Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 56

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 56
564 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 varðandi meðferð á góðkynja blöðruhálskirtils- stækkun (BPH). Hingað til hefur yfirgnæfandi meiri- hluti sjúklinga verið meðhöndlaðir með „transur- ethral resection" (TURP) með góðum árangri. A síðustu árum hafa nýjar tegundir meðferða komið fram á sjónarsviðið þar á meðal hitameðferð með örbylgjum („transurethral microwave thermothera- py“, TUMT). Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman þessa nýju meðferð við hina hefðbundnu TURP að- gerð. Kynntar verða tveggja ára niðurstöður. Efniviður og aðferðir: Sjötíu og níu sjúklingar með BPH voru meðhöndlaðir, 39 með TUMT og 40 með TURP. Báðir hóparnir voru sambærilegir hvað varð- ar meðalaldur, stærð á blöðruhálskirtli, einkenna- mat, hámarksflæði og residual þvag. Sjúklingar í TUMT hópnum voru allir meðhöndlaðir einu sinni í eina klukkustund án innlagnar á deild. Aðeins var notuð staðdeifing í þvagrás. Niðurstöður: Eftir tvö ár er marktæk aukning á hámarksflæði í báðum hópum, frá 8 til 12,3 ml/s eftir TUMT og frá 7,9 til 17,7 ml/s eftir TURP. Aukningin er því meiri eftir TURP. Einkennastig samkvæmt Madsen lækkaði í báðum hópum, frá 11,2 til 2,7 eftir TUMT og frá 13,3 til 0,9 eftir TURP. Residualþvag minnkaði einnig þó meira í TURP hópnum. Auka- verkanir svo sem strikturur í þvagrás (þrír sjúkling- ar) og tímabundinn þvagleki (einn sjúklingur) komu einungis fyrir í TURP hópnum. Ályktun: í báðum hópum varð marktækur bati hvað varðar einkenni, hámarksflæði, residual þvag, blöðrurúmmál og á blöðruþrýstingi við hámarks- flæði. Þótt að batinn væri í flestum tilvikum áberandi minni í TUMT hópnum, þá sáust meirháttar auka- verkanir einungis eftir TURP. 28. Adjuvant radiation therapy for pathologic stage C prostate cancer Eiríkur Jónsson, R.P. Gibbons, et al. Virgina Mason Medical Center, Seattle, WA, USA Eftir brottnám blöðruhálskirtils vegna staðbund- ins krabbameins (clinical stage A og B) kemur í ljós við smásjárskoðun, í um þriðjungi tilfella, að krabbameinsfrumur eru við skurðbrúnir eða í sáð- blöðrum (pathol. stage C). Slíkur fundur eykur lík- urnar á endurkomu sjúkdómsins og vaknar því spurningin hvort gefa eigi geislameðferð að auki eftir aðgerðina (adjuvant radiation therapy). I þessari aft- urskyggðu rannsókn er litið á 123 sjúklinga sem greindust með pathologic stage C krabbamein í blöðruhálskirtli og fengu 64 auka geislameðferð en 59 var einungis fylgt eftir (11 fengu geislun síðar vegna staðbundinnar endurkomu). Median follow- up fyrri hópsins var 9,0 ár og 7,4 ár fyrir þann síðari. Enginn marktækur munur var á sjúkdómsendur- komu (progression free survival) ellegar lifun (over- all or cause specific survival) þessara tveggja hópa. Vænlegast virðist því að fylgja þessum sjúklingum eftir og geisla einungis ef staðbundin endurkoma finnst. 29. Clostridium diffícile sýkingar á skurðlækningadeild Borgarspítala Garðar Sigurðsson, Sigríður Ólína Haraldsdóttir, Þorvaldur Jónsson Skurðlækningadeild Borgarspítalans Farldsfræðilegar rannsóknir á Clostridium diffici- le (C. diff.) sýkingum hafa ekki verið framkvæmdar hérlendis. Gerð var afturskyggn könnun á C. diff. sýkingum á skurðlækningadeild Borgarspítala árin 1990-1993. Mælingar á C. diff. toxini í saursýnum voru athugaðar, og kannaðar sjúkraskrár sjúklinga með jákvæð sýni. Alls fannst 31 sjúklingur og jókst fjöldi þeirra stöðugt milli ára. Konur voru 14 og karlar 17, miðaldur 69 (23-94) ár. Fjórir sjúklingar voru sýktir við innlögn. Allir sjúklingar höfðu fengið sýklalyf innan þriggja mánaða frá greiningu, en aðeins sex voru á sýklalyfjum við greiningu. Þrír sjúklingar voru á sterum eða öðrum ónæmisbælandi lyfjum. Tíu sjúklingar höfðu fengið fjögur eða fleiri sýklalyf. Gentamycin var notað hjá 19 sjúklingum, clindamycin hjá 17, og cephalosporinlyf hjá 14. Skurðaðgerð var gerð á 25 sjúklingum, þar af á melt- ingarvegi hjá 19. Sýklalyf voru notuð í fyrirbyggjandi skyni hjá 15 sjúklingum í einn til átta daga, og var clindamycin notað hjá 12 þeirra. Sýkingin greindist eftir útskrift af skurðlækningadeild hjá 24 sjúkling- um. Voru 12 þá á annarri deild, en 12 greindust við endurinnlögn á skurðlækningadeild vegna einkenna um sýkingu, að meðaltali 20 (2-52) dögum eftir út- skrift. Sýkingum af völdum C. diff. hefur þannig fjölgað verulega á rannsóknartímanum. Þær eru sí- ðkominn fylgikvilli sýklalyfjameðferðar og valda oft endurinnlögn á sjúkrahús. Nær helmingur sjúklinga í þessari rannsókn sýktist vegna fyrirbyggjandi sýkla- lyfjameðferðar. 30. Brjóstakrabbamein á Borgarspítala — Ahrif kembileitar Gunnar Mýrdal, Þorvaldur Jónsson Skurðlækningadeild Borgarspítalans Kembileit að brjóstakrabbameini hjá konum hófst í lok ársins 1987. Áhrif kembileitar á greiningu, með-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.