Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
533
Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
Dagur
Mynd 1. Hvenœr átti ofbeldið sér stað?
Mynd 2. Aldursdreifing Reykvíkinga sem leituðu til slysa-
deildar Borgarspítalans vegna ofbeldisáverka 1974-1991.
Leiðrétt miðað við þriggja ára tímabil.
Mynd 3. Aldursdreifing Reykvíkinga með ofbeldisáverka sem
leiddu til innlagnar 1974-1991. Leiðrétt miðað við þriggja ára
tímabil.
Niðurstöður
Til slysadeildar Borgarspítalans leituðu
19.073 sjúklingar með ofbeldisáverka á árun-
um 1974-1991, karlar voru 13.198 (69,2%) en
konur 5875 (30,8%). Þegar aldursleiðrétt
heildartíðni er skoðuð (tafla I, aldursleiðrétt
þriggja ára tímabil, 95% öryggisbil) sést að
ofbeldisáverkum fjölgaði marktækt á seinni
hluta áttunda áratugsins, bæði hjá körlum og
konum (p<0,001). Um 1980 (frá 1977-79 til
1980-82) fækkar ofbeldisáverkum verulega
eða um 30%. Síðan hefur verið stöðug aukning
hjá körlum og er tíðni þar 1989-1991 álíka og
hún var 1977-1979 eða rétt undir 20/1000 íbúa á
ári.
Hjá konum hefur aukningin verið minni en
marktæk (p<0,01) og er tíðnin svipuð í lok
rannsóknartímabilsins og hún var í byrjun eða
um 7/1000 íbúa á ári. Hlutfallið milli karla og
kvenna hefur aukist úr 2,4 í 2,8 á rannsóknar-
tímabilinu (p<0,01).
Árið 1991 urðu konur fyrir ofbeldisáverkum
inni á heimili í 41% tilfella, en algengast var að
karlar yrðu fyrir ofbeldisáverkum á skemmti-
stað (25% tilfella) eða úti við (33% tilfella). í
skóla átti ofbeldið sér stað í 5,6% tilvika hjá
körlunt og 9,6% hjá konum (tafla II).
Á mynd 1 sést, að ofbeldisáverkar eru 2,5
sinnum tíðari á laugardögum og sunnudögum
en aðra daga, þannig að helmingur þeirra verð-
ur á þessum dögum. Tíðni ofbeldisáverka sem
leiddu til innlagnar sjúklings er talsvert frá-
brugðin heildartíðni ofbeldisáverka. Tíðni
þeirra breyttist óverulega á fyrri hluta rann-
sóknartímabilsins (1974-1982) en hefur vaxið
stöðugt síðan hjá báðum kynjum og liðlega
tvöfaldast á tæpum 10 árum (tafla III, aldurs-
leiðrétt þriggja ára tímabil, 95% öryggisbil
miðað við 1974-1976, p<0,001).
Árin 1989-1991 þurfti að leggja inn 5,6%
karla eftir ofbeldisáverka en 6,0% kvenna.
Hlutfall milli karla og kvenna sem þurfti að
leggja inn er álíka í lok rannsóknartímabilsins
og það var í byrjun eða um 2,6.
Tíðni ofbeldisáverka var mest hjá aldurs-
hópnum 15-19 ára en litlu munar á 20-24 ára
(mynd 2).
Tíðni ofbeldisáverka sem leiddu til innlagn-
ar var mest hjá 20-24 ára körlum en hjá konum
30-34 ára (mynd 3).
Ekki var hægt að fá neinar marktækar niður-
stöður um það hvort hinn slasaði hafi verið
undir áhrifum áfengis eða ekki. Á sjúkra-