Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1993, Page 21

Læknablaðið - 15.08.1993, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 229 Fjöldi einstaklinga Mynd 2. Fjöldi nýgreindra HBAg jákvœðra einstaklinga. Fjöldi einstaklinga 5-9 15-19 25-29 35-39 45-49 55-59 65-69 Aldur Mynd 3. Aldursdreifing nýgreindra HBj\g jákvœðra einstaklinga. Fit Test) beitt til að meta marktækni (8). Nálgunaraðferð sem byggist á línuritum fyrir tvítöludreifingu var beitt til að meta vikmörk (95%) á hlutfalli jákvæðra mælinga meðal stunguefnaneytenda. Fyrir úrtak frá Hjartavernd og Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði var beitt sams konar normal nálgun fyrir tvítöludreifingu við útreikning vikmarka (9). NIÐURSTÖÐUR Á mynd 1 er sýndur fjöldi sýna sem sendur hefur verið til rannsóknar fyrir lifrarbólguveiru B á tímabilinu frá aprfi 1988 til aprfl 1991. Á tímabilinu reyndust 266 einstaklingar hafa mótefni gegn kjarna veirunnar. Þar af greindust 85 einstaklingar með HBsAg í blóði. Flestir þeirra fundust eftir áramótin 1989-1990 eins og mynd 2 gefur til kynna. Aldursdreifing HB„Ag jákvæðra er sýnd á mynd 3. Sést glöggt að flestir þeirra eru ungir einstaklingar og eru flestir með sögu um fíkniefnaneyslu með sprautum. Yngstu einstaklingarnir, það er <10 ára sem greindust með HB,Ag voru innflytjendur frá Austurlöndum og einnig flestir hinna elstu, það er >50 ára. í athugun á algengi kjamamótefna gegn lifrarbólguveim B meðal sýna frá Hjartavemd og Rannsóknastofu Háskólans í veimfræði kom í ljós að algengi fór hægt hækkandi eftir 15 ára aldur og náði hæst 6,5% í aldurshópnum >64 ára. Er þetta sýnt á töflu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.