Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 475 belgæxli í brisi en það æxli hafði einnig sam- gang við briskirtilganginn (7). Yfirleitt er litið á CEA sem tæki til að greina ristilkrabbamein en því hefur verið lýst að það er einnig hækkað í vökva úr illkynja belgmeinum. Einnig getur CA 19-9 hjálpað til við mismunagreiningu en það hefur verið tengt ýmsum meltingarfæra-, lifrar-, gall- og briskrabbameinum (8). I einni rannsókn kom fram að bæði CEA og CA 19-9 fundust í meira mæli í illkynja æxlum í brisi en í góðkynja eða jaðar brisæxlum (32). Erfitt er að segja til um hversu áreiðanleg þessi mæligildi eru við greiningu og mismunagreiningu belg- æxla í brisi. Tilfellin eru enn það fá þar sem þetta hefur verið athugað að ekki er hægt að fá fram næmi og sértækni þessara mælinga (9). Einnig hefur verið bent á að ástunga sem þessi er ekki alveg hættulaus (13). Ber þá sérstaklega að hafa í huga aukna hættu á blæðingu í kviðar- holi eftir ástungu á æðaríku æxli (16). Auk þess er ekki vitað hvort auknar líkur eru á mein- vörpum við ástunguna og er því nauðsynlegt að rannsaka þessa aðferð betur áður en ástunga er notuð sem hluti af greiningu þessara sjúklinga (9). Nákvæm greining fæst þó oft ekki fyrr en við aðgerð þar sem tekið er sýni úr fyrirferð- inni (6). Mismunagreining: Ekki er ætlunin í þessari grein að fjalla í smáatriðum um alla þá mögu- leika sem til greina koma við mismunagrein- ingu á fyrirferð í brisi. Þó verður ekki hjá því komist að nefna það helsta sem hafa þarf í huga. Aður hefur verið minnst á mikilvægi gervibelgja og hvernig greina má þá frá raun- verulegum æxlisvexti. Oftast ætti að vera auð- velt að greina smábelgjaæxli frá gervibelg með tölvusneiðmynd með skuggaefni (21,30). Stór- belgjaæxlið getur valdið meiri vandkvæðum. Þá kemur ómskoðun og jafnvel gallpípuþræð- ing til sögunnar en eins og áður hefur komið fram hafa æxlin ekki samgang við briskirtil- ganga eins og gervibelgir jafnan hafa (1). Þá má einnig reyna að gera ástungu á belg til greining- ar en ókostir þess hafa áður verið ræddir (1,9,16). Briskirtilgangakrabbamein er önnur mikil- væg mismunagreining en það er langalgengasta æxlið sem finnst í brisi (22). Einkenni sjúklinga með illkynja mein í brisi eru í byrjun oft þau sömu og hjá sjúklingum með góðkynja fyrir- ferðir. Líklegra er þó að um belgmein sé að ræða ef fyrirferð finnst í uppmagálssvæði eða sést fyrir tilviljun á röntgenmynd (21). Einnig hér geta tölvusneiðmyndir, ómskoðun og æða- myndataka verið hjálpleg við greiningu. Nokkrir eru þeirrar skoðunar að leiki óstað- festur grunur á að um smábelgjaæxli sé að ræða eigi að framkvæma ástungu til þess að sjúkling- urinn komist hjá óþarfa aðgerð, sérstaklega ef um aldraða eða áhættusjúklinga er að ræða (21,24,28). Auk kirtilgangakrabbameins eru innkirtla- æxli einnig mikilvæg. Seyti þau vökum finnast þau oft snemma vegna einkenna sem vakarnir gefa og eru þau þá yfirleitt lítil. Séu þau óvirk geta þau verið orðin nokkuð stór við greiningu og gefið óljósari einkenni. Slík æxli eru þá venjulega æðarík og einnig geta myndast belg- líkar einingar vegna dreps í æxlinu. Þannig geta þau líkst smábelgjaæxlum. Finnist aftur á móti meinvörp í lifur eða annars staðar þá útilokar það að um smábelgjaæxli geti verið að ræða. Einnig getur verið erfitt að greina sjaldgæf- ari æxli frá belgæxlum svo sem totuæxli (papill- ary) og þétt þekjufrumuæxli (epithelial) en þessi æxli eru þó venjulega í yngri sjúklingum (10,21). Aðrar fyrirferðir sem geta komið til greina eru til dæmis meinvörp og meðfæddir belgir sem sjást stundum í brisi til dæmis í von Hippel-Lindau sjúkdómi (23,26). Meðferð og horfur: Ekki eru allir sammála um hvaða meðferð skuli veita sjúklingum með þennan sjúkdóm. Sumir telja að smábelgjaæxl- in þurfi ekki meðhöndlunar við ef greining hef- ur verið staðfest með ástungu á æxlinu (14,27). Aðrir leggja sérstaka áherslu á að öll belgæxli í brisi geti verið illkynja og því beri að fjarlægja þau með aðgerð (13). Réttast er þó að meta það í hvert sinn þar sem smábelgjaæxli er góð- kynja, vex hægt og aðgerð á briskirtlinum er oft erfið og getur haft alvarlega fylgikvilla í för með sér. Alltaf ætti að líta á stórbelgjaæxli í brisi sem illkynja. Hvort sem vefjasýni sýnir illkynja vef eða ekki er kjörmeðferð aðgerð þar sem æxlið er fjarlægt (17). Bæði stórbelgjaæxli og belg- kirtilkrabbamein í brisi vaxa hægt og er oft hægt að fjarlægja þau fullkomlega þrátt fyrir seina greiningu (6). Dæmi er um að sjúklingur hafi fengið íhaldssama meðferð (innri aftöpp- un (internal drainage)) í fimm ár en síðar reynst hafa stórbelgjaæxli sem þá var fjarlægt algjörlega (13). Séu æxlin hins vegar óskurðtæk getur innri aftöppun eða önnur líknandi með- ferð slegið á einkenni sjúklings (2).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.