Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 527 Þvagræsilyf draga úr blóðvatnsmagni og útfalli hjartans, en það gæti skýrt áhrifamátt þessara lyfja hjá rosknu fólki með háþrýsting í slagbili (12). í tvíblindri rannsókn á 24 rosknum ein- staklingum voru bornar saman fjórar tegundir háþrýstingslyfja. Aðeins hýdróklórtíasíð (25 mg) og enalaprfl (10 mg) höfðu í för með sér samfelld blóðþrýstingslækkandi áhrif allan sól- arhringinn. Isradípín og enalapríl sýndu þó hlutfallslega meiri blóðþrýstingslækkandi áhrif en bæði hýdróklórtíasíð og atenólól. Áhrif at- enólóls á slagbilsþrýsting voru minni en áhrif hinna lyfjanna (13,14). Fækkun þ-viðtaka hjá rosknu fólki og sú staðreynd að það býr oft við skert útfall hjartans rennir enn stoðum undir þá skoðun að þ-blokkar eigi síst við þennan aldurshóp. í nýlegri bandarískri rannsókn kom í ljós að mjög viðunandi árangur náðist í með- ferð háþrýstings með 25 mg skammti af hýd- róklórtíasíð á dag og virtust rosknir einstak- lingar svara þvagræsilyfjum betur en yngri háþrýstingssjúklingar (15). Hin neikvæðu áhrif þvagræsilyfja á sykursýki, blóðfitu og kalíum- búskap má líklega koma í veg fyrir með gjöf lægri skammta án þess að það hafi mikil áhrif á blóðþrýstingslækkandi verkun þeirra (16). Ljóst er þó að hafi sjúklingar aðra sjúkdóma en háþrýsting getur það haft áhrif á lyfjavalið. Sjúklingar sem hafa hjartaöng auk háþrýstings ættu að öðru jöfnu að fá þ-blokka, í nýrnabilun geta angíótensín ummyndunarblokkar hentað vel og svo framvegis. Von er á umfangsmikilli samanburðarrannsókn frá National Heart, Lung and Blood Institute í Bandaríkjunum þar sem borin verður saman háþrýstingsmeðferð með kalsíumblokkum, angíótensín ummynd- unarblokkum, a-blokkum og þvagræsilyfjum (17) . Búist er við að öldruðum einstaklingum, 70 ára og eldri, fjölgi um 23% á næstu 10 árum (18) . Jafnframt er nú almennt talið réttlætan- legt að meðhöndla þennan aldurshóp við háþrýstingi. Því er mikilvægt að ávísa háþrýst- ingslyfjum á markvissan hátt og hafa jafnframt í huga þá fylgikvilla sem háþrýstingsmeðferð hefur í för með sér hjá rosknum einstaklingum. Varast skal að lækka blóðþrýstinginn of hratt og of mikið í þessum aldurshópi því að hætta er á stöðutengdu blóðþrýstingsfalli vegna bilunar á sjálfvirka taugakerfinu, sem aftur eykur hættu á svima og dettni. Jafnframt hefur svo- nefndri J-kúrvu verið lýst. Við viss mörk end- urspeglar hún hættu á blóðþurrðarbreytingum í hjartavöðvanum við of mikla blóðþrýstings- lækkun. Við teljum að þvagræsilyf séu kjörlyf í fyrstu meðferð við háþrýstingi hjá rosknu fólki (19). Með slíkri meðferð hefur verið sýnt fram á minnkandi hættu á heilablóðfalli og öðrum hjarta- og æðasjúkdómum. Ekki hefur verið sýnt fram á yfirburði annarra lyfja til að bæta lífshorfur og draga úr sjúkdómstíðni. Með þvagræsilyfjum er unnt að ná umtalsverðri lækkun blóðþrýstings, einkum slagþrýstings. Fylgikvillar eru ekki tíðir ef lágum skömmtum er beitt. Þvagræsilyf eru langódýrust þeirra lyfja sem nú eru á markaðnum við háum blóð- þrýstingi. Hér verður að lokum borið saman heildsöluverð á landsvísu og dagskammtaverð fjögurra algengra lyfja sem meðal annars voru notuð við háþrýstingi árið 1993 (20). 1. Atenólól 50.272.000 krónur yfir árið. Hver dagskammtur 44 kr. 2. Centyl 4.357.000 krónur yfir árið. Hver dagskammtur 10 kr. 3. Enalaprfl 85.820.000 krónur yfir árið. Hver dagskammtur 119 kr. 4. Diltíazem 74.577.000 krónur yfir árið. Hver dagskammtur 139 kr. Dagskammtur dýrari lyfjanna er þannig 10- 14 sinnum dýrari en þess ódýrasta. HEIMILDIR 1. Sigfússon N. Hypertension in middle-aged men. The effect of repeated screening and referral to community physicians on hypertension control. Health survey in the Reykjavík area. Acta Med Scand 1986; Suppl. 710. 2. Oparil S. Antihypertensive therapy in the context of total cardiovascular risk: the rational basis for ther- apeutic recommendations. Curr Op Nephrol Hypertens 1994; 3:195-9. 3. SHEP cooperative research group. Prevention of stroke by antihypertensive drug treatment in older persons with isolated systolic hypertension. JAMA 1991; 265: 3255- 64. 4. Dahlöf B, Lindholm LH, Hansson L, Scherstén B, Ek- bom T, Wester P-O. Morbidity and mortality in the Swedish trial in old patients with hypertension (STOP- Hypertension). Lancet 1991; 338: 1281-5. 5. MRC Working Party. Medical research council trial of treatment of hypertension in older adults: principal re- sults. BMJ 1992; 304: 405-12. 6. Avanzini F, Alli C, Bettclli G, Corso F, Colombo G, Mariotti M, Radice V, Torri and G. Tognoni for the study group. Antihypertensive efficacy and tolerability of different drug regimens in isolated systolic hyperten- sion in the elderly. Eur Heart J 1994; 14: 206-Í2. 7. Harðarson Þ. Aðalsteinsson B. Könnun á notkun blóð- þrýstingslækkandi lyfja meðal íslenskra lækna. Ópren- tuð gögn, 1991. 8. Guðjónsson FV. Háþrýstingur-lyfjameðferð. Heilsu- gæslustöð Akureyrar. Óprentuð gögn, 1992. 9. Sigurðsson JÁ. Háþrýstingur-lyfjameðferð. Heilsu- gæslustöðin Sólvangi. Óprentuð gögn, 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.