Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6
454 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 454-5 Ritstjórnargrein Staða Læknablaðsins meðal annarra fjölmiðla Fátt er mönnum jafn mikilvægt og heilsan og því þykja fréttir af nýjum uppgötvunum á sviði læknisfræðinnar spennandi. Almennur áhugi er ríkjandi á niðurstöðum nýrra rannsókna á heilsufari þjóðarinnar eða einstakra hópa hennar, til dæmis ákveðinna sjúklingahópa. Almenningur fær oftast upplýsingar um vísindi og heilbrigðismál í gegnum sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit, en einnig er rætt um nýj- ustu fæðuóþolsskýrslurnar á kaffihúsum, í lík- amsræktarstöðvum og reyndar út um allar trissur. Læknablaðið er vísindarit, auk þess að vera félagslegur miðill fyrir lækna og fjalla um heil- brigðismál almennt. í blaðinu birtast reglulega greinar um læknisfræði. Oftast eru þær byggð- ar á rannsóknum sem íslenskir læknar hafa framkvæmt á Islandi, þar sem sjúklingarnir eða viðfangsefnin eru íslensk. Til fræðilegu grein- anna eru gerðar sömu kröfur unt gæði og fram- setningu og hjá viðurkenndum, erlendum vís- indatímaritum um læknisfræði, eins og áður hefur verið greint frá (1,2). Læknablaðið gegnir því mikilvægu og marg- þættu hlutverki. Það er vettvangur skrifa um læknisfræði á íslensku þar sem fjallað er um sjúkdóma og heilsufar á íslandi. Þessi umfjöll- un á íslensku hefur mikið gildi bæði fyrir lækna og sjúklinga. Hún leiðir til þess að hugsað er um læknisfræði á íslensku. Hér þarf að hafa í huga að menntun og þjálfun íslenskra lækna styðst nær eingöngu við bækur og tímarit á erlendum tungumálum, auk þess sem flestir læknar hafa aflað sér framhaldsmenntunar er- lendis. I Læknablaðið sækja læknar, og reynd- ar fleiri, upplýsingar og menntun byggða á ís- lenskum rannsóknum og niðurstöðurnar varða oftast íslenskar aðstæður. Læknablaðið hefur því einnig almennu, menningarlegu hlutverki að gegna. Aðrir fjölmiðlar vitna oft til fræðilegra greina sem í blaðinu birtast og væri óskandi að blaðamenn gættu betur að því en hingað til að tilgreina nákvæmlega hvar og hvenær grein- arnar birtust. Læknablaðið á útgáfurétt alls efnis sem birtist í blaðinu og vinnureglur rit- stjórnar eru þær, að með því að senda efni til birtingar í blaðinu afsali höfundar rétti sínum til blaðsins. Þetta er í samræmi við vinnureglur ritstjórna fagtímarita í flestum nálægum lönd- um. Til þess er ætlast af höfundum fræðilegra greina að þeir ræði ekki niðurstöður athugana sinna við aðra fjölmiðla, fyrr en eftir að þær hafa birst í Læknablaðinu, enda er óheimilt að endurbirta efni blaðsins að hluta eða í heild án leyfis blaðsins. Sjálfsagt er fyrir blaðamenn að hafa samband við höfunda greina í Læknablað- inu til þess að fá ítarlegri upplýsingar og skýr- ingar á efni og þýðingu þeirra niðurstaðna sem birst hafa. Blaðamenn þurfa því oft að reiða sig á skýringar og túlkanir höfunda. Höfundar eru aftur á móti að nokkru upp á blaðamenn komnir að vekja athygli fleiri en lesenda Læknablaðsins á niðurstöðum rannsókna sinna, en það getur auðveldað mönnum að afla stuðnings við rannsóknarverkefni. Margir blaðamenn eiga heiður skilinn fyrir natni við þýðingar og útskýringar fyrir almenning á vís- indalegum upplýsingum. A seinni árum hefur svokölluð rannsóknarblaðamennska einnig náð til fréttaflutnings af læknisfræðilegum upp- lýsingum. Flestir eru á því að gagnrýnin nálgun í fréttaflutningi reyni á samband blaðamanna og vísindamanna. Þetta samband er oft náið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.