Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 52

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 52
560 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 19. Nárahaulnám um holsjá — Kostir og gallar Magnús Eric Kolbeinsson Indiana Physican Group, PC, Indianapolis, Indiana Nárahaulnám (repair og femoral inguinal hernias) er ein algengasta skurðaðgerð í almennum skurð- lækningum. Lengi voru áratuga gamlar hefðir í há- vegum hafðar. Haulkantar voru togaðir saman. Vegna vefjaþrýstings rifnuðu þessar viðgerðir oft upp (5-15%). Nýjar aðferðir byggja á toglausum netjuviðgerðum (tension free mesh repair), sem hægt er að framkvæma bæði með hefðbundnum náraskurði (anterior open approach) og um holsjá (laparoscopic repair). Greinarhöfundur hefur fram- kvæmt meira en 100 holsjáraðgerðir á nárahaulum og kannað reynslu annarra í þessum efnum. Gerð er grein fyrir stöðu þessara lækninga með tilliti til eftir- farandi atriða. 1. Kennsla skurðlækna í nýrri tækni. 2. Fylgikvill- ar (complications). 3. Líðan sjúklinga með tilliti til verkja og starfhæfni eftir aðgerð. Erfið tilfelli, end- urhaulun/fjölhaulun (recurrent and/or multiple hernias). 5. Kostnaður. Anatomia femoroinguinal svæðisins er mun flóknari en anatomia gallvega. Aðgerðarsvæði er séð innan frá um holsjá og því önnur anatomísk kennileiti en í hefðbundinni aðgerð. Þjálfunartími er lengri en við gallblöðruaðgerðir. Eftir 50 skipti geta flestir skurðlæknar framkvæmt þessar aðgerðir á innan við klukkustund. Fylgikvillar eru mjög sjaldgæfir. Ef netjan hylur allt náragólfið (ilioinguinal floor) og er vandlega heft (stapled) eða saumuð niður er endurhaulun á bilun 0,2-1,0% sem er sambærilegt við netjuaðgerð- ir gerðar með venjulegum náraskurði. Lærdofa (meralgia paresthetica) vegna heftunar á lateral femoral cutaneous nerve er auðvelt að forðast. Blæðing, skaði á gömum, blöðru eða vas deferens eru sjaldgæfari en við eldri aðgerðarform. Trokar- gati, sem er meira en 1 cm, skal loka með fasciu- saum. 10% sjúklinga kvarta um verki í öxl (vegna C02 loftunar), í eista (pneumoscrotum-loftpungur) og/eða trokargati. Pessir verkir hverfa nánast alltaf innan sólarhrings. Sjúklingar eru hæfir til skrifstofustarfa eftir þrjá daga og erfiðisvinnu innan viku. Geta ekið bifreið á öðrum degi og geta hætt að nota verkjalyf eftir einn eða tvo daga. Ágæti nárahaulnáms er óumdeilanlegt við endur- haulun og fjölhaulun. Um holsjá fer aðgerðin fram um ósnertan vef, sem ekki ruglast við öramyndun, viðbótarskurðir eru óþarfir, aðgerðartími lengist lít- ið og ekki er aukin hætta á endurhaulun þótt gert sé að báðum hliðum samtímis. Kostnaður er meiri ef holsjá er notuð. Svæfing er nauðsynleg og tækjabúnaður flóknari. Ef 10-12 mm trókarar eru endurnýttir og kostgæfni beitt í inn- kaupum verður kostnaðarmunur innan við 20.000 krónur fyrir hvern sjúkling. 20. Kviðsjáraðgerðir við nárakviðsliti — Fyrsta reynsla af Landspítala Tómas Guðbjartsson, Tómas Jónsson, Höskuldur Kristvinsson, Jónas Magnússon Handlækningadeild Landspítalans, læknadeiid Há- skóla íslands Síðasta áratug hafa kviðsjáraðgerðir rutt sér til rúms við skurðaðgerðir á kviðarholi, sérstaklega við aðgerðir á gallblöðru. Fyrsta kviðsjáraðgerðin við nárakviðsliti var framkvæmd fyrir rúmum áratug en síðustu ár hefur tækni við þessar aðgerðir tekið ör- um breytingum og árangur að sama skapi batnað. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru helstu kostir kviðsjáraðgerðanna færri veikindadagar og fylgi- kvillar. Einnig hefur því verið haldið fram að endur- tekin kviðslit séu færri en þau eru allt að 15-20% eftir hefðbundna kviðslitsaðgerð. Tilgangur rann- sóknarinnar er að gera grein fyrir reynslu okkar á Landspftalanum af fyrstu kviðsjáraðgerðunum við nárakviðsliti. Á 12 mánaða tímabili (apríl ’93 - mars ’94) geng- ust 11 sjúklingar (átta karlar og þrjár konur, meðal- aldur 47 ár) undir kviðsjáraðgerð við nárakviðsliti á handlækningadeild Landspítalans. Alls var um 13 kviðslit (hernia ing.) að ræða, 10 direct og þrjú indir- ect., en tveir sjúklingar voru með kviðslit báðum megin. Fjórir sjúklingar höfðu farið í aðgerð áður sömu megin, þar af tveir tvívegis. Við aðgerðirnar var kviðslitssekkurinn fjarlægður í gegnum kviðar- hol. Síðan var bót úr gerviefni lögð yfir kviðslitið og loks lífhimnan heft saman yfir bótinni (TAPP=transabdominal preperitoneal repair). Niðurstöður voru eftirfarandi (n=ll sjúklingar): Aðgerðartími Legudagar Frá vinnu Fylgikvillar (bil 40-140) (bil 1-3 d.) (bil 7-35 d.) 0 95 mínútur 1 dagur 8 dagar í aðgerð síðkomnir: bólga (2) verkir (1) endurtekið kviðslit (1) Við ályktum að hér sé um tæknilega örugga og vel framkvæmanlega aðgerð að ræða. Hún er tímafrek og dýr vegna einnota verkfæra. Legutími er stuttur og sjúklingar komnir fljótt til vinnu. í dag eru ábend- ingar aðgerðarinnar ekki á hreinu og þörf er á frek- ari rannsóknum, ekki síst með tilliti til tíðni endur- tekinna kviðslita. Þó virðist kviðsjáraðgerð fýsilegur valkostur hjá sjúklingum með kviðslit báðum megin og hjá þeim sem hafa endurtekið kviðslit.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.