Læknablaðið - 15.12.1992, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ
439
í rauninni heilbrigðisfræði og betur fari á því
að þessar sérgreinar fái heitið heilbrigðisfræði.
Þannig yrði samræmi milli sérgreinarheitis og
fagsins í læknadeildinni á sama hátt og er í
öðrum greinum.
Eins og áður segir var það að líkindum
Vilmundur Jónsson landlæknir sem
fyrstur lýsti þörfinni fyrir sérmenntun í
heilbrigðisfræði. Rök hans eru enn í fullu
gildi. Að áliti undirritaðs eru helstu rökin
eftirfarandi:
/ fyrsta lagi hefur heilbrigðisfræði lengi verið
ein af aðal kennslugreinum í læknadeild.
/ öðru lagi hefur þekkingu á þessu sviði
fleygt fram á undanfömum árum og áratugum
og eru rannsóknir stundaðar af miklum
fjölda vísindamanna í fjölmörgum löndum
við læknadeildir háskóla og sérháskóla í
heilbrigðisfræði.
/ þriðja lagi hefur heilbrigðisfræði fengið
viðurkenningu sem sérgrein í læknisfræði í
þeim löndum sem við höfum mest skipti við.
í stuttu máli má lýsa sérþekkingu lækna á
sviði heilbrigðisfræði á eftirfarandi hátt:
1. Þekking til könnunar á heilsufarsástandi
meðal hópa og aðferðir sem beitt er við
slíka könnun. Faraldsfræði, tölfræði og
lýðfræði.
2. Þekking á sviði heilbrigðiseftirlits,
hollustuhátta og umhverfisheilsuverndar.
3. Þekking á aðferðum heilsuvemdar
og á möguleikum hinna ýmsu
heilsuverndargreina. Skipulagning opinberra
aðgerða til vemdar gegn sjúkdómum og
mat á slíkum aðgerðum.
4. Þekking á aðgerðum til eflingar heilbrigði.
5. Kunnátta á sviði stjómunarfræði,
stefnumörkunar og skipulags
heilbrigðismála og áætlanagerðar.
Eðlilegt er að sérnámi í heilbrigðisfræði
verði hagað eins og sérnámi í öðrum
greinum í samræmi við ákvæði A-C liðar í
2. grein reglugerðar nr. 39/1970 um veitingu
lækningaleyfis og sérfræðileyfa. í 3. grein
reglugerðarinnar komi viðbótarákvæði um að
sérnám fari fram í viðurkenndum háskólum.
I 4. grein verði gert ráð fyrir háskólagráðu
í greininni og því til viðbótar eins til eins
og hálfs árs starfsreynsla á viðurkenndri
stofnun á sviði heilbrigðisfræði erlendis
eða í sérstökum stöðum aðstoðarlækna við
landlæknisembættið, héraðslæknisembættin
og Hollustuvemd ríkisins. Auk þess er
eðlilegt að gera kröfu um eins árs starf við
heilsugæslustöð.
HEIMILDIR
1. Tulinius H. Faraldsfræði og heilsuvemd. Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1989: 17.
2. Tillaga til þingsályktunar um íslenska
heilbrigðisáætlun Alþingis, 1989. 145. mál.
3. Holland WW, Detels R, Knox G. Oxford textbook of
public health. Oxford: Oxford University Press, 1984:
5-7.
4. Johnsen B. Sóttvamarráðstafanir á Islandi eftir afnám
einokunarverslunar 1787. Fyrsta heilbrigðisnefndin
1848. Læknablaðið 1990; 76: 267-76.
5. Hannesson G. Heilbrigðisstarf og heilbrigðisskýrslur.
Reykjavík: Félagsprentsmiðjan, 1924.
6. Acheson RM. The medicalization of public
health, the United Kingdom and thc United States
Contrasted. J Public Health Med 1990; 12: 31-8.
7. Natvig H. Lerebog i Hygiene. Norge: Fabritius
Forlagshus, 1977.
8. Johnsen B. Qui bono ?, Af brautryðjendastarfi
Guðmundar Hannessonar. Læknablaðið 1989; 75: 11-
23.
9. Jónsson V. Með hug og orði. Reykjavík: Iðunn, 1985.
10. Þingtíðindi A. Löggjafarþingið 1938-1937. Þingskjal
69: 222.
11. Stjómartíðindi A. 1949: 168.