Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 57

Læknablaðið - 15.01.1991, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 47 er hætt við að möguleikar landsmanna til heilbrigðisþjónustu verði háðir því, hvort þeir hafi ráð á þjónustunni eða ekki, nema samtímis verði gerðar kerfisbreytingar á fyrirkomulagi sjúkratrygginga og þeim breytt í einstaklings- eða fjölskyldutryggingar með iðgjaldagreiðslum. Þetta er atriði sem þingmenn þurfa að taka sérstakt tillit til þegar þeir taka afstöðu til framvindu mála í heilbrigðisþjónustu og almannatryggingamálum. Hér er um að ræða mjög viðkvæm pólitísk mál. En á þeim verður auðsjáanlega að taka, því fáir vilja að framtíðin verði sú að landsmönnum verði skipt upp í tvo hópa, þá sem hafa efni á að kaupa sér heilbrigðisþjónustu og hina sem ekki hafa efni á því. Islenska heilbrigðiskerfið er í raun ódýrt miðað við þá þjónustu sem það veitir og það öryggi sem það skapar landsmönnum. Aframhaldandi uppbygging á þeirri braut sem mörkuð hefur verið ætti því að vera markmiðið á sviði íslenskra heilbrigðismála.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.