Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1992, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.01.1992, Qupperneq 30
28 LÆKNABLAÐIÐ virðast ávísanir á sefandi lyf vera í nokkuð föstum skorðum á síðustu árum. Algengi ávísana á róandi lyf minnkaði bæði hjá konum og körlum og einnig skammtastærðir. Skammtastærðir minnkuðu einnig verulega hjá þeim, sem fengu ávísað svefnlyfjum. Sérstaklega er áberandi, að hlutfall þeirra sem fengu ávísað minna en 30 SDS á einum mánuði, jókst mjög eða úr 25% í 67% af þeim, sem fengu ávísað svefnlyfjum. Hluti skýringarinnar er sá, að í lok árs 1986 var gerð breyting á hámarksskammtastærð triazolams (4), sem var á þeim tíma mest notaða svefnlyfið. SDS var lækkaður og hámarkstöflustærð var minnkuð úr 0.5 mg í 0.25 mg, og eingöngu var leyfilegt að ávísa 30 töflum á lyfseðli. Annar hluti skýringarinnar er að könnunin 1989 náði til allra útgefinna lyfseðla á geðlyf, en athugunin frá 1984 náði eingöngu til þeirra lyfseðla sem sjúkrasamlagið greiddi hlut í. A þessu tímabili urðu breytingar á kostnaðarþátttöku sjúkrasamlagsins. Sem dæmi má nefna að á árinu 1984 greiddi sjúkrasamlagið fyrir skammta stærri en 20 töflur af diazepam á 5mg. Metið var að tjöldi ávísana á færri töflur væri óverulegur. A árinu 1989 tók samlagið ekki þátt í greiðslu fyrr en töflumar voru orðnar fimmtíu. Aukning af þessum sökum reyndist óveruleg. Hins vegar hefur reglugerðarbreytingin um hámarksfjölda triazolam-taflna sennilega haft þær afleiðingar að fólk sem áður fékk tveggja til þriggja mánaða skammt af svefnlyfjum í einu verður nú að fá sinn skammt mánaðarlega. A sama tíma og ávísað magn minnkaði, fjölgaði þeim sem fengu ávísað þessum lyfjum. Sérlega verður fjölgun hjá konum 55 ára og eldri, sem fengu svefnlyf, og hjá körlum 65 ára og eldri. Jafnhliða því að algengi ávísana á svefnlyf jókst, fjölgaði símalyfseðlum. Hið gagnstæða átti sér stað með róandi lyf. Þar fækkar bæði lyfjaávísunum og símalyfseðlum. Þetta bendir til aukinnar varkárni lækna. Annars er aðalbreytingin, sem var á þessu fimm ára tímabili, sú að veruleg aukning var á fjölda SDS geðdeyfðarlyfja bæði hjá körlum og konum, einkum þó hjá konum. Sérlega virðist skammtastærðin eftir 45 ára aldur breytast mikið. Skammtastærð vex einnig hjá körlum á sama aldri, en ekki í sama mæli og hjá konunum. Greinilegt er að læknar eru meira vakandi fyrir þunglyndi en áður og lyfjameðferð er orðin einfaldari en áður var. Þegar litið er á sölutölur geðlyfja fyrir allt landið (tafla VIII) (4,5) kemur í ljós, að sala svefnlyfja hefur minnkað verulega og er skýringin eins og áður hefur komið fram breytingar, sem gerðar voru á skammtastærð triazolams. I heildarsölutölunum eru einnig þau lyf, sem gefin eru á sjúkrahúsum og stofnunum. Algengi geðlyfjaávísana er mismunandi í mismunandi löndum, en er yfirleitt hærra í þéttbýli en í dreifbýli. Einnig hefur komið fram verulegur munur á geðlyfjanotkun hjá konum og körlum. I dreifbýli á Spáni var algengi geðlyfjaávísana hjá þeim, sem eru 17 ára og eldri, 10.7% hjá konum, en ekki nema 2.6% hjá körlum (15). í þeirri athugun kom í ljós, að þegar saman fara líkamlegir sjúkdómar og geðsjúkdómar, vex notkun geðlyfja. Þessi spánska athugun vekur athygli á því hve lítill hluti karla með geðsjúkdóma þar í landi taka geðlyf, og nokkuð er fjallað um hvaða heilsufarsleg áhrif það getur haft í för með sér. Tengsl geðlyfjaávísana við geðsjúkdóma sem greiningu er ekki mikil hjá heimilislæknum, og í rannsókn sem gerð var á sænskri heilsugæslustöð, kom í ljós að aðeins fjórðungur þeirra, sem fékk geðlyf þar, fékk einnig geðsjúkdómagreiningu. Þessi athugun sýndi fram á greinilegt samband milli ávísana á geðlyf og of hás blóðþrýstings, sykursýki og kransæðasjúkdóms (16). Nokkur munur er á því, hvemig almennir læknar og geðlæknar ávísa geðlyfjum. Einn aðalmunurinn er sá, að geðlæknar ávísa þunglyndislyfjum hlutfallslega oftar en heimilislæknar, en þeir ávísa róandi lyfjum aftur á móti töluvert oftar en geðlæknar (17). Geðlæknar símsenda lyf mun sjaldnar en aðrir læknar og svo virðist sem eldri læknar ávísi fremur geðlyfjum en hinir yngri (6). Fyrri athugun (6) leiddi í ljós, að eingöngu 10% svefnlyfjaávísana og um 20% annarra geðlyfjaávísana er frá geðlæknum kontið, og er það í samræmi við erlendar kannanir. I könnun, sem gerð var í apríl 1986 á ávísunum lækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði á róandi lyf og svefnlyf (18,19),

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.