Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1992, Side 26

Læknablaðið - 15.01.1992, Side 26
24 LÆKNABLAÐIÐ Eins og fram kemur á töflu I, þá eru konur, sem fá geðlyf, mun fleiri en karlar, eða nánast 65% af heildarfjölda. Um það bil 60% einstaklinganna var ávísað aðeins einu geðlyfi á hverjum lyfseðli, en hver sjúklingur fékk að meðaltali 1.3 lyfseðla á mánuði með geðlyfjum. A 16% lyfseðlanna voru þrjú geðlyf eða fleiri, svipað hjá körlum og konum. Þó að fjöldi einstaklinga, sem fengu geðlyf afgreidd 1989 hafi aukist miðað við 1984, þá endurspeglar það eingöngu fjölgun Reykvíkinga samkvæmt skýrslum Hagstofu íslands. Einnig er fjöldi geðlyfjaávísana á hverjum lyfseðli nánast óbreyttur, en heildarfjöldi geðlyfjaávísana hefur heldur aukist. Hlutfall lyfseðla með fleiru en einu geðlyfi hefur aðeins aukist, eða úr 36.9% af lyfseðlum hjá körlum í 40.1% og úr 34.1% af lyfseðlum hjá konum í 38.3%. Meðalávísanafjöldinn á geðlyf á hvem einstakling hefur aukist úr 1.66 í 1.78. Á töflu II er geðlyfjum skipt í fimm flokka eftir verkunarmáta lyfjanna. Flokkamir eru sefandi lyf (neuroleptics), róandi lyf (tranquillizers), svefnlyf (hypnotics), geðdeyfðarlyf (antidepressants) og örvandi lyf (stimulants). Taflan sýnir fjölda einstaklinga sem fengu lyf úr þessum flokkum. Margir fengu fleiri en eitt lyf. Að undanskildum örvandi lyfjum þá fá mun fleiri konur ávísanir á geðlyf en karlar. Konur fengu eingöngu fjórðung lyfseðla á örvandi lyf, en reyndar er um mjög fáa lyfseðla að ræða í þeim flokki. Ef litið er á ávísanir á önnur geðlyf, þá voru konur 64% þeirra sem fengu lyfseðla með sefandi lyfjum og 68% ávísana á geðdeyfðarlyf. Algengustu geðlyfin, sem ávísað var, eru svefnlyf og róandi lyf. Svefnlyfin hafa heldur vinninginn, 56% fengu lyfseðla með þeim, en róandi lyfin fengu 50%. Rúmlega 17% sjúklinganna fengu geðdeyfðarlyf, en sefandi lyf fengu aðeins rúmlega 8%. Þegar þetta er borið saman við niðurstöður könnunarinnar frá 1984 kemur í ljós að færri karlar fá ávísað sefandi lyfjum en áður. Þeim fækkar einnig sem fá róandi lyf. Hins vegar fjölgar þeim sem fá svefnlyf um nærri 30% og þeim sem fá geðdeyfðarlyf fjölgar um þriðjung. Ætla má að læknar leysi brýnustu vandamál sjúklinga í byrjun og ávísi fyrst lyfjum vegna þeirra. Á töflu III er sýnt í hvaða röð á lyfseðli viðkomandi lyf voru. Ennfremur sýnir taflan heildarfjölda ávísana á hvert lyf. Veruleg fjölgun verður á svefnlyfjaávísunum. Að öðru leyti var ekki um umtalsverða breytingu að ræða frá árinu 1984, að undanskildu því að árið 1984 voru geðdeyfðarlyf fyrsta lyf af geðlyfjum á nær 95% lyfseðla, en nú hefur það hlutfall lækkað niður í tæplega 78%. Á sama tíma og nokkur fjölgun verður á ávísunum á geðdeyfðarlyf, þá lækka þau í sessi á lyfseðlinum, ef svo má að orði komast. Þegar á heildina er litið hefur ekki orðið nein breyting á símalyfseðlum frá árinu 1984. Hlutfall sefandi lyfja, sem er ávísað í gegnum síma, er mjög svipað og áður eða rúmlega 30%. Símaávísunum á róandi lyf hefur fækkað en fjölgað að sama skapi á svefnlyf. Nokkur aukning hefur orðið á símaávísunum á þunglyndislyf (tafla IV). Tafla V sýnir dreifingu skilgreindra dagskammta (SDS), sem sjúklingar fengu ávísað í þessum mánuði, og tafla VI sýnir dreifingu eftir ávísanafjölda, sem hver sjúklingur fékk. Verulegur meirihluti þeirra, sem fengu svefnlyf, róandi eða sefandi lyf, fengu þau í fremur litlu magni, þ.e. 30 SDS eða minna. Þetta gildir fyrir 67% þeirra, sem fengu ávísað svefnlyfjum, 75% þeirra sem var ávísað svefnlyfjum og nær 73% af þeim, er fengu lyfseðil á sefandi lyf. Meira magni geðdeyfðarlyfja, reiknað í SDS, var ávísað á hverjum seðli eins og fram kemur í töflu V. Tafla VI sýnir, að langflestir fá eingöngu einn lyfseðil á mánuði. Þegar litið er á breytingar milli áranna 1984 og 1989 þá er kannski athyglisverðast að hlutfall þeirra, sem fá 30 SDS skammta af svefnlyfjum eða færri á einum mánuði, jókst mjög, eða frá um það bil 25% í 67%. Athyglisvert er, að þeim, sem fengu tiltölulegu miklu magni ávísað bæði af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum, fjölgaði heldur. Hvað varðar sefandi lyf þá hækkar hlutfall þeirra sem fá 91 SDS eða meira í mánuðinum úr 2.4% í 7.9% og samsvarandi hlutfall geðdeyfðarlyfja hækkar úr 8.3% í 14.7%.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.