Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 39

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 549 Table XII. Smoking, alcohol consumption and drug abuse in view of participation in Lions Quest. Part. Lions Quest No participation n=280 (%> n=220 <%) Smoking & 1. cig./day 49 (17.5) 44 (20.0) Cannabis 1-2 times 11 ( 3.9) 10 ( 4.5) s 3 times 2 ( 0.7) 2 ( 0.9) Sniffing solvents Once 10 ( 3.6) 9 ( 4.1) 2-3 times 10 ( 3.6) 3 ( 1.4) 3=4 times 7 ( 2.5) 1 ( 0.5) Other drugs 1-2 times 16 ( 5.7) 12 ( 5.5) S times 24 ( 8.6) 11 ( 5.0) Alcohol — been Once >,high“ 28 (13.3) 24 (13.3) 2-3 times 33 (15.7) 35 (19.4) ss 4 times 120 (57.1) 102 (56.7) Áhrif forvarna: Þegar þeir sem farið hafa í einhverjum mæli í gegnum LQ námsefnið (n=280) eru bornir saman við hina sem ekki hafa gert það (n=220) kemur ekki fram mark- tækur munur varðandi neyslu vímuefna (tafla XII). Viðhorf til LQ eru mjög mismunandi eftir því hvort viðkomandi neytir vímuefna eða ekki (tafla XIII). Settar voru fram fullyrðingar um LQ og tóku þátttakendur afstöðu til þeirra samkvæmt fimm valmöguleikum: Algjörlega sammála, sammála, veit ekki, ósammála og algjörlega ósammála. Ef þeir sem eru sammála „jákvæðum“ áhrifum LQ eru bornir saman við hina sem eru ósammála kemur í ljós að algeng- ara er að þeir sem ekki eru í vímuefnaneyslu telja LQ hafa haft jákvæð áhrif (tafla XIII). Logistísk aðlivarfsgreining: Til þess að unnt væri að meta hvað einkenndi helst vímuefna- neytendur 1992 var beitt þrepa logistískri að- hvarfsgreiningu. Hannað var líkan sem rnetur líkurnar á því að vera í neysluhópi þeirra 235 unglinga sem höfðu sögu um áfengisnotkun fjórum sinnum eða oftar og/eða reykingar og/ eða vímuefnaneyslu. Fylgibreyturnar voru kyn, aldur, reykingar foreldra, hvort áfengis- neysla hefði valdið vandræðum á heimili, þátt- taka í félagi síðastliðinn mánuð og LQ. Með eftirfarandi líkani er unnt að reikna út líkurnar á því að vera í neysluhópnum: jyj _j_ ^fasti + stuðull x kyn + stuðull x aldur + stuðull x reykingar foreldra + o.s.frv. Það líkan er skýrði best innihélt breytu er sett var saman úr reykingum foreldra og því hvort áfengisneysla hefði valdið erfiðleikum á heimilinu. Þátttaka í LQ hafði ekki marktæka þýðingu í ofangreindu líkani. Niðurstöður í töflu XIV sýna vægi hvers þáttar fyrir sig og tölfræðilega marktækni í ofangreindu líkani. Samkvæmt ofangreindu líkani eru líkur ung- lings á að lenda í vímuefnaneytendahópi meiri hjá þeim eldri og meiri hjá þeim sem hafa ekki tekið þátt í starfsemi félags. Reykingar for- eldra og það að áfengisneysla hafi valdið erfið- leikum á heimilinu auka einnig líkurnar á að unglingurinn lendi í hópi vímuefnaneytenda. Umræða Um er að ræða framvirka samanburðarrann- sókn á því hvaða þættir hafa áhrif á vímuefna- neyslu unglinga og þá sérstaklega hvort viðhorf og neysla unglinga sem lært hafa LQ náms- efnið séu öðru vísi en þeirra sem ekki hafa gert það. Telja verður að rannsóknin endurspegli vímuefnaneyslu og viðhorf unglinga á þessum aldri. Heimtur spurningalista voru nokkuð góðar eða um 80%. Könnunin náði til allra unglinga í þeim skólum sem rannsóknin tók til og skólarnir voru valdir þannig að þeir endur- spegluðu bæði þéttbýli og dreifbýli. Þó ber að gæta þess, að í brottfallinu gætu hugsanlega leynst nemendur sem frekar hefðu ánetjast vímuefnum, því líklegt má telja að þeir séu oftar fjarverandi frá skóla og hætti jafnvel frek- ar skólagöngu. Neysla vímuefna er mjög misjöfn eftir skól- um (tafla VI) og má reikna með að staðbund- inna áhrifa á viðhorfum til vímuefna gæti á hverjum stað. Rannsóknin staðfestir þann grun, að fjöldi unglinga hefji neyslu vímuefna um fermingaraldur og rennir sú staðreynd fót- um undir þá hugmynd að í síðasta lagi sé að byrja með forvarnanámsefni á borð við Lions Quest í síðustu bekkjum barnaskóla og byrjun gagnfræðaskóla eins og reyndin er í dag. Ef þeir unglingar sem byrja ungir að reykja, drekka og jafnvel að neyta sterkari efna eru skoðaðir nánar sést að ýmislegt er sameiginlegt í lífsviðhorfum og fjölskyldumynstri þeirra. Þessir unglingar virðast ekki eins tengdir fjöl- skyldu sinni og hinir. Þeir eru sjaldnar heima á kvöldin og eiga fá áhugamál sameiginleg með foreldrum sínum. Foreldrar þessara barna eru líka oftar fráskilin. Reykingar eru algengari í þessum fjölskyldum og algengara er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.