Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1992, Side 31

Læknablaðið - 15.01.1992, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 29 Table VIII. Prescription for psychotropic drugs in Reykjavík 1974 (9) and in 1984 and 1989 and sale in Iceland in 1975, 1984 and 1989 in Defined Dailv Doses per 1000 population per day by ATC-group (7,8). Prescriptions in Reykjavík Sale in lceland ATC-groups 1974 1984 1989 1975 1984 1989 Neuroleptics ............................................. 3.6 3.8 5.91 7.7 7.4 7.6 Tranquillizers........................................... 50.1 32.7 37.12 53.7 28.4 28.9 Hypnotics................................................ 47.0 45.6 45.60 40.3 52.2 39.3 Antidepressants.......................................... 10.1 10.8 21.00 8.4 14.0 15.2 kom fram mikill munur milli lækna og svæða. I þeirri rannsókn kom fram svipað mynstur og í okkar rannsóknum varðandi aldur einstaklinga sem fá róandi lyf og svefnlyf. Notkun róandi lyfja breytist ekki mikið frá 45 ára fram að 75 ára aldri, en svefnlyfjanotkun vex með hækkandi aldri. Fram hefur komið (19), að notkun svefnlyfja og róandi lyfja er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Er ástæðan sú, að lyfin eru notuð í of miklum mæli á ákveðnum stöðum, eða er hugsanlegt að sums staðar sé um vanmeðhöndlun að ræða? Þetta er spuming sem erfitt er að svara, en sjálfsagt að hafa í huga báða möguleikana. I þessari athugun okkar, eins og mörgum öðrum, kemur í ljós að konur fá mun meira af geðlyfjum en karlar. Gildir það fyrir öll lyf, nema sefandi lyf. Þessi munur er líklega eðlilegur hvað varðar þunglyndi, en þunglyndi er töluvert algengara hjá konum en körlum. Sýnt hefur verið fram á, að viðbrögð kvenna við sjúkdómum eru önnur en karla (20). Þessi viðbrögð verða til þess, að þær fá frekar ávísað geðlyfjum en karlar. Ekkert bendir til þess, að læknar meðhöndli konur á annan hátt en karla, þegar um geðsjúkdóma er að ræða (20). Einnig hefur komið í ljós (21), að konur eru líklegri en karlar til að halda áfram að taka geðlyf, sé þeim ávísað, og notkun geðlyfja í stuttan tíma er töluvert meiri hjá konum en körlum. Ýmsir hafa athugað, hvaða breytingar hafa orðið á ávísunum á geðlyf á seinni árum (22,23). Á tíu ára tímabili, frá því snemma á áttunda áratugnum og fram á þann níunda, virðist sem notkun á róandi lyfjum og svefnlyfjunt hafi minnkað bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Notkun þunglyndislyfja jókst þó í Bandaríkjunum á þessu tímabili, notkun sefandi lyfja einnig nokkuð (23). Upplýsingar til lækna geta haft veruleg áhrif á það, hvemig geðlyfjum er ávísað. Sem dæmi má nefna, að á eyjunni Gotlandi í Eystrasalti var lögð sérstök áhersla á að fræða lækna um þunglyndi, og hvemig það væri best meðhöndlað (24). Geðlyfjaávísanir voru athugaðar, bæði áður en fræðslan hófst og nokkm seinna; til samanburðar var notkun geðlyfja á sama tíma í öðrum hlutum Svíþjóðar. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að eftir fræðsluna jukust ávísanir á þunglyndislyf, en minnkuðu á róandi lyf og sefandi. Ekki var mikil breyting á ávísun svefnlyfja á Gotlandi á þessu tímabili, en á santa tíma jókst notkun svefnlyfja í öðrum hlutum Svíþjóðar. Einnig var hægt að sýna fram á fækkun á veikindadögum vegna þunglyndis. Sjálfsmorðstilraunum og sjálfsmorðum fækkaði að sama skapi. í athugun okkar kemur fram að skammtastærðir róandi lyfja og svefnlyfja minnka. Verulegum áróðri hefur verið haldið uppi um það að læknar skuli takmarka ávísanir á þessi lyf. Allt bendir þó til þess að algengi ofnotkunar þessara lyfja sé óverulegt (1). í nýlegri athugun bandaríska geðlæknafélagsins (25) kemur í ljós að tveir þriðju þeirra sem fá benzodiazepinlyf fá þau í skemmri tíma en 60 daga. Lítill hluti eða 1.65% af fullorðnum tekur þessi lyf daglega (eða á hverju kvöldi) í eitt ár eða lengur. Þessum hópi er skipt í femt. I fyrsta lagi er um að ræða aldrað líkamlega veikt fólk sem tekur einnig önnur lyf. í öðm lagi eru sjúklingar með felmtursröskun (panic disorder) eða fælni. Misnotkun er sárasjaldgæf í þessunt hópum. Þriðji hópurinn samanstendur af fólki sem er með óljós en oft væg einkenni um þunglyndi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.