Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 53

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 43 fjárveitingar svo það gæti orðið. Ráðið á að samræma rannsóknir og fræðslu á sviði manneldismála, koma á samstarfi milli neytenda og framleiðenda og vera ráðunautur ráðherra um manneldismál. Síðustu tvö ár hefur verið samstarf milli ráðuneytisins og manneldisráðs um skipulag og framkvæmd neyslukönnunar fyrir landið, sem lýkur á næsta ári. I manneldisráði skulu sitja menn með sérþekkingu á manneldismálum. Formaður manneldisráðs er Snorri P. Snorrason, læknir. 11.5 Eiturefnanefnd starfar í samræmi við lög um eiturefni og hættuleg efni. Sex menn sitja í nefndinni og skulu þeir hafa sérmenntun í eiturefnafræði, lyfjafræði, efnafræði, efnaverkfræði og heilsufræði. Hlutverk nefndarinnar er að veita upplýsingar um meðferð eiturefna og hættulegra efna og gera tillögur um röðum efna á lista eftir skaðsemi og notkunarsviði. Ráðherra staðfestir tillögur nefndarinnar. Formaður eiturefnanefndar er Þór Sigþórsson, lyfjafræðingur. 11.6 Tóbaksvarnanefnd starfar samkvæmt lögum um tóbaksvamir og hefur það hlutverk að vera opinberum aðilum til ráðuneytis um tóbaksvamir og gera tillögur um ráðstafanir til að vinna gegn neyslu tóbaks. Tóbaksvamanefnd gerir tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjár til tóbaksvama en til þeirra rennur 2 o/oo af brúttósölu tóbaks. Formaður tóbaksvamanefndar er nú Egill Heiðar Gíslason. 11.7 Afengisvarnaráð fer samkvæmt áfengislögum með umsjón áfengisvama í landinu og er áfengisvamanefndum sveitarfélaga til ráðgjafar og leiðbeiningar. Alþingi kýs fjóra menn í ráðið en formaður ráðsins er áfengisvamaráðunautur ríkisins, Olafur Haukur Amason. 12. SKÓLAR HEILBRIGÐISSTÉTTA Enda þótt menntunarmál heilbrigðisstétta séu verkefni menntamálaráðuneytis hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti enn umsjón með fjómm skólum heilbrigðisstétta. Einn þeirra, Sjúkraliðaskóli Islands, sem rekinn hefur verið í rúmlega 10 ár verður lagður niður síðar á þessu hausti þar eð menntun sjúkraliða hefur verið flutt í fjölbrautarskóla. Hinir skólamir sem ráðuneytið rekur eru: 12.1 Lyfjatæknaskóli Islands: Hlutverk Lyfjatæknaskólans er að tæknimennta aðstoðarfólk við lyfjagerð og lyfjaafgreiðslu. Ríkið rekur skólann í samvinnu við Apótekarafélag íslands. Námstími er þrjú ár. Skólastjóri er nú Sigrún Valdemarsdóttir, lyfjafræðingur. Formaður skólanefndar er Ingólf J. Petersen, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. 12.2 Ljósmæðraskóli íslands: Skólinn er rekinn í tengslum við fæðinga- og kvenlækningadeild Landspítala. Skólastjóri er yfirlæknir kvennadeildar og yfirljósmóðir aðalkennari. Tilgangur námsins er að veita menntun til að gegna ljósmæðrastörfum. Námið tekur eitt til tvö ár. Nú þarf hjúkrunarfræðingspróf til að komast inn í Ljósmæðraskólann. Stjómamefnd ríkisspítala er stjóm skólans. Skólastjóri er Gunnlaugur Snædal, prófessor. 12.3 Þroskaþjálfaskóli íslands: Skólinn hefur starfað í tæp 20 ár í núverandi mynd og er hlutverk hans að mennta fólk til að annast uppeldi, umönnun og þjálfun þroskaheftra. Námstími er þrjú ár. Skólastjóri er Bryndís Víglundsdóttir og formaður skólanefndar er Haraldur Ólafsson, dósent. Á síðasta Alþingi var lagt fram fmmvarp til laga um flutning þessara skóla til menntamálaráðuneytis. Fmmvarpið náði ekki fram að ganga. 13. RIT HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIS Enda þótt það hafi verið hlutverk landlæknis að sjá um útgáfu heilbrigðisskýrslna og hann hafi gefið út ýmis rit sem fylgirit þeirra hefur ráðuneytið gefið út ýmis rit um heilbrigðismál. Þessi eru helst eftir ámm: 1971: Tillögur og greinargerð með frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu. 1972: Heilbrigðisreglugerð. 1973: Rekstarhagræðing í Tryggingastofnun ríkisins. Lyfjasala og lyfjagerð. Vistrýmisþörf heilbrigðisstofnana. Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. 1974: Kvikasilfur í íslendingum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.