Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1993, Page 28

Læknablaðið - 15.08.1993, Page 28
234 LÆKNABLAÐIÐ íslensku þjóðarinnar orðið næmur fyrir lifrarbólgu A (9). íslendingum er því hætta búin ef hreinlætisaðstaða versnar vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Næstum helmingur Islendinga, sem sýkst hefur af völdum lifrarbólgu A á undanfömum árum, hefur smitast í ferðalögum erlendis (10). Venjulega hefur verið notuð gammaglóbúlín hlíf til að koma í veg fyrir smit af völdum lifrarbólguveiru A. Sú aðferð veitir hins vegar einungis skammvinna vörn. A síðustu árum hefur komið fram í sviðsljósið bóluefni gegn lifrarbólgu A (11). Bóluefnið er unnið á sama hátt og mænusóttarbóluefnið, sem notað hefur verið hérlendis, það er veiran er drepin í formalíni. Góð mótefnamyndun verður hjá þeim sem eru bólusettir og aukaverkanir eru fáar og litlar (12). Ætla má að bólusetningin endist í að minnsta kosti áratug. Það er því rétt að bjóða íslenskum ferðamönnum, sem ætla til landa þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur, bólusetningu gegn lifrarbólgu A. Hvað með aðrar orsakir smitandi lifrarbólgu á íslandi? Árið 1971 hóf Jóhann L. Jónasson mælingar á lifrarbólguveiru B antígeni (HBsAg) á rannsóknadeild Landakotsspítala (13). Fann hann að 0,1% innlagðra sjúklinga reyndust einkennalausir HBsAg berar sem var mun hærra en algengið sem fannst meðal blóðgjafa (0,007%) (13,14). Það er fróðlegt að bera saman þessar rannsóknir og rannsóknir sem gerðar voru síðar, það er 1979 og 1987, þar sem reynt var að meta útbreiðslu lifrarbólgu B á Islandi (15). Bæði árin reyndist algengi HBsAg vera 0,14% meðal sjúklinga utan spítala og meðal starfsfólks Borgarspítalans. Mótefnamælingar gegn lifrarbólgu B í mismunandi aldurshópum sýna svo ekki verður um villst að lifrarbólga B hefur verið landlæg alla þessa öld á íslandi (2,15). Algengi mótefna er lágt fyrstu tvo áratugi æviskeiðsins en upp úr þrítugu er algengi mótefna yfir 5% og í eldri aldurshópum hefur það mælst allt að 10%. Skýringu á lágri tíðni smits meðal ungs fólks er trúlega að leita í smitleiðum sjúkdómsins, en hann smitar með blóðblöndun og kynmökum. Hátt algengi í sumum eldri aldurshópum bendir til þess að sjúkdómurinn hafi fyrr á öldinni stundum verið útbreiddari en nú á dögum. Enda þótt vitað sé að smit geti borist með blóðgjöf skýrir það naumast útbreiðslu smitsins. Á síðustu árum hefur hins vegar gengið lifrarbólgu B faraldur meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig á Islandi (2,10), en of snemmt er að spá um áhrif þessa faraldurs á samfélagið í heild. Gagnstætt því sem ætla má með lifrarbólgu A, er trúlegt að lifrarbólga B hafi alltaf verið til á Islandi. Ástæðan er að lifrarbólga B, sem getur varað heilt æviskeið einstaklings og verið smitandi allan tímann, getur verið landlæg í fámennum og einangruðum samfélögum. Talið er að 5-10% þeirra, sem smitast af lifrarbólguveiru B, fái viðvarandi lifrarbólgu og af þeim fái um 30% skemmandi lifrarbólgu sem leitt getur til skorpulifrar og lifrarfrumukrabbameins (16). Lifrarfrumukrabbamein er sjaldgæfur sjúkdómur á Islandi (17) gagnstætt því sem sést þar sem lifrarbólga B er útbreidd. Full ástæða er þó til að fylgjast með þróun sjúkdómsins hér á landi. Það er ekki síst mikilvægt fyrir þá sem fá viðvarandi lifrarbólgu, því nú orðið er hægt að lækna þennan sjúkdóm með interferonmeðferð í stórum hluta hinna smituðu (18). Fyrir um það bil 15 árum uppgötvaðist enn ein veira, sem lifir eingöngu í skjóli lifrarbólguveiru B, og nefnd hefur verið deltaveira (19). Veira þessi hefur þann eiginleika að valda slæmum sjúkdómseinkennum ef hún veldur sýkingu samtímis lifrabólguveiru B eða nær að sýkja einstakling sem er með lifrarbólgu B fyrir. Deltaveiru sýking veldur einnig auknum lrkum á viðvarandi lifrarbólgu. Deltaveiran hefur á undanförnum áratugum verið að breiðast út til Norður- Evrópu og Norðurlandanna einkum meðal fíkniefnaneytenda (20). Athugun á algengi mótefna gegn deltaveirunni hefur farið fram á rannsóknadeild Borgarspítalans í 217 manna úrtaki þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B og mótefni gegn þeim sjúkdómi á árunum 1986-92. Aðeins einn einstaklingur fannst með mótefni og var hann af erlendu bergi brotinn (21). Enda þótt íslendingar hafi fram að þessu losnað við vandamál tengd sýkingu af völdum deltaveiru er þó líklegt að fyrr eða síðar geri hún vart við sig meðal fíkniefnaneytenda. Eftir að hægt varð að greina lifrarbólgur A og B kom í ljós að til væru fleiri blóðsmitandi lifrarbólgur. Hafa þessar lifrarbólgur verið kallaðar aðrar smitandi lifrarbólgur (hepatitis

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.