Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 52

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 52
42 LÆKNABLAÐIÐ ráðuneytið um þessi mál hefur verið vaxandi á síðasta áratug. Hefur Hjartavemd tekið að sér samvinnuverkefni við Alþjóðaheil- brigðisstofnunina fyrir atbeina ráðuneytisins. 9.7 Manneldismál: A síðustu þremur ámm hefur verið lögð sérstök áhersla á manneldismál í ráðuneytinu. Nefnd starfaði að samningu manneldismarkmiða í samvinnu við Manneldisráð sem lögum samkvæmt er ráðgjafar- og framkvæmdaaðili í þessum málafiokki. Vorið 1989 var samþykkt á Alþingi sérstök þingsályktun um manneldismarkmið og ráðherra hefur farið á heilsugæslustöðvar ásamt fulltrúum Manneldisráðs til að kynna þessa áætlun. 9.8 Cindi-verkefnið: A árinu 1983 var ákveðið að ísland gerðist aðili að samvinnuverkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um sérstakt forvamaverkefni þar sem reynt var að tengja saman forvamir gegn mörgum sjúkdómum samtímis sem höfðu sameiginlega áhættuþætti. Reynt hefur verið að fá marga aðila í þjóðfélaginu til samvinnu um þetta verkefni, svo sem félagasamtök og ráðuneyti. Aframhald þessa verks verður að fá starfslið heilsugæslustöðva til samvinnu um verkefnið. 10. HEILBRIGÐISÁÆTLUN í lok síðasta áratugs ákvað Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin að setja sér ákveðin markmið í heilbrigðismálum fram til ársins 2000. Nokkum tíma tók að ná samstöðu á alþjóðavettvangi um þetta mál en Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar samþykkti fyrir sitt leyti áætlun hér að lútandi árið 1984. Þar er gert ráð fyrir að þjóðir Evrópu geri sér heilbrigðisáætlun í samræmi við þær megináherslur sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lagði. I ársbyrjun árið 1986 var sett á stofn nefnd embættismanna til að vinna að slíkri áætlun fyrir Island. Nefndin skilaði tillögum í ársbyrjun 1987. Þáverandi heilbrigðisráðherra kynnti drög að heilbrigðisáætlun fyrir Alþingi vorið 1987. Núverandi heilbrigðisráðherra lét ræða áætlunina á heilbrigðisþingi snemma árs 1988 og lagði hana síðan fram á Alþingi sem þingsályktunartillögu árið 1989. Alþingi vildi ekki afgreiða tillöguna og vísaði henni til ríkisstjómarinnar vorið 1990. Ekki er afráðið með hvaða hætti verður farið með málið. Þess má vænta, að annað hvort muni ríkisstjómin fyrir sitt leyti afgreiða áætlunina sem sína ályktun eða hún verði endurskoðuð og lögð að nýju fyrir Alþingi. í þessari áætlun er tekið á flestum þáttum heilbrigðismála og gerð grein fyrir með hvaða hætti á að vinna að þeim á næsta áratug til að ná fram þeim markmiðum í heilbrigðismálum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sett þjóðum heims að ná fyrir aldamót. 11. NEFNDIR SAMKVÆMT LÖGUM 11.1 Lyfjanefnd starfar samkvæmt lyfjalögum. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögur til ráðherra um skráningu sérlyfja, flokkun lyfja, framleiðsluforskriftir, gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja, merkingu og auglýsingar, bann við sölu og innflutningi lyfja, veitingu leyfa til tilrauna og prófana með óskráð lyf. Lyfjanefnd er ásamt landlækni og Lyfjaeftirliti ríkisins aðalráðgjafi ráðuneytisins í lyfjamálum. Formaður lyfjanefndar er Sigurður B. Þorsteinsson, læknir og skrifstofustjóri Guðbjörg Kristinsdóttir, aðstoðarlyfjafræðingur. 11.2 Lyfjaverðlagsnefnd starfar samkvæmt lyfjalögum. Hlutverk nefndarinnar er að ákveða grundvöll heildsölu og smásölu lyfja og annað það er ákvarðar lyfjaverð. Ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar um lyfjaverð er bindandi ef nefndin er sammála, annars sker ráðherra úr. Formaður lyfjaverðlagsnefndar er nú Guðmundur Sigurðsson, viðskiptafræðingur og starfsmaður hennar er Guðrún Eyjólfsdóttir, lyfjafræðingur. 11.3 Daggjaldanefnd sjúkrahúsa starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar og hefur það hlutverk að ákveða daggjöld fyrir sjúkrahús og öldrunarstofnanir og gjaldskrár. Fulltrúar í nefndina eru tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tryggingastofnun ríkisins, Landsambandi sjúkrahúsa, fjármála-, og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytum. Formaður nefndarinnar er Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, en starfsmaður nefndarinnar, Þórir Á. Olafsson, hagfræðingur, lést á þessu sumri. 11.4 Manneldisráð á lögum samkvæmt að vera sérstök stofnun en hefur aldrei fengið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.