Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 65

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 573 reyndust allir flokkaðir með enga eða óverulega verki. Ályktanir: Að mati foreldra eru verkir eftir kviðsl- itsaðgerðir á yngri börnum óverulegir og notkun verkjastíla er því lítil. Flestir eru komir á fulla fóta- ferð daginn eftir aðgerð. Staðdeyfing virðist hjálpa sumum, en notkun meiriháttar leiðsludeyfinga er óþörf og örsjaldan ætti að þurfa að grípa til sterkra verkjalyfja. Drengir sem eru að komast á kynþroska- aldur geta hins vegar haft talsverða verki. 52. Verndandi áhrif formeðferðar með deferoxamine á myndun staklinga og varðveislu nýrnastarfsemi eftir blóðflæðisskort — Rannsókn á kanínunýrum Guðjón Haraldsson, Sörensen V, Nilsson U, Jons- son O Þvagfæraskurðdeild Landspítalans og Sahlgrenska sjúkrahússins, Gautaborg Myndun staklinga hefur reynst vera veigamikill þáttur í þeim nýrnaskemmdum sem sjást við endur- flæði blóðs til nýrna, sem útsett hafa verið fyrir blóð- skorti. Fyrri rannsóknir á þessu sviði hafa byggs á óbeinum mælingum þar sem verndandi áhrif hinna ýmsu efna, sem hefta myndun staklinga hefur verið könnuð. Við höfum nýlega kynnt nýja aðferð til beinna mælinga á myndun staklinga í kanínunýrum. Gefinn er spunahremmir (OXANOH) með þeim eiginteikum að geta gengið í efnahvarf með skamm- lífum staklingum og myndað stöðugan stakling (OX- ANO-). Þéttni OXANO- í nýrnabláæð er síðan mæld með spunahermismælingu (ESR). Mælingar þessar sýndu að án formeðferðar varð róttæk aukning á myndun staklinga við endurflæði blóðs eftir 60 mínútna blóðflæðisskerðingu til nýrna. Er deferoxamine var gefið bæði fyrir lokun nýrnasla- gæðar og fyrir endurflæði blóðs við 60 mínútna blóð- flæðisskerðingu varð marktæk minnkun á myndun staklinga. Pessar niðurstöður benda til þess að bind- ing járns til dæmis med forgjöf deferoxamins hindri myndun hins illskeytta hydroxyl staklings frá super- oxide og hydrogen peroxide. Samtímis rannsóknir á nýrnastarfsemi sýndu að forgjöf deferoxamins leiddi til betri varðveislu nýrnastarfsemi mælt 48 tímum eftir 60 mínútna blóðflæðisskerðingu. Niðurstöður þessar benda til að hafa ætti í huga gjöf á járnbindandi lyfjum við nýrnaflutninga eða við nýrnaskurðaðgerðir þegar blóðflæði til nýrna er skert. 53. Fylgikvillar í miðtaugakerfi af völdum sýkinga í miðeyra og skútum Fríðrik Kristján Guðbrandsson Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans Miðeyrnabólga og skútabólga (otitis media — sinusitis paranasalis) eru tíðir sjúkdómar. Fyrir daga sýklalyfja gátu þesir sjúkdómar tekið á sig alvarlega mynd og valdið sýkingum í aðlægum líffærum, svo og í miðtaugakerfi. Alvarlegir fylgikvillar þessara sjúk- dóma hafa orðið æ sjaldgæfari. Milli 1981 og 1990 voru átta sjúklingar meðhöndl- aðir á Borgarspítalanum vegna alvarlegri fylgikvilla í miðtaugakerfi frá sýkingum í miðeyra og skútum. Tólf fylgikvillar fundust í átta sjúklingum. ígerð í heila var algengasti og alvarlegasti fylgikvillinn. Sýklalyfjagjöf kann að gefa falska öryggiskennd en alvarlegir fylgikvillar geta engu að síður verið á næsta leyti með hastarlegum afleiðingum. Full ástæða er til að minna aftur á tilveru þessara fylgik- villa. 54. Gróandi æðaþels yfír slagæðatengingar og bláæðatengingar í rottum Björn Þ. Sigurbjörnsson, Hallberg E, Sandberg Á A, Ribbe E Kirurgiska och Zoologiska Inst., Lunds Universitet, Svíþjóð Denuding endothelial damage et anastomoses may lead to thrombotic complications and failure of microvascular reconstructions. Early confluent en- dothelial healing at anastomoses may reduce throm- botic and other complications. The progress of en- dothelial coverage of anastomotic structures in the Aorta and Inferior Vena Cava (IVC) of the rat, was evaluated at 3, 5, 8,11 and 14 days after completion of the anastomoses, by means of scanning electron microscopy. Arterial anastomotic patency was 100%, venous patency was 84%. It was found that endothelial healing progressed towards thin conflu- ent coverage first, thereafter thickening of the co- verage; coverage was first achieved at the needle defect, then the anastomotic junction and lastly the suture; the same stage of endothelial coverage of anastomotic structures was reached 5 to 8 days soon- er at IVC anastomoses than in the Aorta. 55. Togstyrkur slagæðatenginga og bláæðatenginga í rottum Björn Þ. Sigurbjörnsson, Löwenhjelm P, Bjarni A. Agnarsson, Stenram U, Ribbe E
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.