Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 26
538 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 rannsókn (Swedish Trial in Old Patients with Hypertension), en í henni var sýnt fram á 47% minnkun á tíðni heilaáfalla, 43% minnkun á dauðsföllum og 13% minnkun á kransæðatil- fellum við meðferð aldraðra háþrýstingssjúk- linga sem voru að öðru leyti hraustir. Meðferð var fólgin í gjöf betahemla og þíasíð lyfja (14). Eftirtektarvert við þessar rannsóknir var, að það þurfti tiltölulega stuttan tíma á virkri með- ferð þar til ótvíræðar niðurstöður komu fram sem bentu tii gagnsemi meðferðar. Þessar rannsóknir og reyndar fleiri hafa rennt að því er virðist styrkum stoðum undir þá skoðun, að það sé veruleg gagnsemi í því að meðhöndla háþrýsting hjá öldruðum einstaklingum. A þetta einnig við einstaklinga með einangraðan slagbilsháþrýsting. Hjá öldruðum einstaklingum eru oft marg- þætt heilsufarsvandamál til staðar, svo sem skerðing á nýrnastarfsemi, sykursýki eða veikl- að sykurþol. Stundum er veruleg hætta á blóð- þrýstingsfalli í standandi stöðu með alvarleg- um afleiðingum fyrir hinn aldraða. Það er því að sjálfsögðu ástæða til varkárni og gæta ber þess að fara ekki offari við meðferð háþrýst- ings hjá þessum sjúklingahópi. Einnig er rétt að benda á, að það eru ekki ennþá öruggar niðurstöður fyrir hendi um árangur meðferðar hjá þeim sem eru orðnir háaldraðir. Enda þótt taka þurfi tillit til margra atriða má telja, að hækkandi eða hár aldur sé ekki frábending fyrir meðferð eins og oft var talið áður. Arétta ber að við meðferð háþrýstings hjá öldruðum er fyrst og fremst verið að leitast við að koma í veg fyrir heilaáföll og reyndar er vonast til að draga megi úr tíðni heilabilunar af völdum endurtekinna heilaáfalla, því að svo virðist sem hár blóðþrýstingur sé greinilegur áhættuþáttur fyrir heilabilun af völdum æðasjúkdóma (15). Það er til mikils að vinna ef tekst að hindra heilaáfall eða seinka verulega. Heilaáfall getur verið þungbær kvilli með mikilli fötlun og lang- varandi sjúkrahúsvist með miklum kostnaði. Þess vegna er mjög mikilvægt að leitast við af alefli að koma í veg fyrir slík áföll. Sömu meginreglur um meðferð háþrýstings gilda í raun hjá öldruðum og þeim sem yngri eru. Talið er, þó ekki sé það sannað, að íþróttaæfingar, líkamsrækt og mataræðisbreyt- ingar séu ekki eins virkar hjá hinum öldruðu. Margir telja að lyfjameðferð hjá öldruðum sé flóknari vegna hugsanlegra breytinga á niður- brotshraða og útskilnaði lyfja, en svo virðist sem þessi atriði séu ekki sérlega vel rannsökuð hjá stórum hópum. Aðrir telja að lyfjameðferð sé jafnvel einfaldari hjá gömlum en ungum (16) . Mikilvægast er að meðferðin sé einföld, þolist vel og beri tilætlaðan árangur. Ráðleggingar sem eru ríkjandi nú og flestir virðast sammála um varðandi lyfjameðferð hjá öldruðum háþrýstingssjúklingum eru harla einfaldar. Jafnan skulu lágir skammtar notaðir og í fyrstu reynd þíasíð lyf og betahemlandi lyf (17) . Þetta eru einmitt lyfin sem hafa reynst svo vel í þeim rannsóknum sem minnst var á hér að ofan. Enda þótt hin nýrri lyf eins og alfaheml- ar, kalsíumhemlar og ACE-hemlar hafi oft reynst ágætlega við meðferð háþrýstings hjá öldruðum, eru ekki til óyggjandi niðurstöður um gagnsemi þeirra við að koma í veg fyrir fylgikvilla háþrýstingsins (svo sem heilaáföll) og hafa þessi lyf því ekki fengið sess sem fyrstu lyf eða kjörlyf hjá þessum sjúklingahópi. Það er þó alls ekki víst, að þessar einföldu ráðlegg- ingar um hin gömlu lyf, það er þíasíð og beta- hemla, séu síðasta orðið í meðferð háþrýstings hjá öldruðum, því að rannsóknir eru í gangi, þar sem verið er að prófa nýju lyfin (18-20). Að sjálfsögðu skal reyna nýrri lyf, þegar frábend- ingar eru fyrir þíasíðum og betahemlum eða þau af einhverjum ástæðum reynast ekki sem skyldi. Alfahemlandi lyf geta stundum átt við hjá öldruðum karlmönnum með óþægindi af hvekksauka (prostatismus). Kalsíumhemlandi lyf reynast oft mjög vel hjá öldruðu fólki og virðast ekki hættuleg í notkun. Lífeðlisfræði- lega séð virðast kalsíumhemlandi lyf góður kostur, þar sem þau draga úr stífleika æðakerf- isins og hafa oft aðrar heppilegar aukaábend- ingar, til dæmis hjá einstaklingum með hjarta- kveisu og hjartsláttartruflanir. ACE-hemlandi lyf geta verið vandmeðfarin hjá öldruðum. Gæta þarf vel að nýrnastarfsemi með blóðpróf- um í byrjun meðferðar og varast notkun lyfj- anna við veruleg þrengsli í nýrnaslagæðum. Sérstaklega ber að gæta að þessu, ef vökvajafn- vægi einstaklingsins er brenglað eins og eftir hitasótt eða niðurgangspestir, þá sérstaklega ef einstaklingur hefur notað þvagræsilyf. ACE- hemlar slaka á samdrætti í fráfærandi slagæð- lingum nýrnagauklanna (glomeruli), og því er hætta á of miklu þrýstingsfalli í gauklunum, ef ofangreind atriði og nýrnaslagæðaþrengsli eru fyrir hendi. Þá getur síunarhæfileiki nýrnanna minnkað alvarlega og nýrnabilun fylgt í kjöl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.