sérstök mál. Reynslan sýnir að meginstefna í heilbrigðis- og tryggingamálum er svipuð þegar til langs tíma er litið, hver sem pólitísk stefna ríkisstjóma eða ráðherra er. Þetta sýnir hve mikil samstaða er um málaflokkinn í heild á Alþingi. Tilviljun ræður því oft, hvaða ráðherra kemur máli fram sem lengi hefur verið í deiglu og í undirbúningi. Sem dæmi um þetta má nefna eitt fyrsta málið sem tekið var upp eftir að ráðuneytið var stofnað, þ.e. lög um heilbrigðisþjónustu. Frumtillögur málsins vom unnar af nefnd í stjómartíð Eggerts G. Þorsteinssonar. Lögin náðu fram að ganga á Alþingi í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar og það kom í hlut Matthíasar Bjamasonar, að hefja framkvæmd laganna. Endurskoðun laganna hefur farið fram í tíð Matthíasar, Svavars Gestssonar og Guðmundar Bjamasonar. 3. SJÚKRAHÚS OG HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR 3.1. Heilsugæslustöðvar: Lög um heilbrigðisþjónustu, sem samþykkt vom 1973 og tóku gildi í ársbyrjun 1974, kveða mjög skýrt á um hvar eigi að reka heilsugæslustöðvar og hvaða starf eigi þar að vinna. Hér var um mikla breytingu að ræða á starfi utan sjúkrahúsa, þar sem með lögunum var sett á fót stofnun til að sinna verkefninu í stað þeirrar einyrkjavinnu sem héraðslæknar áttu áður að vinna. Þegar lögin tóku gildi, störfuðu 55 héraðslæknar að almennum lækningum utan Reykjavíkur. Þeir höfðu ekkert samstarfslið og starfsaðstaða þeirra var yfirleitt í tengslum við heimili þeirra. Nú starfa 130 læknar, um 210 hjúkmnarfræðingar og ljósmæður og um 300 aðrir starfsmenn á meira en 74 heilsugæslustöðvum utan Reykjavíkur. Þar af em 28 H2 stöðvar, þ.e. stöðvar sem hafa tvo eða fleiri lækna og 19 H1 stöðvar þar sem starfar einn læknir. í Reykjavík eru nú fimm heilsugæslustöðvar en fimm til átta að auki fyrirhugaðar samkvæmt þeim lagabreytingum sem gerðar vom fyrr á þessu ári. Ráðuneytið hafði forgöngu um að láta hanna þrjár gerðir heilsugæslustöðva, sem hentuðu stöðum þar sem ekki var sjúkrahús. Náðist samkomulag við sveitarstjómir þannig að víða var byggt samkvæmt þessum uppdráttum. Ein gerðin og sú stærsta var byggð á Höfn í Homafirði, á Dalvík, í Ólafsvík og á Hvammstanga. Önnur gerð með tveimur útfærslum var reist á Kirkjubæjarklaustri, í Vík í Mýrdal, í Búðardal, á Fáskrúðsfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og á Þórshöfn og þriðja gerðin á Vopnafirði, í Þorlákshöfn og á Djúpavogi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.