Læknablaðið - 15.12.1994, Page 56
564
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
varðandi meðferð á góðkynja blöðruhálskirtils-
stækkun (BPH). Hingað til hefur yfirgnæfandi meiri-
hluti sjúklinga verið meðhöndlaðir með „transur-
ethral resection" (TURP) með góðum árangri. A
síðustu árum hafa nýjar tegundir meðferða komið
fram á sjónarsviðið þar á meðal hitameðferð með
örbylgjum („transurethral microwave thermothera-
py“, TUMT).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman
þessa nýju meðferð við hina hefðbundnu TURP að-
gerð. Kynntar verða tveggja ára niðurstöður.
Efniviður og aðferðir: Sjötíu og níu sjúklingar með
BPH voru meðhöndlaðir, 39 með TUMT og 40 með
TURP. Báðir hóparnir voru sambærilegir hvað varð-
ar meðalaldur, stærð á blöðruhálskirtli, einkenna-
mat, hámarksflæði og residual þvag. Sjúklingar í
TUMT hópnum voru allir meðhöndlaðir einu sinni í
eina klukkustund án innlagnar á deild. Aðeins var
notuð staðdeifing í þvagrás.
Niðurstöður: Eftir tvö ár er marktæk aukning á
hámarksflæði í báðum hópum, frá 8 til 12,3 ml/s eftir
TUMT og frá 7,9 til 17,7 ml/s eftir TURP. Aukningin
er því meiri eftir TURP. Einkennastig samkvæmt
Madsen lækkaði í báðum hópum, frá 11,2 til 2,7 eftir
TUMT og frá 13,3 til 0,9 eftir TURP. Residualþvag
minnkaði einnig þó meira í TURP hópnum. Auka-
verkanir svo sem strikturur í þvagrás (þrír sjúkling-
ar) og tímabundinn þvagleki (einn sjúklingur) komu
einungis fyrir í TURP hópnum.
Ályktun: í báðum hópum varð marktækur bati
hvað varðar einkenni, hámarksflæði, residual þvag,
blöðrurúmmál og á blöðruþrýstingi við hámarks-
flæði. Þótt að batinn væri í flestum tilvikum áberandi
minni í TUMT hópnum, þá sáust meirháttar auka-
verkanir einungis eftir TURP.
28. Adjuvant radiation
therapy for pathologic stage
C prostate cancer
Eiríkur Jónsson, R.P. Gibbons, et al.
Virgina Mason Medical Center, Seattle, WA, USA
Eftir brottnám blöðruhálskirtils vegna staðbund-
ins krabbameins (clinical stage A og B) kemur í ljós
við smásjárskoðun, í um þriðjungi tilfella, að
krabbameinsfrumur eru við skurðbrúnir eða í sáð-
blöðrum (pathol. stage C). Slíkur fundur eykur lík-
urnar á endurkomu sjúkdómsins og vaknar því
spurningin hvort gefa eigi geislameðferð að auki eftir
aðgerðina (adjuvant radiation therapy). I þessari aft-
urskyggðu rannsókn er litið á 123 sjúklinga sem
greindust með pathologic stage C krabbamein í
blöðruhálskirtli og fengu 64 auka geislameðferð en
59 var einungis fylgt eftir (11 fengu geislun síðar
vegna staðbundinnar endurkomu). Median follow-
up fyrri hópsins var 9,0 ár og 7,4 ár fyrir þann síðari.
Enginn marktækur munur var á sjúkdómsendur-
komu (progression free survival) ellegar lifun (over-
all or cause specific survival) þessara tveggja hópa.
Vænlegast virðist því að fylgja þessum sjúklingum
eftir og geisla einungis ef staðbundin endurkoma
finnst.
29. Clostridium diffícile
sýkingar á
skurðlækningadeild
Borgarspítala
Garðar Sigurðsson, Sigríður Ólína Haraldsdóttir,
Þorvaldur Jónsson
Skurðlækningadeild Borgarspítalans
Farldsfræðilegar rannsóknir á Clostridium diffici-
le (C. diff.) sýkingum hafa ekki verið framkvæmdar
hérlendis. Gerð var afturskyggn könnun á C. diff.
sýkingum á skurðlækningadeild Borgarspítala árin
1990-1993. Mælingar á C. diff. toxini í saursýnum
voru athugaðar, og kannaðar sjúkraskrár sjúklinga
með jákvæð sýni. Alls fannst 31 sjúklingur og jókst
fjöldi þeirra stöðugt milli ára. Konur voru 14 og
karlar 17, miðaldur 69 (23-94) ár. Fjórir sjúklingar
voru sýktir við innlögn. Allir sjúklingar höfðu fengið
sýklalyf innan þriggja mánaða frá greiningu, en
aðeins sex voru á sýklalyfjum við greiningu. Þrír
sjúklingar voru á sterum eða öðrum ónæmisbælandi
lyfjum. Tíu sjúklingar höfðu fengið fjögur eða fleiri
sýklalyf. Gentamycin var notað hjá 19 sjúklingum,
clindamycin hjá 17, og cephalosporinlyf hjá 14.
Skurðaðgerð var gerð á 25 sjúklingum, þar af á melt-
ingarvegi hjá 19. Sýklalyf voru notuð í fyrirbyggjandi
skyni hjá 15 sjúklingum í einn til átta daga, og var
clindamycin notað hjá 12 þeirra. Sýkingin greindist
eftir útskrift af skurðlækningadeild hjá 24 sjúkling-
um. Voru 12 þá á annarri deild, en 12 greindust við
endurinnlögn á skurðlækningadeild vegna einkenna
um sýkingu, að meðaltali 20 (2-52) dögum eftir út-
skrift. Sýkingum af völdum C. diff. hefur þannig
fjölgað verulega á rannsóknartímanum. Þær eru sí-
ðkominn fylgikvilli sýklalyfjameðferðar og valda oft
endurinnlögn á sjúkrahús. Nær helmingur sjúklinga í
þessari rannsókn sýktist vegna fyrirbyggjandi sýkla-
lyfjameðferðar.
30. Brjóstakrabbamein á
Borgarspítala — Ahrif
kembileitar
Gunnar Mýrdal, Þorvaldur Jónsson
Skurðlækningadeild Borgarspítalans
Kembileit að brjóstakrabbameini hjá konum hófst
í lok ársins 1987. Áhrif kembileitar á greiningu, með-