Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
505
Um Námssjóð lækna
Iðgjaldagreiðslum hætt
Eftir að stjórnir Læknafélags
íslands og Læknafélags Reykja-
víkur urðu sammála um að
leggja Námssjóð lækna niður í
núverandi mynd var hætt að
greiða framlög í hann.
Afstaða stjórnar LI var sú að
sjóðurinn skuli starfa áfram og
læknum verði greiddar út inn-
eignir sínar. Reglugerð sjóðsins
verði breytt í þá veru að hlut-
verk hans verði fyrst og fremst
að styðja við fræðslu og við-
haldsmenntun lækna.
Á almennum félagsfundi í LR
í ársbyrjun 1993 var samþykkt
tillaga þess efnis að sjóðurinn
verði lagður niður og eigið fé
hans (um 50.000.000 kr.) skipt
milli þeirra lækna sem greitt
hafa í sjóðinn. Tillagan hafði
ekki verið kynnt fyrir fundinn.
I framhaldi þessa leitaði
stjórn LÍ lögfræðilegs álits á eft-
irfarandi spurningum:
„A. Hvort stjórnir LÍ og LR
hafi fulla heimild til þeirra
breytinga á reglugerð sjóðsins
sem að framan er getið.
B. Hvort stjórnum félaganna
sé skylt að greiða tilteknum
læknum af höfuðstóli sjóðsins
eða skipta honum milli sjóðfé-
laga og þá eftir síðar skilgreind-
um forsendum, komi fram krafa
um slíkt?“
Niðurstaða lögfræðiálits
í niðurstöðu Sveins Snorra-
sonar hrl. sem leitað var til eftir
lögfræðiáliti segir svo:
„Allir þeir, sem greitt hafa til
sjóðsins beint eða óbeint hafa
gert það íþeim tilgangi, að sjóð-
urinn væri megnugur til þess að
gegna því hlutverki hans, sem 1.
gr. reglugerðarinnar kveður á
um.
Að mínu mati hvílir sú kvöð á
því fé, sem í sjóðnum er, að því
verði varið til þess að sinna
þessum tilgangi.
Svar mitt við spurningu A) í
bréfi yðar er því sú, að ég tel að
stjórnir læknafélaganna hafi
fulla heimild til að samþykkja
þær breytingar á reglugerð fyrir
sjóðinn, að fella niður iðgjalda-
greiðslur til hans í núverandi
formi, en að starfsemi sjóðsins
verði haldið áfram, enda verði
tilgangur hans hinn sami og
kveðið er á um í 1. gr. reglugerð-
arinnar.
Spurningu í lið B) í bréfi yðar
svara ég þannig.
1. Sjóðfélagar eiga rétt til
styrkja úr sjóðnum næstu 3 ár
eftir að iðgjöldum vegna þeirra
til sjóðsins lýkur, í réttu hlutfalli
við framlag eins og 9. gr. reglu-
gerðarinnar ákveður.
2. Greiðslur vegna látin'na
sjóðfélaga greiðast samkvæmt
næstsíðustu málsgrein 9. gr. á
sama tíma.
3. Jafnræðissjónarmið og
sanngirni mæla með greiðslum
samkvæmt framansögðu til
þeirra, sem ekki hafa getað nýtt
sér möguleika til námsstyrkja á
þessu tímabili, þótt lögbundinni
skyldu sé ekki fyrir að fara.
4. Frekari greiðslur eru um-
fram alla skyldu.“
-bþ-
því niður, það er kynning á
reikningum og stöðu SDM. Til
skýringar skal bent á að síðasta
ár og árið þar á undan voru ár
mikilla sviptinga hjá SDM.
Eignarhlutur í Domus Medica
var seldur, keyptur hlutur í
Hlíðasmára 8, mikið lagt í inn-
réttingar og fleira. Þar rná því
vænta áhugaverðari reikninga
en oft áður.
Þetta greinarkorn er skrifað
sem hvatning til þess að fenginn
verði utanaðkomandi aðili til að
gera heildarúttekt á starfsemi
læknasamtakanna. Nauðsyn-
legt er að draga úr kostnaði við
rekstur skrifstofunnar. Einnig
þarf að fá nýja löggilta endur-
skoðendur fyrir félögin og sjóði
félaganna. Það er algerlega
óviðunandi að fjármál lækna-
samtakanna séu í svona mikilli
óreiðu. Að auki er þetta ólög-
legt.
Að lokum skora ég á alla
lækna að hringja í eða tala við
alla stjórnarmenn í öllum okkar
félögum og krefjast þess að allir
reikningar séu lagðir fram eins
og lög gera ráð fyrir.
Núverandi ástand er óþol-
andi ! !
Eiríkur Benjamínsson, læknir