Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 83

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 587 Tryggingafrettir Bretland — NHS Það er yfirlýst stefna breskra stjórnvalda að fækka lífeyris- þegum þar í landi urn 200.000 á næstu tveimur árum. Fram til þessa hafa örorkumöt vegna líf- eyristrygginga í Bretlandi verið að mestu í höndum heimilis- lækna. Til stendur að breyta þessu fyrirkomulagi á þann hátt, að umsækjandinn svarar nú sjálfur ákveðnu spurninga- eyðublaði og fer síðan í viðtal og skoðun til heimilislæknis, sem einnig fyllir út sérstakt eyðu- blað með stöðluðum spurning- um um ýmis læknisfræðileg atr- iði. Fyrir hvert atriði eru gefin ákveðin stig eða einkunn. Síðan er það í höndum lækna er starfa hjá tryggingastofnuninni (Ben- efits Agency Medical Service) að segja til um endanlegt ör- orkumat samkvæmt niður- stöðunum. Breski félagsmálaráðherrann sir William Hague, hefur lýst yfir ánægju sinni með þetta nýja fyrirkomulag og bent á, að heimilislæknar eigi oft erfitt með að kveða upp hlutlausan úrskurð vegna náinna tengsla við sjúklinginn. Gagnrýnisradd- Breytingar hjá TR Talsverðar breytingar eiga sér nú stað innan veggja TR. í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal starfsfólks TR kom í ljós að húsnæðismálin eru þau málefni sem eru efst á baugi og starfsmenn kvarta mest und- an. Gífurleg þrengsli eru á mörgum deildum og aðkoma að húsinu, til dæmis fyrir fatlaða, er afar slæm. Ekki er enn komin lausn á þessu stóra húsnæðis- vandamáli. Unnið er að endur- skipulagningu allra deilda TR. Mikil uppbyggingarstarfsemi fer nú fram hvað varðar tölvu- mál stofnunarinnar. Upplýs- inga- og greiðslukerfið TRYGGVI, sem er sérhannað tölvuforrit verður væntanlega tekið í notkun um næstu mán- aðamót, en með tilkomu þess eiga viðskiptavinir TR að geta fengið nákvæmari upplýsingar en áður um lífeyrisgreiðslur meðal annars á nýjum greiðslu- seðlum. Unnið er að undirbún- ingi EDI, það er pappírslausrar vinnslu fyrir TR, sem ætti að geta stórbætt samskiptin til dæmis við lækna, en slík tækni gefur möguleika á að senda upplýsingar á milli á stafrænu formi. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ir hafa þó heyrst. til dæmis frá varaformanni nefndar um störf heimilislækna sir John Chis- holm, sem bent hefur á að þótt margir heimilislæknar séu því fegnastir að losna við örorku- mötin, þá sé visst ósamræmi í hinu nýja kerfi, sem gerir ráð fyrir því að umsækjandinn fái ákveðin stig fyrir ýmsar athafnir svo sem að taka upp kartöflu- poka, ganga 45,7 metra, setja á sig hattinn og halda á vasabrots- bók. Þeir sem ekki geti fram- kvæmt tvær síðastnefndu at- hafnirnar fari að öllum líkind- um beint á örorku! Uppbót á lífeyri Hægt er að sækja um upp- bót til lífeyrisdeildar TR fyrir þá lífeyrisþega, sem hafa mikinn kostnað vegna lyfja. Mikilvægt er að læknar tilgreini í vottorði sínu nöfn þeirra lyfja, sem sjúklingur notar reglulega og magn þeirra svo hægt sé að reikna út þennan kostnað. Engin sérstök eyðublöð eru fyrir slík vottorð (sem er nú ólíkt okkur hjá TR). Munið....... að sækja þarf um allar bætur!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.