Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1992, Síða 43

Læknablaðið - 15.01.1992, Síða 43
LÆKNABLAÐIÐ 39 Sverrir Bergmann VINNUFYRIRKOMULAG OG KJARASAMNINGAR Inngangur: Vinnufyrirkomulag er hluti kjara. Nánari geta tengslin ekki verið, en þau er því miður oft með óheppilegu móti og ekki því sem nauðsynlegt væri til þess að ná þeim markmiðum, sem ég mun gera grein fyrir í erindi þessu og sem hugmyndir mínar um vinnufyrirkomulag eru grundvöllur að. Þetta tvennt, skipulag og kjör, svo samtvinnað og nánast eitt, er ein mikilvægasta undirstaða þess, sem kalla má raunhæfan þjálfunarmöguleika allra og þó sérstaklega ungra lækna hér á landi. Þetta á bæði við um þjálfun ungra aðstoðarlækna á svonefndu kandídatsári og sfðar sérþjálfun og sérmenntun eldri og reyndari lækna. Viðhorf:Tím'um stendur ekki kyrr og viðhorfin breytast. Það sent eitt sinn var gott og gilt víkur fyrir nýju og þótt ekki séu allar breytingar til bóta, gildir það þó um sumar þeirra. Fjölskylduviðhorfin eru önnur. Hið santa á við um nýtingu tímans, sem hefur svo áhrif á hugmyndimar um það, hvemig vinna er innt af hendi og í hve miklum mæli hún er látin í té. Vegna breyttra viðhorfa og annars gildismats í lífinu á vinnufyrirkomulag hjá ungum læknum meðal annars eftir að breytast. Varla verður lengi talið nauðsynlegt að viðhalda því vinnufyrirkomulagi sem nú er hjá ungum læknum til þess að þeir fái það sem kallað hefur verið eðlileg þjálfun og þroski í læknisstarfinu. Augljóslega er ekki gefið, að menn læri mest á óeðlilegum vinnutíma eða að það sé þroskavænlegast að mæta erfiðum vanda og þurfa að taka flóknar ákvarðanir við verstu skilyrði. Einatt er hér annað en stundum og okkur öllum eru takmörk sett hvað sem uppeldi og ögun viðkemur. Engri rýrð er varpað á einbúann í héraðinu eða örþreyttan aðstoðarlækni, þótt þeir séu báðir færðir inn í nútímann. Svo er náttúrulega sá annað mál en þó um leið hið sama, er aðstoðar leitar og hennar þarfnast. Það gleymist stundum. Menntun:Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, að hér er vel menntuð læknastétt og þrátt fyrir fámenni okkar höfum við góða möguleika til þess að annast fyrstu framhaldsmenntun lækna eða kandídatsmenntun. Einnig verður að ætla, að þótt við sækjum áfram sérmenntun til góðra erlendra stofnana og viðhöldum henni, getum við auðveldlega flutt eitthvað af sérmenntun og viðhaldsmenntun lækna inn í landið. Mikilvægt er auðvitað, að slík sérmenntun sé skipulögð. Hún má ekki vera nafnið eitt. Hún hlýtur að byggjast á stöðluðu fyrirkomulagi sem tryggir, að læknar fái nauðsynlega þjálfun. Við verðum auðvitað einnig að gæta okkar á því að falla ekki í þá gryfju, að við þurfum ekkert að sækja út fyrir landsteinana í sérmenntun og símenntun. Það viðhorf er háskalegt. Hins vegar væri það verulegur léttir, ef eitthvað væri hægt að taka af löngu sérnámi hér heima og raunar væru læknar þá betur undir það búnir að hefja enn frekara nám á erlendri grund. Það ætti ekki aðeins að vera kappsmál lækna, að svona væri að málum staðið, heldur einnig heilbrigðisyfirvalda, því þetta skref myndi tryggja betur mönnun til þess að mæta nauðsynlegri læknisþörf í heilbrigðiskerfinu. SA:/pM/ag:Skipulagsmál ættu að vera áhugaefni allra. Þau eru kannski mikilvægari í hugum kvenna. Konur þurfa ef til vill að skipuleggja sinn tíma enn betur en karlar. Fram hjá því verður ekki gengið, að viss verkaskipting verður milli kynjanna, þótt þau hafi nálgast hvort annað, og hún hefur í för með sér, að konur þurfa þrátt fyrir allt að hafa meira svigrúm með tilliti til vinnu utan heimilis og því nánara skipulag heldur en karlmaðurinn. Aldrei má svo gleyma því, að konur gegna mikilvægu hlutverki sem leiðir af sér, að þær eru óhjákvæmilega frá vinnu utan heimilis. Þá ber að líta á þá staðreynd, að almennt séð er minna hægt að leggja á konur af líkamlegu erfiði heldur en á karlmann. Víst er þetta ekki algilt og réttlætir auðvitað ekki óeðlilegt vinnuálag á hið svonefnda sterka kyn. Svo mörg orð um alkunn sannindi; um viðhorfin til þess að geta notið fjölbreytni lífsins og til þess að taka lífshlaupið út úr einu saman brauðstritinu; um þjálfun og menntun, sem er eftir þeirri siðfræði nútímans, að hún þurfi ekki að byggjast einvörðungu á óeðlilegu álagi og viðurkenningu á þvf, að við lærum meira ef við getum gengið til vinnu okkar með tiltölulega réttu ráði og stundað hana skipulega, þannig að saman fari þjónusta sem og viðhald og aukning menntunar. Alkunnu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.