Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 505 Um Námssjóð lækna Iðgjaldagreiðslum hætt Eftir að stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélags Reykja- víkur urðu sammála um að leggja Námssjóð lækna niður í núverandi mynd var hætt að greiða framlög í hann. Afstaða stjórnar LI var sú að sjóðurinn skuli starfa áfram og læknum verði greiddar út inn- eignir sínar. Reglugerð sjóðsins verði breytt í þá veru að hlut- verk hans verði fyrst og fremst að styðja við fræðslu og við- haldsmenntun lækna. Á almennum félagsfundi í LR í ársbyrjun 1993 var samþykkt tillaga þess efnis að sjóðurinn verði lagður niður og eigið fé hans (um 50.000.000 kr.) skipt milli þeirra lækna sem greitt hafa í sjóðinn. Tillagan hafði ekki verið kynnt fyrir fundinn. I framhaldi þessa leitaði stjórn LÍ lögfræðilegs álits á eft- irfarandi spurningum: „A. Hvort stjórnir LÍ og LR hafi fulla heimild til þeirra breytinga á reglugerð sjóðsins sem að framan er getið. B. Hvort stjórnum félaganna sé skylt að greiða tilteknum læknum af höfuðstóli sjóðsins eða skipta honum milli sjóðfé- laga og þá eftir síðar skilgreind- um forsendum, komi fram krafa um slíkt?“ Niðurstaða lögfræðiálits í niðurstöðu Sveins Snorra- sonar hrl. sem leitað var til eftir lögfræðiáliti segir svo: „Allir þeir, sem greitt hafa til sjóðsins beint eða óbeint hafa gert það íþeim tilgangi, að sjóð- urinn væri megnugur til þess að gegna því hlutverki hans, sem 1. gr. reglugerðarinnar kveður á um. Að mínu mati hvílir sú kvöð á því fé, sem í sjóðnum er, að því verði varið til þess að sinna þessum tilgangi. Svar mitt við spurningu A) í bréfi yðar er því sú, að ég tel að stjórnir læknafélaganna hafi fulla heimild til að samþykkja þær breytingar á reglugerð fyrir sjóðinn, að fella niður iðgjalda- greiðslur til hans í núverandi formi, en að starfsemi sjóðsins verði haldið áfram, enda verði tilgangur hans hinn sami og kveðið er á um í 1. gr. reglugerð- arinnar. Spurningu í lið B) í bréfi yðar svara ég þannig. 1. Sjóðfélagar eiga rétt til styrkja úr sjóðnum næstu 3 ár eftir að iðgjöldum vegna þeirra til sjóðsins lýkur, í réttu hlutfalli við framlag eins og 9. gr. reglu- gerðarinnar ákveður. 2. Greiðslur vegna látin'na sjóðfélaga greiðast samkvæmt næstsíðustu málsgrein 9. gr. á sama tíma. 3. Jafnræðissjónarmið og sanngirni mæla með greiðslum samkvæmt framansögðu til þeirra, sem ekki hafa getað nýtt sér möguleika til námsstyrkja á þessu tímabili, þótt lögbundinni skyldu sé ekki fyrir að fara. 4. Frekari greiðslur eru um- fram alla skyldu.“ -bþ- því niður, það er kynning á reikningum og stöðu SDM. Til skýringar skal bent á að síðasta ár og árið þar á undan voru ár mikilla sviptinga hjá SDM. Eignarhlutur í Domus Medica var seldur, keyptur hlutur í Hlíðasmára 8, mikið lagt í inn- réttingar og fleira. Þar rná því vænta áhugaverðari reikninga en oft áður. Þetta greinarkorn er skrifað sem hvatning til þess að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að gera heildarúttekt á starfsemi læknasamtakanna. Nauðsyn- legt er að draga úr kostnaði við rekstur skrifstofunnar. Einnig þarf að fá nýja löggilta endur- skoðendur fyrir félögin og sjóði félaganna. Það er algerlega óviðunandi að fjármál lækna- samtakanna séu í svona mikilli óreiðu. Að auki er þetta ólög- legt. Að lokum skora ég á alla lækna að hringja í eða tala við alla stjórnarmenn í öllum okkar félögum og krefjast þess að allir reikningar séu lagðir fram eins og lög gera ráð fyrir. Núverandi ástand er óþol- andi ! ! Eiríkur Benjamínsson, læknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.