Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Síða 21

Læknablaðið - 15.01.1992, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 19 (27). Stærð kirtilæxlanna var 0.8-3.8 cm. Upplýsingar um þyngd kirtilæxla var að finna í níu tilfellum og var þyngdin 0.36- 5.0 g. Hjá 30 sjúklingum var um að ræða eitt einstakt kirtilæxli, en í einu tilfelli komu fyrir tvö kirtilæxli samtímis. í 29 tilfellum var vefjagerð samsett úr meginfrumum, rauðfrumum (oxyphil) og bleikfrumum (transitional oxyphil), í tveimur tilfellum voru kirtilæxlin af rauðfrumugerð. Vefjaaukatilfellin tvö, sem greindust á tímabilinu, voru að mestu leyti uppbyggð af meginfrumum, allir kalkkirtlamir voru stækkaðir og var stærsti kirtillinn í öðru tilfellinu 2.0 sm, í hinu 1.0 sm. UMRÆÐA Samanburður einkenna við aðra hópa er óáreiðanlegur vegna smæðar hópsins. í annan stað eru mörg einkennanna skráð samkvæmt huglægu mati sjúklings og læknis og einnig ber að nefna óvissa færslu sjúkraskrár. Skilgreining geðrænna vandamála er rúm hér og kann það að skýra háa tíðni geðvandamála (7,10,28). Löng saga sjö nýmasteinasjúklinga af 10 og staðfest eðlilegt sermiskalk í þessum nýmasteinaköstum vekur spumingu um hvort verðandi kalkvakaóhófssjúklingar myndi nýmasteina oftar en aðrir áður en sermiskalk þeirra er komið yfir eðlileg mörk. I sænskri rannsókn á 82 sjúklingum með »kalkvakaóhóf og eðlilegt sermiskalk« hefur komið fram að meir en helmingur sjúklinganna hafði slitrótta hækkun á sermiskalki, en yfir 80% hafði endurtekna nýmasteinamyndun sem aðaleinkenni. Hækkaðan kalkvaka í sermi höfðu 40% sjúklinganna og nærri 3/4 reyndust við aðgerð hafa æxli eða vefjaauka í kölkungum (29). Þannig er ekki ólíklegt að hluta okkar sjúklinga með nýmasteina hefði mátt fanga í greiningametið talsvert fyrr með kalkvakamælingu og endurteknum kalkmælingum. Fylgnistuðull sermiskalks og kalkvaka er hér lágur þó p-gildið sé inarktækt. Engin fylgni er milli stærðar æxlis og sermiskalks né æxlisstærðar og kalkvaka í sermi. Það er sama niðurstaða og aðrir hafa fengið (30). Sermisgildi hjálpa því ekki skurðlæknum til ákvörðunar hvort óhætt sé að hætta leit að öðrum afbrigðilegum kirtlum þegar einn er fundinn. Tafla III. Kynskipting og vefjagreining sjúklinga með kalkvakaóhóf á árunum /985-1989. Sýni frá N Konur N (%) Karlar N (%) Kirtil- æxli N (%) Vefja- auki N (%) Borgarspítala 31 25 (81) 6 (19) 29 (93) 2 (7) FSA 3 2 1 3 0 Öörum sjúkrahúsum 30 27 (90) 3 (10) 23 (77) 7 (23) Samtals 64 54 (84) 10 (16) 55 (86) 9 (14) Fundvísi eða næmi ómskoðunar á æxli í kölkungum á hálsi er lágt í þessari könnun eða um 21%. í nýlegum rannsóknum hefur næmið verið metið 21.4-76% (31-35). Skýring gæti fólgist í fæð tilfella okkar, bæði vegna tilviljunar og að reynsla verður aldrei mikil af sömu ástæðum. I ljósi þess, að um það bil 90% æxla finnast við fyrstu aðgerð (6,10), er gagnsemi ómskoðunar fyrir aðgerð ekki mikil, þegar það er einnig haft í huga að einn óeðlilegur kirtill útilokar ekki að annar sé sjúkur. Önnur algeng ástæða misheppnaðrar aðgerðar er að fleiri en eitt æxli eru til staðar frá byrjun (36) og því verður tæpast hjá því komist að leita uppi alla fjóra kirtlana við aðgerðina. Hlutfall kirtilæxla hjá sjúklingum Borgarspítalans er hærra en gerist í landinu öllu. Skýrist það af því að sjúklingar sem háðir eru nýrnaskilju eru meðhöndlaðir á Landspítala, en þeir eru flestir með vefjaauka í kölkungum. Tíðni góðkynja kirtilæxla er í mörgum rannsóknum 74-88% (6,7,10-13) og er því á Borgarspítalanum með því hæsta sem gerist. Fylgikvillar aðgerðar eru fátíðir og er það í góðu samræmi við margar aðrar rannsóknir (6-13). Sermiskalk nær lægsta gildi á þriðja degi eftir aðgerð (11). Lengri vistun á sjúkrahúsi en þrír dagar ætti því ekki að vera nauðsynleg hafi engin einkenni um kalkskort komið fram. I könnun okkar er meðal legutími 6.6 dagar eftir aðgerð. Háttur og tíðni fylgikvilla aðgerðar hjá okkur bendir til að stytta megi legutímann verulega. Frumárangur hvað varðar sermiskalk sjúklinganna er fyllilega sambærilegur við það sem næst hjá sérhæfðum innkirtlaskurðlæknum (6).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.