Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 20
532
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
umfang vandans þarf að vera ljóst til þess að
vita hvort og hvaða aðgerða eigi að grípa til og
til þess að meta árangur forvarnaraðgerða. Til-
gangur rannsóknarinnar var að athuga tíðni
ofbeldisáverka í Reykjavík og hver þróunin
hefur verið seinustu 18 ár. Jafnframt að kanna
að hvaða hópum þarf að beina forvarnarstarfi.
Efni og aðferðir
Rannsóknin er framvirk. Gerð var tölvuúr-
vinnsla úr gagnabanka á lögskráðum íbúum
Reykjavíkur sem höfðu leitað á slysa- og
sjúkravakt Borgarspítalans á árunum 1974-
1991 vegna ofbeldisáverka. Þeir voru skráðir á
tölvutækan hátt á sjúkrakort slysadeildar
Borgarspítalans á þessum tíma. Árið 1991 var
athugað sérstaklega með tilliti til þess hvar og
hvenær ofbeldið átti sér stað en það er einnig
skráð sérstaklega á slysadeildarkortin.
Tíðni ofbeldisáverka sem leiddu til innlagn-
ar sjúklings á spítala var einnig athuguð.
Tölfrœdiaðferðir: Fjöldi ofbeldisáverka
(heildarfjöldi og áverkar sem leiddu til inn-
lagnar) var flokkaður eftir kyni, sex þriggja ára
tímabilum og 17 fimm ára aldursflokkum (átt-
ræð og eldri voru tekin í einu lagi).
Samsvarandi flokkun íbúa Reykjavíkur var
fengin úr Hagtíðindum Hagstofu íslands. Þar
sem aldursdreifing slasaðra eftir ofbeldi var
mjög ólík hjá körlum og konum, var úrvinnslan
kynjabundin.
Aðhvarfsgreining Poisson (2) var notuð með
16 óháðum aldursbreytum til þess að fá fram
aldursdreifingu og leiðrétta með tilliti til henn-
ar. Samtímis voru notaðar fimm óháðar tíma-
bilsbreytur til þess að fá mat á aldursleiðréttri
slysatíðni á einstökum tímabilum samanborið
við fyrsta tímabil (1974-1976) ásamt 95% ör-
yggisbili hlutfalls á milli tímabila. Ályktanir
voru þó dregnar út frá p<0,01 þar sem um
nokkra óháða samanburði er að ræða. Töl-
fræðikerfið EGRET (3) var notað.
Tafla I. Tíðni ofbeldisáverka í Reykjavík 1974-1991 sem skráðir voru á slysadeild Borgarspítalans.
Tímabil Karlar Konur
Fjöldi Tíðni/1000/ár Fjöldi Tíðni/1000/ár
1974-1976 2199 17,3 1022 7,2
1977-1979 2446 19,3 (18,2 til 20,5) 1161 8,4 (7,7 til 9,1)
1980-1982 1701 13,7 (12,9 til 14,6) 817 5,9 (5,4 til 6,5)
1983-1985 1890 14,8 (13,9 til 15,7) 820 5,6 (5,1 til 6,1)
1986-1988 2253 17,0 (16,0 til 18,0) 932 6,1 (5,6 til 6,7)
1989-1991 2709 19,8 (18,7 til 21,0) 1123 7,0 (6,4 til 7,6)
Tafla 11. Hvar átti ofbeldið sér stað árið 1991?
Staður Karlar % Konur %
Heimili 13,6 40,5
Skóli 5,6 9,6
Skemmtistaöur 24,7 13,0
Annars staðar inni 9,4 12,5
Úti 36,0 15,0
Annað 10,7 9,4
Tafla III. Tíðni innlagna vegna ofbeldisáverka í Reykjavík 1974-1991.
Tímabil Karlar Konur
Fjöldi Tíðni/1000/ár Fjöldi Tíðni/1000/ár
1974-1976 65 0,54 25 0,20
1977-1979 60 0,50 (0,35 til 0,71) 34 0,27 (0,16 til 0,45)
1980-1982 59 0,49 (0,34 til 0,70) 23 0,18 (0,10 til 0,32)
1983-1985 79 0,62 (0,45 til 0,86) 27 0,20 (0,12 til 0,34)
1986-1988 102 0,77 (0,56 til 1,05) 44 0,31 (0,19 til 0,51)
1989-1991 152 1,10 (0,82 til 1,47) 63 0,42 (0,26 til 0,67)