Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 75

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 581 Brjóstakrabbamein Einangrun BRCA1 gensins Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur, Rannsóknastofu Háskól- ans í meinafræði Nýverið tókst vísindahópi við háskólann í Utah að einangra BRCAl genið, sem talið er eiga þátt í myndun allt að helmings tilfella af ættlægu brjósta- krabbameini. Alls fundust átta mismunandi stökkbreytingar í fimm fjölskyldunt og fjórum óskyldum einstaklingum. Gen- ið reyndist með þeim stærri sem þekkjast eða 100 þúsund basa- pör. Til samanburðar má geta þess að meðalstærð gena er 10 sinnum minni. Vegna stærðar gensins og líkinda fyrir því að stökkbreytingar í geninu séu bæði margar og dreifðar er hætta á að töluverð vinna muni fylgja skimunum fyrir BRCAl stökkbreytingum í mismunandi fjölskyldum. Saga gensins hófst fyrir tæp- um fjórum árum þegar banda- rískunt rannsóknarhópi við Berkeley háskóla tókst að sýna fram á erfðatengsl brjósta- krabbameins við ákveðinn hluta af litningi 17. Þetta var mikil lyftistöng fyrir erfðafræði- legar rannsóknir á brjósta- krabbameini því þótt lengi hafi verið vitað að meinið gæti legið í ættum þá var ekki ljóst að hve miklu leyti það stafaði af erfð- um eða umhverfisþáttum. Brjóstakrabbamein er algengur sjúkdóntur og miðað við þær upplýsingar sem til eru um sjúk- dóminn í dag eru töluverðar lík- ur á að hann komi upp í ná- komnum einstaklingum vegna tilviljunareinnarsaman. Niður- stöður vísindamanna við há- skólann í Berkeley um tengsl sjúkdómsins og ákveðins hluta litnings 17 tóku þó af allan vafa um tilvist erfðra þátta í myndun brjóstaæxla. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að um 5% brjósta- krabbameina séu tilkomin vegna erfða og eins og áður sagði er talið að í allt að helm- ingi þeirra tilfella sé skýringar- innar að leita í BRCAl geninu. Hætta á krabbameinsmyndun í brjóstum þeirra kvenna, sem bera stökkbreytt form BRCAl, er mikil og er hún aldursbundin. Þannig eru líkurnar á að grein- ast með meinið fyrir fimmtugt tæplega 60% en það er þrjátíu- falt hærra en hjá konum með eðlileg eintök BRCAl gensins. Líkurnar fyrir því að konurnar greinist með meinið einhvern tíma ævinnar er hátt í það að vera 90%. BRCAl genið veldur líka aukinni hættu á myndun krabbameins í eggjastokkum en sú hætta er mjög breytileg milli fjölskyldna. Þessar tölur eru byggðar á rannsóknum á völd- um brjóstakrabbameinsættum og ekki ólíklegt að þær eigi eftir að breytast eitthvað í kjölfar þess að genið hefur verið ein- angrað og því hægt að gera markvissari rannsóknir. Við athugun á tíðni stökk- breytinga í brjóstakrabbamein- um óháð fjölskyldusögu. fannst BRCAl genið einungis stökk- breytt í æxlum þeirra kvenna sem höfðu erft stökkbreytta af- leiðu gensins. Það bendir til þess að genið hafi veigalitlu hlutverki að gegna í myndun æxla annarra kvenna en þeirra sem fæðast með stökkbreytta afleiðu gensins. Það er því lík- legt að áhrif þess í æxlismyndun séu bundin við ættlægt form krabbameins. Með einangrun gensins opn- ast sá möguleiki að greina þær konur sem hafa erft stökkbreytt form BRCAl og veita þeim aukið eftirlit. Það er þó ýmislegt sem mælir því í mót að slíkar greiningar verði almennar fyrst um sinn. Stærð gensins og fjöldi stökkbreytinga gerir það að verkum að leit að stökkbreyt- ingum í hverri nýrri fjölskyldu getur orðið tímafrek og dýr. En vonast er til að innan ekki allt of langs tíma takist vísindamönn- um að hanna greiningaraðferðir sem yrðu bæði hagkvæmar og öruggar þannig að almenningur geti notið góðs af þessum nýja áfanga vísindanna. Heimildir Ponder B. Searches begin and end. Nat- ure, 1994; 371: 279. Vogelstein B, Kinzler K\V. Has the Breast Cancer Gene been found? Cell, 1994; 79: 1-3. Persónu- uppbót í desember Samkvæmt kjarasamningum lækna verður persónuuppbót í desember kr. 25.766.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.